Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 13

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 13
EINING 13 is- og siSbótarstarf unglingareglunnar bæri almennt og á mjög víðum grunni ómetanlega ávexti í íslenzku þjóólífi. . . S. G. Þessi fjörkippur í starfsemi barna- og unglingastúknanna gæti vel verið forboði annars meira, að góðtemplara- reglan færist á ný í aukana. Þegar við vorum að stofna Bindindisráð krist- inna safnaða á síðastliðnu sumri, komu fram spurningar um það, hvað slíkt ráð ætti að gera. Auðvitað var því ekki vandsvarað, alltaf eru verkefni næg, en þá heyrðist ein góð rödd, sem sagði: ,,Við getum þó alltaf að minnsta kosti stofnað barnastúku“. Og þar var ekki látið sitja við orðin tóm. Mynd- arlega barnastúku hefur Langholtssöfn- uður þegar stofnað og gefið þar með gott fordæmi. Þegar ég var ungur maður erlendis, heyrði ég oft talað um það, hvílíkur aflvaki erlenda kristniboðið væri söfn- uðunum í heimalöndunum. Allir vita og það, hversu það auðgar líf foreldra að ala upp börn. Og kristnum söfnuð- um mun hvarvetna reynast það bless- un og fjörgjafi, að sinna sem bezt upp- eldislegri starfsemi í þágu ungmenn- anna, hvort sem það nú er í mynd bamastúkna eða annarra æskulýðsfé- laga, en áreiðanlega gefa barnastúkurn- ar mjög gott tækifæri, ef þar er vel á málum haldið og forustan góð. Á- nægjulegt væri það, ef söfnuðurnir víðs vegar á landinu vildu gefa þessu gaum, eins og Sigurður Gunnarsson, okkar ágæti áhugamaður um þessi mál, hef- ur vikið að. Allir kraftar, sem efla vilja heilbrigt félagslíf þjóðarinnar og siðgæðisþroska hennar, þurfa að taka höndum saman um sem bezt og bezt samstarf. Pétur Sigurðsson. Áríðandi leiðrétting í marzhefti blaðsins er þýdd ritgerð, sem heitir: Það sem lwer rnaður þyrfti að vita um dfenga cirykki. Seinna á árinu gaf Áfeng- isvarnaráð út sérprentun af þessu erindi í allstóru upplagi. í báðum útgáfunum er ein og sama leiðinlega prentvillan. í þriðju máls- grein erindisins eru þessar setningar: Hin nákvæmasta rannsókn í þessum efnum var gerð í Evanstoneborg í Illinois-ríkinu, og sýndi, að 4% umferðarslysa, sem meiðslum valda á mönnum, orsakast af áfengisneyzlu ökumanna. í stað 4% á að koma 40%. Þeir sem halda Einingu saman, eru vinsamlegast beðnir að leiðrétta þetta þar, og það eru einnig þeir mörgu beðnir að gera, sem fá sérprentun- ina. Sem betur fer verður prentvillan aug- Ijós, þegar næstu línur eru lesnar, en bezt er samt að leiðrétta hana. Svo heitir ný ljóðabók eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Þetta er fimmta ljóðabók höfundar, en ein þeirra er ljóðaþýðingar. Útgefandi Sólmánaðar er Bókaútgáfa Menning- arsjóðs, og ætti það að geta talizt all- góð meðmæli með bókinni. Prentuð er hún í prentsmiðju Hafnarfjarðar. Sólmánuður er engin byltingarljóða- gerð og ekki mun bók þessari ætlað að afmarka nein tímamót í íslenzkum kveðskap, því svo drengilega er hún trygg hinum bezta arfi þjóðmenning- arinnar á því sviði. Á þessu má sjá, að höfundurinn á næga trú á andlega heilbrigði þjóðarinnar og aðekkimuni verða neitt geigvænlegt gengishrun ís- lenzkra ljóða. Einnig treystir hann því, að ekki þurfi að veifa flíkinni út- hverfri framan í almenning, til þess að á hana verði litið. Vel má lýsa bókinni í mjög stuttu máli. Þetta er falleg og sviphrein bók. Drengileg og heilbrigð hugsun, ástar- óður til lífsins, fegurðar og mann- dóms, ættjarðar, göfugra hugsjóna, náttúrutöfra og lotningarfyllst af- staða til hins eilífa, órannsakanlega og ómælanlega og algóða; fágað ljóð- form og lipur rímleikni. Snurður eða hrukkur finnast þar tæpast, og ekki er bókin handiðnaðarframleiðsla, hún er getin af andanum og gædd sál. Þetta verður vafalaust talinn ein- hliða ritdómur, en tæpast munu þessi ljóð eiga skilið miklar aðfinnslur. Hé- gómamál er auðvitað að fetta fingur út í mikla rausn í pappír, þar sem sum staðar eru tvær eða fjórar línur á blaðsíðu, en þetta tíðkast nú tölu- vert í útgáfu ljóðabóka og verða þær því fleiri en oftast áður, sérstaklega þegar þær eru þá myndskreyttar líka, jafnvel hálfgerð böm eru farin að gefa út nokkur ljóð, sem kallast svo bækur. í ljóðinu, Ráð mitt allt þér fús ég fel, er þetta stef: Ljúfa sælu leyndast böl löngum hafa nomir tvinnað, vonir, þrá og kviðans kvöl kemt í eitt og saman þrinnaö. Förumunkar endar á þessu stefi: í fjarskans bláma hjúpar himin blær þá höll, er morgunsólin geislum stafar. Sú hetja sigrað allar ógnir fær, sem andans tinda stígur, djúpin kafar og öruggt fylgi förumunkum Ijær til fegins lands og Drottins helgu grafar. Leikandi lipurt er ljóðið, Islenzkt skáld. Það er um Jakob Thorarensen. Fyrstu þrjú stefin eru þessi: Við elli glíminn, í oröi kíminn og aflakló á Boðnarmiöum og Sónarsviðum. Þér sefi hló, hvort ofsi var eöa ríkti ró, í ráöum snar, þegar ýföi sjó. Þótt ilmgrös kali um íslands dali, er eldur hlýr í ógnardjúpi meö hrjúfum hjúpi, sem hugar frýr. Svo firnist mér blóö þitt og eöli allt sem eimsins glóö, en bjart og svalt. Meö hægu fasi og fjarri þrasi þér famnstu leið um hjam og klungur og hæstu búngur sem höföm breiö, átt fasta lund, ert þó gleöigjarn á góöri stund eins og viturt bam. Framhald ljóðsins verður hver og einn að sækja í bókina. Þórddur yrkir einnig um Fagraskógarskáldiö - Davíð Stefánsson. Þar eru fyrstu tvö stefin þessi: Á vængjum þöndum frá vetrar böndum að vorsins löndum þú stefnu kaust. Úr lægöum dalsins á leiöum valsins til Ijóma fjallsins steig söngs þins raust. Aö sigurhæöum í sumarklæöum og silkislæðum bjó fögur mynd, er gaf þér sveiginn. En ginnhelg regin þér greiddu vegirm á efsta tind. Eitt veigamesta kvæðið í bókinni er Skálholtsljóö 1956. Háskóli Islands 50 ára er einnig eitt af helztu ljóðunum. Eitt stefið er á þessa leið:

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.