Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.1983, Blaðsíða 17
Kvennaframboðið í Reykjavík er nú að undirbúa útgáfu sérstaks borgarmála- blaðs, sem verður dreift ókeypis til borg- arbúa. / því blaði verður fjallað náið um fjárhagsácetlun höfuðborgarinnar fyrir þetta ár. Af þessum sökum fær fjárhags- áœtlunin minna rúm í þessari Veru en gera hefði mátt ráð fyrir. Við birtum hér aðeins greinargerð með breytingartillög- um Kvennaframboðsins, sem Guðrún Jónsdóttir flutti í borgarstjórn þann 6. janúar, þegar fjárhagsáœtlunin var þar til umræðu og ræðu Magdalenu Schram, flutta við sama tækifæri. Búskaparlag meirihlutans Greinargerð borgarfulltrúa Kvennaframboðs- ins með breytingartillögum þeirra í fjárhags- áœtlun ársins 1983. Eins og fram kom í ræöu borgarstjóra við framlagn- ingu fjárhagsáætlunar, er fjárhagsáætlun „ætlað að lýsa ákvörðunum um ráðstöfun tekna borgarinnar á fjár- hagsárinu" og sem slík endurspeglar hún ákveðið gildis- mat. Hún sýnir glögglega hvaða málaflokka op hvaða tramkvæmdir meirihlutinn telur öðrurn mikilvæ|’ari og hvaða hópum Reykvíkinga hann vill helst hygla. Að mati Kvennaframboðsins í Reykjavík ber fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir árið 1983 það glöggt með sér að vera meðvituð aðgerð til aö bæta hag þeirra, sem standa sterkir fyrir. Tiltölulega fámennum hópi Reykvíkinga, t. d. stóreignamönnum, er gert hærra undir höfði en hinum, sem eiga sér fáa málsvara innan borgarstjórnar, s. s. konum og börnum. Hvergi sjást þess nokkur merki að gert sé átak til að jafna aðstæður eða lífskjör borgarbúa, t. d. með því að fjölga leii’uibúðum í eigu borgarinnar. Né heldur sjást þess merki, að meirihlutinn búi yfir raunverulegum vilja til úrbóta í jafnréttismálum, t. d. með því að veita stór- auknu te til framkvæmda vió danvistarstofnanir. Pvcrt á móti. Þar sem ekki er um beinan samdrátt á fram- kvæmdum í félagsmálum að ræða, er ekki gert betur en að halda í horfinu. Á sama tima er áætlað að veita stórauknu fé til gatna- °g holræsaframkvæmda, að byggja rándvra bílagevmslu tjl að þjóna 13 bifreiðum. að leggja gervigras fyrir tugi milljóna, sem einungis kemur fámennum hópi keppnis- manna í knattspyrnu til góða, að flytja ca. 20 milljónir króna frá öllum þorra borgarbúa, t. d. börnum og þeim, sem ekkert eiga, í vasa hinna, sem stærstar og dýrastar eiga eignirnar, og svona mætti lengi telja. Svo eitthvað sé nefnt, þá minnir þetta búskaparlag meirihlutans helst á búskaparlag fólks , sent ekki telur sig hafa efni á að kaupa skó á börnin sín. en ekur um á dýrustu gerð af Volvo. Ef farið hefði verið að tillögu Kvennaframboðsins um álagningu fasteignagjalda og jafnframt hætt við fyrirhug- aðar framkvæmdir við bílastæðishús í Pósthússtræti, gervigras á Laugardalsvellinum og skíðalyftu í Bláfjöll- um, hefði borgarsjóður 42 milljónir króna til skiptanna umfram það sem nú er. Til samanburðar má geta þess, að það samsvarar tæplega þriðjungi þess fjár, sem áætlað er til allra byggingaframkvæmda á vegum borgarsjóðs árið 1983. Gefur auga leið, að mcð þessuni fjármunum hefði mátt gera stórátak í félagslegum framkvæmdum, s. s. í byggingu dagvistarstofnana, en til þeirra er einung- is áætlað að verja 9 milljónum króna árið 1983. Þær breytingartillögur á rekstrarliðum fjárhagsáætl- unar, sem hér eru lagðar fram af Kvennafrantboðinu, eru að mestu leyti innan ramma núverandi frumvarps að fjárhagsáætlun. Nái þær fram að ganga vantar aðeins 850 þúsund upp á að endar nái saman. Breytingartillögur okkar varðandi eignabreytingaliði hækka þann lið í heild um 19.3 milljónir. Þessari fjárhæð hafnaði meirihlutinn með því að fella tillögu Kvenna- framboðsins um að fullnýta heintildina til álagningar fasteignagjalda. Við vísum allri ábyrgð á þeirri ákvörðun til föðurhúsanna og teljum tillögugerð okkar fullkom- lega ábyrga. Að lokum vill Kvennaframboðið taka það fram, að tillögur þess um lækkun á einstökum liðum byggjast ekki á því, að Kvennaframboðið telji fjárveitingar til þeirra liða með öllu óþarfar. Kvennafrantboðið telur hins veg- ar, að þau verkefni, sent það gerir tillögur um, séu brýnni við núverandi aðstæður.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.