Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 6

Eining - 01.04.1956, Blaðsíða 6
6 EINING E I N I N G MánaOarblaO um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgOarmaOur: Pétur Sigurðsson. BlaOið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku Islands og ríkinu. Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Suðurbraut 4, Kópavogi. Árgang-urinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur. Sími: 5956. Höfum við gleymt? Þeir, sem krossinn þyngsta báru, þjóða ruddu braut. Oftast launin upp þeir skáru aðeins kvöl og þraut. Lausnarorðið lýðum fluttu, lífgað andans glóð. Blóm í þeirra sporum spruttu, en sporin vætti blóð. -— P. S. Heimtufrekja. Þakklátsemi. Tvö andstæð orð. Hvort þeirra á betur við okkur, þessa kynslóð? „Sumir miðla öðrum mildilega, og eignast æ meira, aðrir halda í meira en rétt er, og verða þó fátækari“. Svo mælir hinn spaki höfundur orðskviðanna. Mætti hér og minna á orð spámannsins Haggaíar: „sá, sem vinnur fyrir kaupi, vinn- ur fyrir því í götótta pyngju“. I pyngjunni stanza aurarnir ekki, því veldur dýrtíðin og verðbólgan, sem heimtufrekja manna skapar. ,i,Verið ávallt glaðir“, þakkið Guði fyrir allt. Þannig kenndu þeir menn, er lögðu grundvöll glæsilegustu heims- menningarinnar. Höfum við gleymt dýrustu gjöfunum? Hverjum eigum við að þakka mestu gæði lífsins og dýrmætustu mannréttindin? Hvemig er búið að mannslífunum og einstaklingnum, þegar höfundur kristninnar hóf siðbótarverk sitt?. Þá var engin barnavernd, engin heilsuvernd, engin elliheimili, engin slysa- varnafélög, engin alþjóða líknarstarfsemi. Mannúð bar höfuð ekki hátt, en grimmd og harðneskja sat á veldisstólum. Nýfædd börn voru færð rómverskum feðrum, að þeir af- réðu, hvort þau skyldu lífi halda. Þætti föðurnum barnið ekki nægilega sjálegt, einkum ef það var meybarn, braut hann hrygg þess á hné sínu og mátti þá kasta því eins og hverju öðru fánýti. Útburður barna var viðurkenndur siður. Fátækir náðu naumast rétti sínum, þrælar voru keyptir og seldir, og oft barðir hlífðarlaust, stundum til dauða, án þess að herra þeirra væri talinn í neinni sök. Sagnritarinn Jósefus getur þess, að ekki hafi hinum „milda Títusi“ keisara fundist það neitt ódæðisverk, að fóma svo sem tveim þúsundum þræla, lýðnum til skemmtunar á af- mælisdegi bróður keisarans. Á dögum Rómverja þótti mönnum það bezta skemmtun í hringleikhúsunum, að sjá villidýr rífa og tæta í sundur varn- arlaust fólk, konur, börn og gamalmenni, jafnt sem eflda karlmenn eða sjá menn brennda lifandi. Nú kynni einhver að spyrja: hvað hefur gerzt í fangabúð- um þessarar aldar? Jú, allir könnumst við við sögurnar af þeim skelfingum. Munurinn er þó sá, að milljónadráp Gyð- inganna í Þýzkalandi, fjöldamorð og hreinsanir í Rússlandi og Kína, og víðar, hafa ekki verið framkvæmd fyrst og fremst mönnum til skemmtunar, alls ekki til skemmtunar, heldur í pólitísku trúaræði, sem blindaði og tryllti nokkra menn, er náðu tökum á þjóðunum. Því má þó ekki heldur gleyma, að þetta var aðhafst af mönnum, sem höfnuðu guðstrú og af- neituðu Kristi. Sagan endurtók sig þar. Þegar því var hafnað, sem mildar hugi manna, göfgar og eflir góðvild, þá settist grimmdin og ofsóknarbrjálæðið í valdastólinn. Guðseðlið var kúgað, en dýrseðlinu gefinn laus taumur og það alið á mann- hatri og grimmdarverkum. Guðleysisstefnan á í raun og veru sök á öllu því blóði, sem runnið hefur í ofsóknaræði og heims- styrjöld síðustu áratuganna. Þrátt fyrir allar hörmungar styrjalda og ofsókna, er dunið hafa yfir mannkynið á þessari öld, má ekki gleyma því, að hin líknandi hönd hefur verið sterk og náð langt. Viðreisnar og líknarstarf þjóðanna hefur verið svo risavaxið, að það yfirstígur allt, sem áður hefur þekkst í mannheimi. Jafnvel hafa sigurvegarar gengið ótrauðir að verki til að græða sárin. Öll sú mannúð, sem auðgar líf manna, allt sem gert er til þess að bæta kjör fólksins, öll hin dýrmætustu mannréttindi, hugsanafrelsi, trúfrelsi, málfrelsi og athafnafrelsi, og öll sú margvíslega blessun, sem við nútímamenn búum við og gerir líf milljóna manna bjart og hlýtt, er beinlínis ávöxtur kenn- inga og starfs Krists. Allt þetta eru gjafir, sem hann færði okkur frá Guði. Þessu megum við ekki gleyma og gerast van- þakklátir og heimtufrekir. Mikið höfum við þegið og þakklát- um ber okkur að vera. Ekki er nóg, að reyna að halda nýrri heimsstyrjöld í skefj- um með hræðslu við atómorkuvopn. Slíkt getur ekki verið til frambúðar. Eigi nokkurn tíma að verða friðvænlegt í heim- inum, verður að legga alla stund á ræktun góðvildar, nægju- semi og þakklætis. Þakkíát hjörtu eru ekki heimtufrek. Heimtufrekja og harðneskja er helstefna, hinir hógværu erfa landið. Kröfur og heimtufrekja verða að víkja fyrir þjónslund, góðvild og nægjusemi, og í heimi góðvildar verður öll okur- starfsemi, þrælkun og rangsleitni magnþrota. — Sigra skal illt með góðu. Það er kenning kristninnar, andstæð heiðninn- ar: með illu skal illt út drífa. Hin glöðu og þakklátu guðsbörn, sem friðinn semja og góðvildina efla, munu erfa landið í fylling tímans. Þá og hii Eitt af því, er sýnir, hvílíkt vandamál áfengissalan og á- fengisneyzlan er víðs vegar um heim, er hið mikla flóð bók- mennta á síðasta manns aldri, um áfengismál. Saminn hefur verið fjöldi doktorsritgerða um áfengismálið og gefið út ó- grynni af bókum, blöðum og tímaritum, einnig skáldsögum um þetta. Ein af þessum bókum heitir Þá og nú, (Then and Now) og er samanburður á banntímabilinu í Bandaríkjunum og á- fengismálunum þar nú um stundir. Höfundurinn er doktor í lögum, Deets Pickett. Hann hefur kynnt sér allt vel, er lýtur að áíengismálum, bæði í Ameríku, Bretlandi og Frakklandi, og lætur félagsmál mjög til sín taka. Bók þessi er gefin út árið 1952, en síðan hefur þó að ýmsu leyti sigið á ógæfuhlið- ina. Þar segir: „Síðan bannið var afnumið til fulls, 1934, hefur áfengis- neyzla þjóðarinnar aukizt næstum þrisvar sinnum. Drykkju- skapur, ölvun við akstur, glæpir, sem jafnan fylgja áfengis- neyzlunni, áfengissýki og aðrir fylgikvillar hennar hafa auk- izt að sama skapi. Samkvæmt opinberum skýrslum — Ann- ual Reports of the Federal Bureau of Investigation, keyptu Bandaríkjamenn áfengi fyrir SB,760,000,000 — átta mill- jarða, sjö hundruð og sextíu milljónir dollara, árið 1950“. Erfitt er að gera sér grein fyrir slíkum tölum. Þetta yrði allmikið á annað hundrað milljarða ísl. króna. 1940 taldi rannsóknardeildin við Yale háskólann (dr. E. M. Jellinek), að í landinu væru 600,000 áfengissjúklingar, nú segir hann að þar muni vera 3—4 milljónir ofdrykkjumanna og áfengis- sjúklinga.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.