Neisti


Neisti - 20.08.1948, Blaðsíða 4

Neisti - 20.08.1948, Blaðsíða 4
ÞAKKARÁVARP Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konunnar minuar, móður ókkar og tengdamóður RÓSAMUNDU EYJÓLFSDÓTTUR Sveinn Sigurðsson, íböm og tengdaböm. ATHUGASEMD Ákvörðun stjórnar S. R. um lán á verkamönnum barst mér í hendur hinn 7. ágúst. Tilkynnti ég verkstjóra við grjótmulnings- vélina þetta kl. 4 þann dag. Hann tjáði sig ekki undir það búinn að taka við mönnum til viðbótar, án þess að afla sér verkfæra til við- bótar, en þar eð þau væru ófáanleg á staðnum, þyrfti hann að fara til Reykjavíkur til að kaupa þau. Fór hann þann dag á leið súður. Heim kom verkstjórinn á fimmtudagskvöld hinn 12. ágúst. Kvaðst hann þá geta tekið við mönnunum, og tilkynnti ég fram- kvæmdastjóra S.R., Guðfinni Þorbjörnssyni, þetta í símtali að kvöidi þess 13., og lofaði hann að senda mennina upp eftir morgun- inn eftir. Hvað olli því, að þeir fóru ekki þann laugardag, veit ég ekki. Það eru ósannindi, að allsherjarn. hafi ekki getað tekið afstöðu til tillögu bæjarstjómarfundar um ráðstafanir i atvinnumálum fyrir þá sök, að vantað hafi frá mér upplýsingar handa nefnd- inni. Mál þetta hefur verið tekið fyrir á einum fundi og verður væntanlega búið að gera það á öðrum þegar þetta eintak af „Neista“ kemur út. Ástæðan til þess, að ákvarðanir var ekki hægt að taka á fyrri fundinum var ekki sú, að upplýsingar vant- aði, heldur voru allsherjarnefndarmenn ekki búnir að átta sig það á málinu, sem ekki var von, að þeir væm reiðubúnir að af- greiða það strax á fyrsta fundinum. Siglufirði, miðvikudaginn, 19. ágúst' 1948. GUNNAR VAGNSSON Tökum að okkur húsateikningar fyrir þá, sem þurfa að sækja um f járf estingarleyf i í haust. Vinsamlegast talið við okkur sem fyrst. SVEiHN I GISLI H.F. ROGI HNEKKT (Framliald af 1. síðu). þar sem f járhagsáætiun er samin, þegar þeirri síldarvertíð var að ljúka, eða í febrúarlok. Þá gerði hafnarnefnd og bæjarsjóður ráð fyrir um hálfri milljón úr hafnar- sjóði til hafnarframkv. Höf. segir, að mér hafi „fyrir um það bil hálfu 'ári slðan“ verið falið að leita eftir láni fyrir bæjarins hönd. Þarna er þó ekki skrökvað nema svo sem 'þrefalt, því sú samþykkt var gerð á bæjarstjómarfundi fyrstu dag- ana í júní. Næsta setning er sönn hjá höfundi: „Tók bæjarstjóri þetta að sér“. Hún er heldur ekki nema 5 orð, og Adam var ekki lengi í Paradís, þyí áframhaldið er sannanlega ósannindi. Þar segir nefnilega: „Hefur hann oft verið að því spurður, bæði á hafnar- nefndar- og bæjarstjórnarfundum, hvað lántökuumleituninni liði. Hef- ur hann jafnan látið drýgindalega yfir, sagzt hafa málið í athugun, vera að þreifa fyrir sér o.s.frv.“ Staðreyndíraar eru hinsvegar þær, að ekki hefur verið haldinn neinn bæjarstjórnarfundur um hafnar- mál frá því samþykktin um lán- tökuumleitanir var gerð, og þeim heldur ekki hreyft af neinum, á þeim tveim bæjarstjórnar- fundum, sem á tíma- bilinu voru haldnir um eitt mál í hvort skiptið eingöngu. Heldur ekki hefur þessu máli verið hreyft á neinum þeim hafnarnefndar- funda, sem haldnir hafa verið frá júní-byrjun, fyrr en á þeim fundi, sem greinarhöfundur telur sig vera að segja frá. Enn fer höfund- ur með rangt mál, er hann hefur j eftir mér, að ég hafi fengið blátt J og þvert nei hjá Sparisjóðnum hér, i og er það ósvífin tilraun til að spilla fyrir málstað bæjarins við þá peningastofnun í Siglufirði, sem ásamt Útvegsbankanum gagn- vart Rauðku-verksmiðjunni hefur sýnt sérstaka lipurð og hjálpfýsi, þegar bærinn hefur þurft á að halda. Hinsvegar hefur Sparisjóð- urinnurinn neitað að gefa nokkurn ádrátt um, að það sem ætlað er á fjárhagsáætlun i sam- bandi við togarakaupin, geti að neinu leyti orðið til ráðstöfunar fyrir bæinn sjálfan, og væri slík eftirgjöf að sjáifsögðu óbein lán- taika. Höfundur segir mig hafa flutt á þessum fundi tillögu um, að láta vinna eftirvinnu við höfn- ina. Þetta er eins og annað hjá höfundi algerlega rangt og vísvit- andi ósannindi, annaðhvort af höf- undi eða sögumanni hans, hafi hann þurft sögumanns með. SMka tillögu flutti hvorki ég né nokkur annar. Hinsvegar óskaði ég eftir, að Hafnarnefndin tæki afstöðu til þess, hvort unnin skyldi eftirvinna áfram. Upplýsti Benedikt Jónsson verkstjóri, að hann hefði lofað mönnunum við höfnina 2 tímum 1 eftirvinnu, enda yrði ekki ákvörð- un um styttingu vinnutímans tekin nema 1 samráði við vita- og hafnarmáilastjórnina. Síðan segir höfundur: „Flutti þá bæjar- stjóri tillögu um það, að sér yrði faMð að tala við vitamálastjórnina og reyna að fá samþykki hennar til að láta hætta eftirvinnunni hér við hafnargerðina." Einnig þetta er rangt. Geta menn sjálfir dæmt um, því tillaga sú, er ég flutti var svohljóðandi, eins og hún var bókuð í fundar- gerð: „Hafnarnefnd samþykkir, að beina þeirri fyrirspurn til vita- og hafnarmállastjórnarinnar, hvort hún væri því samþykk að unnir yrðu aðeins 8 tímar við hafnargerð á Siglufirði frá miðjum ágúst að óbreyttum veiðihorfum, og ef svo væri ekki, hversu lengi fram eftir haustinu vita- og hafnarmála- stjórnin æthst til að unnir verði 2 tímar í eftirvinnu.“ Hér kemur það svo skýrt fram, sem vera m!á, að hafnarnefnd ætl- aðist ekki til að hætt yrði eftir- vinnunni, án þess að vita fyrst, hvort vitamálastjómin væri því samþykk, og meira að segja gert ráð fyrir því gagnstæða. Eða telur greinarhöfundur, að hafnarverk- stjórinn hafi heimild til að lofa starfsmönnum við hafnargerð eftirvinnu lengur en vitamála- stjórnin vill vera láta? Væri ég eða hafnamefnd að gera tilraun til að „svíkja verkamenn", eins og hann svo smekklega kemst að orði, þó hafnarverkstjóri lofaði starfs- mönnum sínum eftirvinnu lengur en vitamálastjórnin ætlaðist til, að eftirvinna væri unnin? Kostnaður við hafnargerð og dráttarbarut á Siglufirði er nú kominn yfir eina milljón króna. Er það meira en 150 þúsund kr. fram yfir það, sem gert var ráð fyrir á fjárhagsáætlun. í fjárlögum ríkis- ins eru til hafnargerðar hér, að viðbættum óteknum f járveitingum fyrri ára um kr. 500 þús. Þegar lántökuumleitanirnar voru sam- þykktar í hafnarnefnd, lágu því fyrir upplýsingar um, að vinna mætti fyrir allt að 1200 —1300 þúsund kr. áður en f járveiting rík- isins þryti. Ef síldarvertíðin í sumar hefði orðið með eðlilegum hætti, hefði orðið hjá því komizt að taka lán, þótt kostnaður hefði orðið í heild ofannefnd upphæð. Ætlast höfund- ur til, að höfnin taki lán til að standa undir öllum kostnaði við hafnargerðina, eftir að ríkið hættir að leggja fram á móti ? Þess munu ekki mörg dæmi, að hafnir hafi gert slíkt. Hitt mun hafa verið algengara, að hafnir hafi tekið lán, vegna þess að tekjur hafnarsjóð- anna hafi ekki hrokkið til að standa undir framkvæmdum, móts við framlög ríkisins. Ef höfundur veit hins dæmi, að hafnir hafi tekið lán til þess að geta staðið undir framkvæmdum hjá sér einar, er hann beðinn að upplýsa það. Greinarhöfundi „Mjölnis" er vel- komið, sé honum einhver fróun í því að skeyta skapi sínu á mér, að gera sig að svo margföldum ósannindamanni og hann telur sig hafa efni á. Eg stend jafn réttur ‘eftir, eða þá jafn höllum fæti, eftir þv'í hveraig menn vilja á það líta. En hann skyldi ekki halda áfram í trausti þess, að ég nenni ekki að svara honum, og ávallt mun ég gera það undir fullu nafni. Siglufirði, 19/8 1948 Guimar Vagixsson Til lesenda! Vegna rúmleysis í blaðinu verður mikið efni að bíða nætsta blaðs, þar á meðal grein, sem taefnist „]>að er sárt til þess að vita“ og er eftir inann sem hefir verið verkamaður í 30 ár.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.