Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 12

Vera - 01.10.1982, Blaðsíða 12
„Ég er heima vegna þess aö ég get ekki hugsað mér aö missa af þessum árum meö börnunum," sagöi Hanna. „Þetta er því ef til vill fyrst og fremst eigingirni. Ég vil hafa mótaridi áhrif á börnin mín sjálf en ekki láta öörum þaö eftir." Að vera sinn eigin verkstjóri — Hvaðu kosti hefur það að ykkar mati að vera húsmóðir? Elinóra: „Tvímælalaust þaö að geta verið heima hjá börnunum sínum og sinnt þeim. Jú, og svo þaö aö þá er maður sinn eigin herra og ræöur aö mestu sínum vinnutíma og skipuleggur hann aö eigin vild, Svo hcfur maöur líka ágætan tíma til aö gefa gaum að ýmsu því sem er að gerast í kringum mann." Jónína: „En svo erum viö nú bara svo ólíkar hvaö þetta varöar. Ég er t. d. þannig gerö aö ég fer helst ekkert út nema ég sé búin aö ganga frá öllu. Ég vil ekki þurfa aö eiga eftir að vaska upp, ganga frá eöa laga til þegar ég kem heim. Ég get ekki farið út vitandi þaö aö ég eigi eftir aö gera svo margt þegar ég kem heim." Hanna: „Ég hef nú heilmikiö læknast af þessu. Ég veit aö upp- vaskiö hleypur ekki frá mér. Og í dag finnst mér ég fá vítamínsprautu 12 ,,Það þykir ekki verðmætá Viðtal við þrjár húsmæður viö þaö eitt aö fara út. Ég fæ þá alveg fítons kraft þegar ég kem heim aftur og er búin að fá svolitla tilbreytingu." Elinóra: „Ég er alveg sammála þessu. Maöur stendur yfir húsverk- unum, segjum allan morguninn og getur aldrei náö því aö sjá fyrir endann á því sem rnaður þarf aö gera. En fari maður út í smá stund, þá er maöur svo ánægöur aö koma heim aftur aö maður er helmingi duglegri fyrir vikið. Hanna: „Já, þaö er líka eins og börnin róist viö aö fá tilbreytingu." — Bresku húsmœðurnar í rann- sókn Ann Oakley voru flestar sam- mála um að það besta við húsmóð- urstarfið væri einmitt að þá vœri maður manns eigin verkstjóri. En þœr sögðust allar veru það strangir verkstjórar að þœr ættu nær aldrei frí. Pær vissu nefnilega alltaf 'af ein- hverju sem þær gátu farið að gera. Jónína: „Þetta kannast ég við. Hugsiö þiö ykkur. Ég er hér heima kannski alla fimmtudaga og föstu- daga til aö reyna aö vinna mér frí fyrir helgina. Ég tek yfirleitt í gegn hjá mér annan daginn og svo baka ég hinn daginn. Ég er aö skapa mér frí ef ske kynni að það kæmi sól eöa viö myndum fara eitthvað. Svo kemur laugardagurinn og sunnu- dagurinn og þá æði ég um eins og vitlaus manneskja, finnandi mér eitthvaö til að gera, því þá get ég hugsanlega átt meira frí í næstu viku." Hanna: „Þetta er kannski spurn- ingin um að skipuleggja og aga sjálfan sig." Jónína: „Já, en ég er bara svona ferlega kröfuhörö viö sjálfa mig. Mér finnst ég aldrei standa mig nógu vel í stykkinu." Hanna: „En að gera eitthvað. Er þaö bara að vinna heimilisverk? Er þaö ekki alveg eins aö setjast niður meö bók og slaka svolítið á?“ Jónína: „Jú, það finnst mér ofsa- lega gott aö gera á kvöldin. Eftir kl. 9 á kvöldin heimta ég aö eiga frí." — Og tekst þér að eiga alltaf frí eftir kl. 9 á kvöldin? Jónína: „Mér finnst þaö vera frí ef yngri strákurinn minn er sofn- aöur, og ég er búin aö vaska upp og ganga frá öllu sem ég þarf að gera. Þá er ég búin aö vinna mér frí og get sest niður og td. saumað eöa straujaö." — En sértu að strauja eða jafnvel að sauma, þá ertu ekki komin í frí. Pú ert ennþá að vinna. Jónína: „Já, en mér l'innst ágætis afslöppun að sauma cöa strauja." Flestum faunst þeim sjálf húsverkin leiðinleg — 70% hresku kvennanna fannst leiðinlegt að vinna sjálf húsverkin. Hvað segið þið um það? Jónína: „Það eina sem mér finnst virkilega leiöinlegt í sam- bandi við húsverkin er að ryk- suga." Elinóra: „Mér l'innst alveg óskaplega leiðinlegt að skúra. Ég get kviðiö fyrir því í fleiri tíma að fara að skúra." „Mér finnst uppþvotturinn nteð því allra leiðinlegasta sem ég geri," sagöi Hanna hins vegar og Elinóra tók einnig undir það. „Og allur frá- gangur," heldur Hanna áfram. ,,Mér linnst matargerðin og þaö að baka mjög skemmtilegt, en að ganga frá öllu leiðist mér alveg hræðilega, þrífa ofninn og eldavél- ina...“ Elinóra: „Það yrði etv. örlítið skemmtilegra að skúra ef ég vissi ekki aö þaö yrði allt jafn óhreint strax daginn eftir. Ég fyllist svo miklu vonleysi oft þegar ég er að skúra." Hanna: „Já, þarna kemur helst fram hjá manni vonleysið um aö ckkert gangi. Þaö sést aldrei neitt eftir mann í þessum verkunt." Hanna Níelsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.