Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 23

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 23
Fæðingarheimilið? þremur hæöum og haföi yfir 30 legurúmum aö ráöa þegar mest var. Þá fæddust aö meðaltali um 1000—1100 börn á ári á heimilinu og þurfti oft aö vísa konum frá sökum plássleysis. En nú er öldin önnur. Nú hírist heimiliö á efstu hæöinni og hefur aöeins rúm fyrir 13 konur þegar best lætur. Fæöingum hefur fækkaö jafnt og þétt frá árinu 1976 og á síðasta ári fæddust aðeins 382 börn á heimil- inu. Ýmislegt bendir til þess aö fæðingum þar muni enn fækka á þessu ári. Má í því sambandi nefna aö þann 26. maí s.l. höföu fæðst þar 138 börn það sem af er árinu en á sama tima í fyrra voru þau orðin 197. Þessi stofnun, sem á sinum tíma var rós í hnappagati borgaryf- irvalda, hefur um nokkurt árabil átt það yfirvofandi aö verða af- lögö. Árin 1980 tókst konum á síöustu stundu aö koma í veg fyrir að hún yröi seld ríkinu en allt frá þeim tíma hefur smátt og smátt verið saxað bæöi á starfsemi hennar og húsrými. En af hverju skyldi konum vera i mun aö varðveita stofnun sem Fæöingar á íslandi 1972—1987. rekin er meö halla einmitt vegna þess aö konur kjósa að fæða annars staðar? í okkar huga er svarið einfalt. Tilvera Fæðingar- heimilisins hefur sýnt og sannaö mikilvægi þess aö hafa starfandi tvær fæðingarstofnanir í borginni. Það skapar aukið svigrúm til að þróa nýjar hugmyndir um fæöingarhjálp og umhverfi fæöandi kvennasem kemur auövitaöfyrst og fremst konum til góöa. Konur hafa þar með rétt til að velja milli tveggja ólíkra kosta eftir því sem þeim hentar. Og þó þær velji flestar sjúkrahúsiö fremur en heimiliö nú um stundir þá er ekki þar meö sagt aö þaö val verði ríkjandi um alla framtíð. Val er m.a. háð tísku og hún er síbreytileg. Slikstundarfyr- irbrigði mega ekki ráða því hvaða þjónustu konur fá í heilbrigðis- kerfinu. Og þó kerfið skilji þetta ekki ættu konur a.m.k. að gera það og hanga á Fæðingarheimilinu eins og hundar á roöi. -isg/K.BI. 1972 1975 1977 1979 1981 1983 1984 1985 1986 1987 4722 4399 4031 4580 4439 4331 4113 3796 3853 4150 1476 1538 1870 2174 2274 2289 2209 2093 2122 2362 1062 1018 689 708 533 527 449 336 371 382 88 70 40 39 25 13 3 8 8 4 u er sú gagngera breyting sem verður áriö 1976 meö opnun Fæðingardeildar Landspítalans Heildarfjöldi á landinu ..... þar af á Fæðingardeildinni . ^ar af á Fæðingarheimilinu þar af í heimahúsum.......... oýju húsnæöi. Þá fækkar bæöi fæðingum í heimahúsum sem og fæðingum á Fæðingarheimilinum. 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.