Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 21

Vera - 01.12.1990, Blaðsíða 21
FEMINISKAR KÖKUUPPSKRIFTIR JÓLAKAKAN HENNAR MÖMMU! frá Kristínu Astgeirsdóttur, Reykjavík: „Þótt ég sé annáluð mynd- arkona, er kökubakstur ekki mín sterka hlið. Þessi angi íslenskrar kvennamenningar er mér lítt að skapi, þar sem hann veldur þembu í maga og tómleikatilfinningu sé of mikið af því gert að troða í sig dísætum hnallþórum. Þó skal viðurkennt að vissar kökur stenst ég ekki, svo sem það sem í minni fjölskyldu kallast „skóbót" og jólakaka sú sem hér fer á eftir. Hana hefur móðir mín bakað árum saman við mikinn fögnuð þeirra sem í hana komast. Þar sem ég tel mig vera feminíska félagshyggju- og samvinnukonu með léttu frjálshyggjuívafi sé ég ekki ástæðu til annars en að miðla öðrum af þessari ljúfu afurð kvennamenningarinnar sem ku vera ættuð frá Ameríku. Gjörið svo vel! 3egg 125 gr sykur 125 gr grófhakkaðar möndlur 125 gr grófhakkaðar hnetur 125 gr smátt skornar gráfíkjur 125 gr smátt skorið súkkat (sykraðir ávextir og/eða græn og rauð kokteilber) 250 gr rúsínur 125 gr hveiti 3 tsk lyftiduft Ef mikið stendur til er afar gott að leggja rúsínurnar í bleyti í romm, þá verður kakan bæði mýkri og bragð- betri. Eggin eru þeytt. Sykrin- um blandað smátt og smátt út í, síðan ávöxtunum, hnet- unum og möndlunum. Síð- ast er hveitinu og lyftiduft- inu (blandað saman) bætt út í. Deigið er sett í smurt jóla- kökuform og bakað í um það bil eina klukkustund við 175 gráður á neðstu rim ofnsins." VÍNARTERTA frá Sigríði J. Ragnar á ísafirði: Sigríður segist vera ein af þeim sem bakar alltaf eftir hendinni, en lætur VERU fá eina uppskrift sem hún gerir alltaf fyrir jólin. Uppskriftin er lík þeirri sem er í Kvenna- fræðaranum frá 1891, en Sigríður hefur breytt henni nokkuð. Heima hjá Sigríði var þessi kaka alltaf kölluð „terta". Þegar þau hjónin voru meðal Vestur-íslend- inga eftir stríð, var þeim alltaf gefin þessi terta þegar fólk vildi gera þeim eitthvað gott. í uppskriftarbókum þar hét hún Vinarterta en fólk sagði alltaf Vínarterta. Deig: 500 gr ísl. smjör 400 gr sykur 1 kg hveiti 1 sléttfull tsk hjartarsalt 1 sléttfull tsk lyftiduft 2- 3 egg (eftir stærð) 1 tsk kardimommur (ef vill) 1 tsk kardimommudropar (ef vill) Sveskjumauk: 1 kg sveskjur 2 b vatn 150 gr sykur 1 b góð rabarbarasulta 3- 4 msk plómulíkjör (Slivowitz Brandy) Deig: Ollum þurrefnunum er blandað saman, smjörið hnoðað upp í sykurinn og síðan upp í hveitiblönduna, vætt í með eggjunum. Hnoðað vel uns deigið er sprungulaust. Látið bíða góða stund. Þá er deiginu skipt í 6 jafna hluta og breytt þunnt út á ofnplötur. Allar kökurnar hafðar eins laga og jafnstórar. Bakaðar við góðan hita (ca 200 gráður) frekar neðarlega í ofninum. Látnar kólna vel. Sveskjumaukinu þá jafnað vel á milli þeirra, kökurnar settar saman og tertan látin bíða yfir nótt. Skorin í litla bita/sneiðar. Borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Ymist með kaffi eða sem ábætir. Sveskjumauk: Sveskjur og vatn soðið í mauk. Kælt. Steinarnir fjarlægðir. Sykur og sulta sett út í. Látið malla góða stund við vægan hita uns það hefur þykknað. Kælt. Þá er gjarnan sett góð sletta af plómulíkjör út í. „Ef konur vilja endilega bæta við kaloríum þá er mjög gott að setja yfir kökuna hjúp úr marsipani." 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.