Vera


Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 38

Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 38
kv nnapólitíkin 4 EFTIR KAMILLU RÚN JÓHANNSDÓTTUR kvennapólitík á íslandi í dag! Kvennapólitík á íslandi í dag fer fram á vígvellinum. Á þessum vígvelli eru það konur sem berjast hver við aðra. Þær berjast í raun ekki um annað en það hver kann best að berjast. Það er auðvitað ekki markmiðið í kvennapólitík að allir séu sammála og því síður að engin skoðanaskipti fari fram. Þvert á móti, án þess að tekist sé á um málefni, stefnur og leiðir, þó á málefnalegan hátt, komumst við ekkert áfram. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir málefnalegum skoðana- skiptum en meira borið á tilgangslausu rifr- ildi þar sem öllum aðgerðum virðist beint inn á við, að konum sjálfum og þeirra bar- áttuaðferðum. Og á meðan femínistar og aðrar góðar konur berjast um það hver berst betur þá ganga vættimar lausum hala og and- femínísk frumvörp og niðurskurður, sem fyrst og fremst bitnar á konum, rennaígegn- um þingið og konur fá enn einungis 70% af launum karla fyrir sömu eða sambærilega vinnu. Háskólinn með sín næstum því 5% konur f prófessorstöðum hefur enga stefnu hvað varðar jafnrétti kynjanna og einungis ein kona situr f ríkisstjórninni. Og rétt eins og rúsfnan f pylsuendanum þá situr bisk- upinn enn. Hver einasta kona á íslandi er hundelt af litlum skríkjandi púkum sem hlakkar í, bara svona rétt til að minna á ástandiö. Og til að toppa það virðist frasi ungra kvenna f dag vera: „Ég er á móti þvf að konur séu ekki metnar jafnt á við karla en ég er ekki femínisti." Eða: „Obboðslega er það órétt- látt að konur fái bara 70% laun á við karla, mér finnst það, en ég er samt enginn femínisti." Nei í dag styðja allir mannréttindi og frið 2000 en enginn er femínisti fyrir utan fámennan vel skilgreindan hóp sem berst á fyrrgreindum vfgvelli meðal annars um það hverjar hafa leyfi til að kalla sig alvöru femínista. Hættum að skilgreina femínista! Þessi endalausa skilgreining á þvf hverjir geta með réttu kallast femínistar og hverjir ekki. Vangaveltur um það hvort aö þessi eða hin konan sé nógu mikill femínisti, bara alls ekki femínisti, nú eða alvöru femínisti er löngu oröin þreytt og skilar engu. Vissulega er ákveðinn grunnur, ákveðnar forsendur sem femínísk hugmyndafræði byggir á og sem þeir sem kalla sig femfnista hljóta að ganga út frá. En ofan á einn grunn má byggja margskonar hús í öllum regnbogans litum. Hættum að velta okkur upp úr því hvort að Jóna sé mögulega meiri femfnisti en Gunna eða hvort að kvennalistakonur séu meiri alvöru femínistar en sjálfstæðar konur. Hættum að skilgreina hverjir mega kallast femínistar Þegar kemur að femínískri hugmyndafræði þá er mjög erfitt að tala um „political right- ness" þó að það hafi óspart verið gert hér á íslandi. Einmitt þessi hugmynd um „political rightness" í fslenskri kvennapólitík hefur að mínu mati einangrað umræðuna og dregið kraftinn úr baráttunni. Eða kannski frekar beint baráttunni að því sem ekki skiptir máli. Femínísk hugmyndafræði er þroskuð og gagnrýnin sýn á umhverfið. Hugmynda- fræði sem ekki á bara heima í hinum marg- 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.