Jafnaðarmaðurinn - 01.12.1927, Blaðsíða 1

Jafnaðarmaðurinn - 01.12.1927, Blaðsíða 1
JAFNABARNAÐURINN ÚTGEFANDI: VERKLÝÐSSAMBAND AUSTURLANDS 12. tölublað Norðfirði, desember 1927 2. árgangur Stórkostleg seðlafölsun. Nýlega hefir komist upp stór- kostleg seðlafölsun í þýskalandi. Rússneskur maður, að nafni Sadathieraschwili, var tekinn fast- ur, er hann var að reyna að fá skift rússneskum seðlum í banka einum í Berlín. Bankamann þann, er tók við seðlunum, grunaði að eitthvað væri við þá athugavert og lét rannsaka seðlana. Reynd- ust þeir þá falskir, og var Rúss- inn þegar handtekinn. En svo vel voru þeir gerðir, að ekki var unt að þekkja þá frá venjulegum seðlum, nema með nákvæmri rannsókn. Hefir fjöldi manna síðan flækst inn í mál þetta, sjer- staklega ýmsir þektir þýskir þjóð- ernissinnar. í sumum þýskum blöðum er því haldið fram, að Dederding, aðalforstjóri hins al- kunna Shell-olíufélags, sje eitt- hvað við málið riðinn, en engar sannanir eru enn framkomnar um það. þeir, sem teknir hafa verið fastir, halda þvf fram, að fölsun- in sje gerð ril þess að steypa stjórninni í Rússlsndi — en ekki til að auðga þá sjálfa — og sjer- staklega til þess að losa Georgiu (eitt sambandsríkið rússneska) undan yfirráðum Rússa. Átti að koma þessum fölsku seðlum í margra miljóna rúblna tali inn í Rússland, og þegar það hefði tekist og seðlarnir væru komnir í umferð í Rússlandi, átti að ljósta öllu upp og kenna stjórninni um að hún borgaði bændunum vör- ur þeirra meðfölskum peningum. Átti þetta að spilla fjárhagsáliti Rússa í útlöndum og styðja að uppreist í landinu, sem leiða skyldi til þess, að stjórninni yrði steypt og Georgia losnaði undan rússneskum yfirráðum. Otrúleg er þessi saga, en styðst þó við ýmislegt er gerst hefir á síðustu mánuðunum. Alkunnugt er, hve forstjóri Shell-fjelagsins varð reiður, er Standard-oil (Rokkefellers-olíu- fjelagið) náði samningum við Rússastjórn um vinslu ohulind- anna í Georgiu. Þessar lindir hafði Shell-fjelagið átt fyrir ófrið- inn, en Rússar tóku þær eignar- námi í byltingunni miklu. Hefir Shell-fjelagið ekki starfað þar síðan og lindirnar verið iítið starf- ræktar þar til nú, er Standard Oil fjekk notkunarrjettinn á þeim. Er talið að með því tryggi Stand- ard Oil sjer alla olíuvinslu við Miðjarðarhafið, og önnur fjelög geti ekki kept við það þar. Af þessum ástæðum á Shell- fjelagið að hafa stutt peninga- falsarana, gegn því að það fengi aftur rjettindi sín yfir olíulindun- um í Georgiu, þegar búið væri að losa hana undan stjórn Rússa. Um 50 miljónir rúblna hefir tekist að ná í af þessum fölsku seðlum, og er því hjer að ræða um stórkostlegri seðlafölsun en ennþá hefir þekst. — Ungverska seðlafölsunin í fyrra, sem íjöldi háttsetfra embættismanna í Ung- verjalandi var við riðinn, — þar á meðal sjálfur ríkisstjórinn — er smámunir einir í samanburði við þetta gífurlega fjársvikamál. Talið er líklegt, að fjöldi stjórn- mála- og peningamanna í Eng- landi, Frakklandi og Þýskalandi sje flæktur í málið. Rannsókn er ennþá tiltölulega stutt á veg komið, en mun vera haldið áfram af miklu kappi. (Eftir Soc. Dem. 22. nóv.) Afvopnunarráðstefna ein enn stendur nú yfir í Genf í Sviss. Er hún að því leyti frá- brugðin fyrri systrum sínum, að Rússar senda nú þangað fulltrúa. Litvinof er aðalfulltrúi Rússa á fundinum og hefir hann borið fram tillögu um almenna og al- gerða afvopnun innan 4 ára. Er þetta merkilegasta tillagan sem fram hefir komið í afvopnunar- málunum, að bví leyti, að hún er fram borin af einu mesta her- valdsríki heimsins, og það því ríkinu, sem hin stórveldin hafa hingað til talið Þránd í Götu allr- ar afvopnunar. Er nú eftir að sjá, hvernig þau snúast við til- lögunni, og hvort afvopnunartal þeirra er annað en marklaust hjal, til þess eins að blekkja smá- þjóðirnar. Ensk blöð telja nú aðalágrein- inginn á ráöstefnunni standa milli þeirra Chamberlains og Litvinofs um afstöðuna til „undirróðurs Rússa“. Telur Litvinof ráðstjórn- ina ekki geta hindrað að 3. Int- ernationale útbreiði skoðanir sín- ar. Coolidge, Bandaríkjaforseti og afvopnunarniaður, hefir lýst því yfir í boðskap til þingsins að Bandaríkin vilji efla heimsfriðinn, en samt telji hann nauðsynlegt að auka herbúnað Bandaríkjanna, einkum beitiskipaflotann. (Mörg- um mun sjálfsagt verða að brosa að þessari auðvalds-friðar-yfirlýs- ingu. í öðru orðinu friður — hinu aukinn herbúnaður.) Kosningar í Englandi. í nóvember s. I. fóru fram kosningar til bæja- og sveita- stjórna í Epglandi, utan Lundúna. Verkamannaflokkurinn vann stór- kostlegan sigur við kosningarþær. "jekk hann um 150 ný sæti, í viðbót við það, sem áður var. Mestum hluta þeirra sæta tapaði íhaldið. Nú orðið hafa jafnaðar- menn meirihluta í 16 stærstu bæjum EnglandS og eru liðsterkir orðnir alstaðar. Næsta ár fara fram þingkosningar í Englandi. Vinni jafnaðarmenn þá þann sig- ur, að þeir taki við völdum, er átt betri stuðningur þeim, en tryggur meirihluti í sem flestum )æja- og sveitastjórnum. Loftskip Englendinga. Englendingar hafa nú í smíð- um tvö loftskip, stærri en áður hafa smíðuð verið og betur út- búin. Er þeim ætlað þegar á næsta sumri að hefja reglulegar flugferðir milli Englands og Kanada. Frjálslyndi flokkurinn í Frakklandi hefir klofnað. Eru annarsvegar íhaldssinnaðir flokks- menn, er vilja samband við borg- araflokkana, en hinsvegar frjáls- lyndir flokksmenn, er samvinnu vilja við jafnaðarmenn. 1. desember var minst hjer eins og venja hefir verið til undanfarið. Fóru ræðuhöld og veitingar fram í barnaskólanum. — Páll Þormar, hreppstjóri, setti samkomuna. — Fyrir minni fullveIdisins og Jóns Sigurðssonar mælti lngvar Pálma- son alþingism., en fyrir minni ís- lands Jónas Ciuðmundsson. — Söngflokkar tveir, blandað kór og karlakór, skemtu meö söng, og stjórnaði þeim Ingi T. Lárus- son, stöðvarstjóri. Sigdór Brekk- an skemti með upplestri. í Bíósalnum var höfð skraut- sýning og upplestur og síðan stíginn dans þar fram undir morgun. Nýjung var það á dans- leik þessum, að fjögra manna hljómsveit ljek fyrir dansinum og þótti henni vel takast. Kvenfjelagið sá um veitingarnar. Munu þeir, erskemtunina sóktu, hafa skemt sjer hið besta. ilagnús Helgason, skólastjóri Kennaraskólansvarð sjötugur 12. nóvember s. 1. Var aímælisdagurinn hátíðlegur hald- inn í skólanum af kennurum skólans og yngri og eldri nem- endurn sjera Magnúsar. Færðu kennarar og nemendur honum að gjöf vönduð víövarpsmóttöku- tæki, en eldri nemendur hans gáfu honum öndvegisstól einn mikinn, og er talið að stóll sá sje með fásjeðustu og vönduð- ustu gripum er sjest hafa hjer. Ríkarður Jónsson gerði stólinn að mestu. Fjöldi árnaðaróska , bárust sjera Magnúsi á þessum afmælisdegi hans. Á þessu ári hefir hann og veitt Kennaraskól- anum forstöðu í 20 ár. Eru því flestir starfandi kennarar nemend- ur sjera Magnúsar. Munu flestir þeirra hafa sent honum hlýjar afmæliskveðjur þó fjarlægð bægði þeim frá að taka oátt í afmælisfagnaöinum, sem 3eir vafalaust allir hefðu óskað. Varla mun nokkur kennari vera afn ástsæll af nemendum sínum og sjera Magnús Helgason. .Skammastu þín, Alþýðublad!* Hún er undarleg stundum, kaldhæðni forlaganna. Fyrir fá- um mánuðum skriíaði ritstjóri „Varðar“,Kristján Albertson.lang- ar greinar um íslenska biaða- mensku og fann henni margt til foráttu. Greinar þessar, sem byrjuðu sæmilega og ýmsir bjugg- ust við að mundu gera eitthvert gagn, mistu alveg gildi sitt við það, að K. A. rjeðist aðeins á blaðamensku Framsóknar og Jafnaðarmanna, en „gleymdi" alveg íhaldsblöðunum, — verstu saurblöðum landsins. — Hann gleymdi að benda á róg þann og níð, sem íhaldsblöðin eru stöð- ugt full af um málefni andstæð- inga sinna, en þó sjerstaklega um einstaka menn, því þeim er fæstum unt að greina milli manna og wnálefna. Af hverju K. A. rjeð- ist ekki á blaðamensku Morgunbl. og Varðar (áður en hann tók við honum) er ekki hægt að upp- lýsa hjer, en sennilega var það af því, að skyldleikinn milli Varðar og „Mogga“ — stærsta saur- blaðsins í landinu — var of mik- ill. Eitt af því, sem K. A. átaldi harðlegast, var lubbalegur rit- háttur, skammaryrði, sem mintu á lágt menningar og þroska stig. Þau áttu að hverfa. Uppnefni og annað götudrengjaorðbragð átti ekki að líöast, og skal það við- urkent, að Vörður er eina íhalds- blaðið, sem lítið hefir gert að því, að uppnefna andstæðinga sína. Fyrir fám dögum barst Vörð- ur hingað með langri grein um sjóðþurðarmálið. Endar sú grein á þessari hneykslanlegu setningu: „Skammastu þín, Alþýðublað — fyrir öll þín lúalegu ósann- indi fyr og síðar“. — Svona skrifar þá sjálfur erkiengill ís- lenskrar blaðamensku, K. A. — Myndin, sem lesandinn fær í hug- ann, er alþekt úr götustrákalffi bæjanna. Tveim götudrengjum lendir saman. Þeir skamma hvor annan og rökin verða: Skamm- astu þín! Skammastu þínsjálfur! o. s. frv. K. A. hefir vafalaust ritað þessi orð í reiði og ekki tekið eftir því, hve frámunalega götustráksleg þau eru. Þau eru enn lúalegri en nokkuð það, sem í „Mogga* hefir staðið, og er þó erfitt að komast neðar. Það er sagt að K. A. sje að fara frá Verði. Þeir, sem hafa esið Vörð þennan tfma, sem hann hefir ritað hann, hafa sjálf- sagt flestir tekið eftir því, að hann hefir altaf farið versnandi. Hann var skástur fyrst, en hefir altaf orðið morgunblaðslegri með hverju tölublaði. Þó hefir hann altaf tekið einstaka málum skyn- samlegar en önnur íhaldsblöð. Og nú er svona djúpt sokkið. Sömu rökin, sem örgustu götudrengir nota, tekur hann sjer nú í munn um andstæðing sinn, og sýnist ekki fyrirverða sig fyrir. Hvernig mundu blöðin líla út, ef þau færu að dæmi K. A. og Ijetu greinar sínar byrja eða enda á álíka rök- um og þetta? Hefir K. A ^ert sjer það fyllilega ljóst? Margir andstæðingar K. A. hefðu vafa- laust unnað honum þess, að láta af ritstjórninni án þess að falla svona djúpt, en það gat ekki orðið. Freistingin til að líkjast „Mogga“ hefir verið of mikil, en stillingin — of lítil. Sýslumanni vikið úr embætti. Sýslumanni Barðstrendinga, Einari M. Jónassyni, hefir verið vikið úr embætti um stundarsakir, og í stað hans settur Bergur Jónsson, fulltrúi hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík. Sýslumaö- urinn neitaði að hlýða fyrirskip- un ráðuneytisins og kvaðst ekki afhenda embættið hinum setta sýslumanni. Var þá Óðinnsend- ur vestur með Hermann Jónas- son, bæjarfógetafulltrúa í Reykja- vík, til þess að gera ráðstafanir til að afhenda hinum setta sýslu- manni skjalasafn sýslunnar. Rannsókn hafði áður farið fram á embættisfærslu sýslu- mannsins. Hafði Stefán Jóh. Slefánsson, hæstarjettarmálaflutn- ingsmaður, framkvæmt rannsókn- ina. Ófrjett er hvernig sýslumaður hefir tekið Hermanni Jónassyni Gin- og Klaufasýki. Vegna þess, aÖ gin-og klaufa- sýki hefir gosið upp í Svíþjóð og Danmörku, hefir atvinnumála- ráðuneyttð hert allmjög á banni um innflutning varnings er sýk- ingarhætta stafar af. NýtísKu gisthús í ReyKjavík. Jóhannes Jósepsson, glímu- kappinn heimsfrægi, hefir sent bæjarstjórn Reykjavíkur tilboð um að reisa í Reykjavík nýtísku gistihús fyrir 1930. Alþingi er kvatt saman 19. janúar næst komandi.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.