Eining - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Eining - 01.04.1962, Blaðsíða 6
r 6 EINING ■®-------------------------------------------------------------------A TiTj\fTl\fCr MánaðarblaJJ um áfengismál, bindlndi og önnur i J—L V vJ menningfarmáL Ritstjóri og ábyrgCamaÖur: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá rikinu og Stórstúku Islands, kostar 50 kr. árg., 4 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982, Reykjavík. Sími: 15956. 0LL sagan ber því vitni, að ýmist hafa menn verið villimenn eða hálfgerðir villimenn, allur þorri þeirra, og ýmist hálf- -----siðaðir eða siðlausir. Sjálfsagt hefur hin fyrsta öld okkar tímahils ekki verið þar nein undantekning, en þá skrifaði Páll postuli Kolossumönnum á þessa leið: ,Deyðið því limina, sem við jörðina eru bundnir, — hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd.“ Engum dettur í hug, að Páll liafi ætlazt til þess, að við deyddum í okkur mannlegt eðli, lieldur aðeins það, sem til vansæindar og spillingar leiðir. Og þegar hann hefur bent á sumt af þessu, hætir hann við: „Fyrir þetta kemur reiði Guðs yfir syni óhlýðninnar." Hvernig kemur ]>essi „reiði Guðs“ yfir spillt líf manna? Fyrr á tímum notuðu menn mjög þetta orðalag, sein guð réttlætisins væri reiður, en verða menn ekki að taka afleiðingunum, þegar þeir brjóta það lögmál, sem er grundvöllur velfarnaðar? Hvernig var lífið í veizlusölum Bahýlonar þegar dularfulla liöndin ritaði dómsorðin á vegginn? Hvað var um að vera í höll Heródesar, þegar liöfuð guðsmannsins — Jóhannesar skírara var liorið þar inn? Hvernig var lífið í veizlusölum Rómverja á hnignunartímabili þeirra? Hvernig var það við hirð Rússakeisara og drottninga, öldina fyrir hyltinguna þar, og hvernig var lífið í Versölum árin á undan liinni miklu og hlóðugu hyltingu Frakka? Þarf að telja fleira? Verður huganum ekki reikað aftur í tímann, þegar við lesum frásagnir eins og þá, sem Kirkjuritið, felirúar 1902, hefur eftir danska lækninum, Sören Stam yfirlækni á Sönderlirospítala eða lýsingu Vísis G. febrúar 1962 á siðspillingunni í Grænlandi. Eng- inn skildi þó lialda, að þessi tvö dæmi séu einhver sérstök und- antekning. Skyldi ekki eitthvað svipað gerast í íslandi og víðar um heim? Getur þá slíkur heimur umflúið hirtingarvöndinn, umflúið „reiði“ réttlætisins? Verður uppskeran ekki ömurleg? Hér skulu svo hirtar smáklausur úr Vísisgreininni eftir Jörgen Fleischer. „Með þeim hundruðum danskra iðnaðarmanna, sem fluttir voru til Grænlands hefur sprottið upp í landinu slík lausung og siðspilling, að Grænland á nú heimsmet í fæðingu óskilgetinna harna. — Mesta vandamálið er afhrot og lauslæti æskunnar. Hér fer á eftir grein, sem Grænlendingurinn Jörgen Fleischer, blaða- maður við Grænlandspóstinn í Góðvon hefur ritað um ástandið í landinu: „Á fyrsta hálfa mánuði hins nýja árs fæddust 10 hörn í einum af smærri hæjum Grænlands. Aðeins eitt þessara harna var hjú- skaparharn. Og nú er svo komið í Grænlandi að það er sjald- gæft að ógiftar stúlkur séu barnlausar, þegar þær eru komnar yfir tvítugt. Það er næstum því orðin tízka að ungar stúlkur eign- ist lausaleiksbörn. Síðasta áratuginn hefur orðið stórfelld þróun á Grænlandi. En á þessum áratug hefur þessi stærsta eyja heimsins átt allmörg heimsmet, sem ekki eru eins skemmtileg. Fyrst voru það berkl- arnir, síðan lekandinn, áfengisnotkunin, slysin, mannfjölgunin og nú síðast lausaleiksbörnin. Árið 1954 voru lausaleiksbörn 18% af öllum fæddum hörnum í Grænlandi. Þremur árum síðar var hlutfallið komið upp í 24% og skýrslur fyrir árið 1959 sýna, að það er komið upp í 31%. Engar skýrslur eru til fyrir síðasta ár, en vafalaust eru öll fyrri heimsmet í þá átt slegin. Samtímis þessu hafa afbrot unglinga vaxið geigvænlega. Vand- ræðahörn og hafnarstúlkur eru orðin mjög mikið vandamál 1 Grænlandi.... Á síðastliðnu ári gerðist það að þýzkur togari sigldi upp að ströndinni með slökktum luktum og flutti í land að næturlagi 15 stúlkur, sem höfðu farið með skipinu frá Góðvon. Nokkrum dögum síðar fannst 15 ára stúlka á öðrum togara, er hann var kominn í haf og sneri liann til baka til að skila henni í land. Einu sinni framkvæmdi lögreglan í Góðvon skyndileit um horð í skipum í höfninni og fann liún þá 35 stúlkur í útlendu skipunum. Það er mikið slúðrað í Grænlandi, en það er líka margt óhugn- anlegt sem gerist þar.... Grænlendingar, sem lifðu fyrir 100 árum myndu fá slag, ef þeir sæju ástandið eins og það er í landinu í dag. Þá var litið á það, sem mikið afhrot að eignast óskilgetið harn. Þá beittu yfirvöldin hörðum aðgerðuin gegn lauslátum stúlkum. Hártoppurinn, sem var stolt grænlenzkra kvenna var klipptur af þeim og í nokkrum tilfelluin voru þær liýddar opinberlega." Hin svo kallaða menning hefur lialdið innreið sína í Grænland. Gjafir hennar til frumstæðra þjóða liafa oftast verið meingaðar mjög, og er ein meinsemdin jafnan undirrót inargra annarra, það er áfengisneyzlan. í kjölfar hennar sigla sjúkdómar, siðleysi, afbrot og glæpir. Þetta hefur einmitt endurtekið sig í Grænlandi. Sjálfsagt þótti að veita þjóðinni frelsi tii áfengiskaupa, en það hefndi sín fljótt. Aldraður framhaldsskólakennari í Danmörku, sem allir vita, er til þekkja, er hæði lífsreyndur, prýðilega menntaður og mjög grandvar inaður, ferðaðist allmikið um í Grænlandi, sendur þangað til að rannsaka ástandið í áfengismálum. Ritstjóri Einingar þekkir vel þenna mann og hefur lesið eftir hann oftar en einu sinni greinar um hið ískyggilega ástand í áfengismálum Grænlands, en ekki er vert að þreyta neinn ineð upptalningu á slíku. Það er gömul og ný saga, að áfengisneyzlan er einn versti fvlgifiskur menningarinnar og meðal stórsynda hennar. Niðurlagsorðin í Vísisgreininni eru þessi: „Grænland er í dag vandræðabarn hins danska ríkis.“ Ilvað svo í sjálfri Danmörku? Um það höfum við fremur ónota- legan, en sjálfsagt áreiðanlegan vitnisburð. Heldur eru þessi mál óskemmtilegt umræðuefni, en höfuin við ráð á að loka augunum og láta sein við sjáum ekkert, því sjálfsagt erum við liér á landi ekki lieldur laus við þessa aldarfars meinlegu kvilla. Kirkjuritið, febrúar 1962, hirtir furðulegt spjall eftir danskan yfirlækni, Sören Stam, á Sönderbrospítala. Orð lians eru tekin úr dönskum hlöðum og eru á þessa leið: „Sé ekki sagt frá einhverri nauðgun, siðleysi, óeðli og kynvillu á annarri hverri blaðsíðu í nútíðarskáldsögu, þykir liún ieiðinleg, dapurleg og ekki þessi virði að liún sé lesin“ .... En hér er ekki gengið hreint til verks.... „Ef þér, rithöfundar og leikskáld, getið ekki og viljið ekki skrifa um annað en óeðli, og séum vér lesendur og leikhúsgestir að gerast argir eiturlyfjasjúklingar, sem verða að fá sora- og saursprautur öðru livoru, skuluð þér ekki lilífast við að skrifa um nútíðina. En þá er yður skylt að ganga hreint til verks og skrifa undandráttarlaust og ærlega um óæskta barnsgetnaði, glæpsamlegar fóstureyðingar, lekanda, sárasótt, ófrjó- semi, drykkjuskap, liórdóm — og allar þær afleiðingar, sem allt þetta liefur í för með sér.... 90 af liundraði af oss erum venjulegt og heilbrigt fólk. Bæði vér og lífið færum skáldunum meir en nóg af sögulegum og æsandi viðhurðum, þjáningum og gleði, upp í liendurnar, til þess að þeiin ætti að vera hægur vandi að skemmta oss, auðga oss, lirista upp í oss og segja oss til vegar með verkum sínum. Hvers vegna hjóða þeir oss þá ekki annað en það, sem ég áður nefndi?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.