Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 5

Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 5
Knut Ödegard: - Efni sögunnar er sígilt og hafið yfir stund og stað. Nóbelsskáldin heilsuðust ekki Sp jallað við Knut 0degárd, skáld og forstöðumann Norræna hússins Þér getið það ekki Sigrid Undset hóf ritferil sinn meö því aö skrifa um sinn eigin tíma, og lýsingar hennar á ástalífi þóttu djarfar í þá daga. En hún fékk snemma áhuga á söguleg- um skáldskap, og fyrsta sagan sem hún kom meö til útgefanda mun hafa verið af því taginu. Hún var aöeins rúmlega tví- tug að aldri og haföi afhent Gyldendals- forlaginu í Kaupmannahöfn handrit sögulegrar skáldsögu og boðið þaö til útgáfu. Og svarið sem hún fékk hjá for- stjóranum, Peter Nansen, erfrægt orðiö í norrænni bókmenntasögu, en þaö var á þessa leið: ,,Látið þér yöur ekki detta í hug aö skrifa sögulegar skáldsögur. Þér getiö þaö ekki. En þér gætuö reynt aö skrifa eitthvað nútimalegt. Það er aldrei að vita!“ Las Njálu tíu ára Sigrid Undset var alin upp á menningar- heimili. Faðir hennar var fornleifafræö- ingur og kunnur vísindamaöur í þeirri grein um alla Evrópu á sinni tíö. Dóttir hans kynntist því snemma fornleifa- fræöi og sögu og fékk sérstakt dálæti á miðöldunum. Tíu ára gömul mun hún til dæmis hafa lesið Njálu og fleiri íslend- ingasögur, og áhrif þeirra koma fram í byggingu skáldsagna hennar, persónu- lýsingum, máli og stíl. Nýr heiðindómur Sigrid Undset tók kaþólska trú nokkru eftir aö hún hlaut Nóbelsverölaun 1928 og var gagnrýnd fyrir kaþólsk viöhorf og íhaldssemi í sumum síöari bókum sín- um. Hún snerist ákaft gegn öfgastefnum og kallaöi þær „nýjan heiöindóm". Hún sá fyrir hina hættulegu þróun mála í Þýskalandi, þegar nasistar tóku aö vaöa þar uppi. Áriö 1935 fékk hún meira að segja útgefiö í Þýskalandi rit, þar sem hún fordæmdi kynþáttaofsóknir og fleiri stefnumál nasista. Hún átti því ekki annars úrkosti en leggja á flótta, þegar Þjóðverjar hernámu Noreg - og komst þátil Ameríku. Á sama hóteli En Sigrid Undset var ekki eina Nóbels- skáldiö í Noregi á þessum tíma. Knut Hamsun var þar einnig og geröist tals- maöur nasista eins og kunnugt er. Son- ur Hamsuns, Tore, sem kom hingaö til íslands fyrir skemmstu, sagöi mér, aö faðir hans og Sigrid Undset hafi eitt sinn gist samtímis á litlu hóteli í Osló. Dag nokkurn hittust þau viö morgunverðar- boröiö, en heilsuöust ekki og létu eins og þau sæju ekki hvort annað. Sígilt efni Á einum staö segir Sigrid Undset, aö hjörtu manna breytist ekki - og eru þaö orö aö sönnu. Efni Kristínar Lafranz- dóttur er sígilt og ekki bundiö viö þann tíma sem sagan gerist á, en þaö er fjórtánda öldin. Af þeim sökum getum viö nútima- menn lifað okkur inn í örlög persónanna og notið þessa mikla meistaraverks til fulls. Þaö er hafiö yfir stund og stað.“ „Ég vil byrja á því aö láta í Ijós ánægju mína yfir því, aö Kristín Lafranzdóttireft- ir Sigrid Undset skuli vera til i góöri ís- lenskri þýöingu og aö hún skuli nú gefin út sem bók mánaöarins í bókaklúbbnum Veröld,“ sagöi Knut Odegárd, þegar Okkar á milli heimsótti hann i Norræna húsiö og spjallaði viö hann stundarkorn um Sigrid Undset og Kristínu Lafranz- dóttur. Partur af uppeldinu „Kristín Lafranzdóttir er partur af bók- menntaarfi og uppeldi okkar Norð- manna, svo aö ég kynntist verkinu þeg- ar í barnaskóla og las þá úrdrátt úr þvi. Hins vegar eignaöist ég söguna og las hana í heild öll þrjú bindin, þegar ég var nemandi í menntaskóla í heimaborg minni, Molde á vesturströnd Noregs. Ég var félagi í bókaklúbb, Den norske bok- klubben, og þávar þettamiklaskáldverk Sigrid Undset bók mánaðarins alveg eins og hjá Veröld núna. Svo skemmti- lega vill til, aö forstjóri þessa bókaklúbbs er nú íslendingurinn Kristinn Einarsson. 5

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.