Neisti


Neisti - 11.05.1940, Blaðsíða 2

Neisti - 11.05.1940, Blaðsíða 2
2 NEISTI andi skeyti til Kaupmannahafnar, frá kau'pfélagsstjóranum: Geng að tilboðinu geri ráð fyrir sex mánaða gjaldfresti. Sigurður. Vissi eg ekki annað en allt væri í lagi með þessi kaup, a. m. k. hafði KFS sjálft samþykkt kaupin beint til umboðsfirmans í Kaup- mannahöfn og stóð ekki á neinu öðru en KFS setti tilskylda trygg- ingu. Hinn 22/7 barst mér svo eftir- farandi símskeyti m. a.: Tryggingarskeyti Útuegsbank- ans Hafnarfirma Zachodnibank algjörlega ófullnœgjandi þar sem bœði óljós og óstaðfest skeytið til Zachodnibank hafði ekki einu sinni umsaminn kon- trollykil bankanna stop Treysti þér umsjá Útvegsbankinn dag- sími jafnvel okkar kostnað eftir- farandi garantitexta til Bank Gospodarstwa Krajowegc Gdynia og muni símlykilinn. (Svo kemur fyrirmynd að skeytinuh Þegar í slíkt óefni var komið, bað Sig. Tómasson mig að beita persónulegum áhrifum mínum til þess að KFS ekki yrði skaðabóta- skylt við firmað, sem átti að af- greiða kolin. Þetta kallar Aðal- björn, að við Sigurður hefðum orðið sammála um, að ekki væri hægt að sinna þessum viðskiptum. Fáheyrð ósvífni. Eg sá síðan um að kolafarmur sá sem keyptur var frá Ernst Ryberg kæmi hingað og þurfti meira að segja að ábyrgjast persónulega greiðslur á andvirði hans, sem eg og gerði samkvæmt beiðni S. T. IV. Eg hefi nú hér að framan sýnt fram á skrök Aðalbjarnar í þessu máli, að því er snertir magn og afgreiðslu, en heldur ekki önnur atriði sem hann skýrir frá í þessu máli, hafa við rök að styðjast. Hann segir að bankatrygging hafi verið ófáanleg. Loforð var þó fengið fyrir bankatryggingu, og þá um leið yfirfærslu þó að svo óhönduglega tækist til, sem raun ber vitni um. Þá kemur hann með þá vizku sína, að ekki hefði verið unnt að fá kolin utan Englands vegna brezk- íslenzka samningsins. Ójá, það er nú svo. Þegar kolafarmurinn loksins kom í ágústlok, þá hafði hvorki Aðalbj. né kaupfélagsstjóri hugmynd um að Ieyfi þyrfti, en auðvelt fyrir Aðalbjörn að vera vitran nú. Hitt vil eg svo benda á. að bæði Djúpuvík, Kveldúlfur o. fl. fengu stóra kolafarma í milli- tíðinni frá Þýzkalandi. Hefðu því þessir farmar komið eins og til- boðið gerir ráð fyrir, hefðu þeir komið á undan þeim förmum og því engir örðugleikar verið á að fá leyfi. Hugleiðingar Aðalbjörns um »bjánaskapinn« og vextina get eg látiö afskiptalitlar. Þær falla þegar um sjálfar sig vegna þeirra skýr- inga er hér hafa fram komið. Þó má á það benda, að engir vextir áttu að greiðast í 6 mánuði ogað kolin áttu að afgreiðast í 3 förm- um og vextir vitanlega aðeins að reiknast eftir að 6 mán. voru liðn- ir frá afgreiðslu hvers farms fyrir sig. Heldur ekki þurfti KFS á að halda peningum til greiðslu alls kolaverðsins, heldur einungis fyrir fyrsta farminn eftir 6 mánuði frá afgreiðslu hans eða þegar annar farmurinn kom og svo koll af kolli. Þetta hlýtur að vera ljóst hverjum manni sem símskeytið les, nema Aðalbirni. Rýrnun og geymslupláss læt eg þegar af framkomnum upplýsing- um afskiptalaust. V. Allar ráðstafanir voru gerðar, segir Aðalbjörn, þannig, að hvorki stjórn KFS né öðrum var kunnugt um, að strið brytist út s.l. haust. Það er nú svo. Að vísu er það rétt, að þegar kolin voru keypt- mun það ekki hafa hvarflað að neinum. En eftir að Stalin og Hitler gerðu vináttusamning sjnn, var öllum það ljóst, að til átaka hlyti að koma milli Þýzkalands og Póllands, en Aðalbjörn hefir þó þá afsökun, sem aðrir sann- trúaðir og rétttrúaðir kommúnistar, að hann prédikaði það og gerir sennilega enn, að samningur Hitlers og Stalins hafi verið gerður til þess að tryggja friðinn í álfunni!! VI. Eg hefi nú hér að framan rakið lið fyrir lið ■>koIahistoríu« Aðal- björns og sýnt fram á það, að ekkert, bókstaflega ekki eitt atriði hefirviðminsturök að styðjast,held- urer þetta æfintýri eitt. Er þá að athuga, hvernig þetta æfintýri og eða skröksaga er til orðin. Jú, svo stendur á, að aðalfundur KFS stendur fyrir dyrum og þar á að kjósa í stjórn. Einhver sann- leikselskandi og fróm sála, sem vill fá upplýsingar um KFS og um leið veita meðbræðrum sínum hlutdeild þar í, snýr sér auðvitað rétta leið og biður formann stjórn- ar KFS um blaðaviðtal. Meðal ánnars spyr þessi fróma sála, hvort KFS hafi átt kost á að birgja sig upp með ódýr kol og spyr »Hver er sannleikurinn í þessu koIamáIi?« Aðalbjörn er ekki seinn til svara^ Jú.»SannIeikurinn ersá...« ogsíðan kemur heillöng romsa ósanninda- vaðals, sem eg nú hefi hrakið lið fyrir lið. VII. Kafli sá, sem hér hefir verið gerður að umtalsefni, úr viðtali Aðalbjörns, er í senn óskynsam- legur, ósvífinn og skaðlegur áliti KFS, og ódrengilegur. Oskynsamlðgur er hann vegna þess, að jafnvel þó hann treysti því, að kaupfélagsstjóri væri bú- inn að »týna« símskeytinu með tilboðinu, mátti hann vita, að eg gæti alltaf fengið símskeytið aftur og ósannindi hans og blekkingar hlytu að verða lýðum kunn. Osvifinn og skaðlegur áliti KFS, vegna þess, að hann ber erlendu firma á brýn svik, enda þótt hann viti, að um slíkt var ekki að ræða heldur hitt, að um vanefndir var að ræða af hálfu KFS. Ódrengilegur gagnvart mér, — sem ekki var við öðru að búast— þar sem eg var fjarverandi og gat ekki mætt á aðalfundi KFS til þess að hrekja staðleysur hans og ósannindi. Tilgangurinn helgar með- alið segja kommúnistar og Jesú- ítar, og svo mun einnig hér vera. Enda gera þeir engan mun þess, hvort um samvinpu eða beinan fjandskap er að ræða flokka á milli. Bendir þetta óneitanlega til þess, hvert fyrirmyndin er sótt og hvers er að vænta úr þeirri átt. Menn athugi vináttusamninga þá, sem Hitler og Stalin hafa gert við nágranna sína, til þess eins, að svíkja þá við hentugt tækifæri, eins og báðir þessir dánumenn nú hafa gert. í annari grein í sama blaði Mjölnis kemur þetta þó e. t. v. enn skýrar í ljós, þar ■( ; r / > f i

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.