Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 48

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 48
Agta Sigríður Björnsdóttir Bílakostur minn í gegnum tíðina hefur verið heldur hrörlegur, þó mér hafi ekki fundist það í upphafi. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var forláta Lada sem bróðir minn lét mig hafa fynr lítinn pening. Hann hafði fengið hana upp í skuld og var hún búin að standa dekkja- og felgulaus í tvö ár hjá fyrri eiganda og var farin að safna mosa og öðrum gróðri. Ég var alsæl með gripinn, pússaði hann upp, fékk ryðgaðar felgur og einhver drusludekk, gaf siðan Lödunni nafnið Mosi og fór með hann í skoðun. I mér finnst það heldur vera að aukast. Það sem er ánægjulegast er að fjölskyldan tekur meiri þátt í þessu en áður og úr verður nokk- urs konar fjölskylduhátíð. Við tökum eftir því í sýningarsölum okkar að fyrst kemur annarhvor aðilinn að skoða og síðan er kom- ið aftur með alla fjölskylduna. Börnin hafa líka sitt að segja varð- andi hvort vel fari um þau og hvernig þeim líkar bíllinn. Með auð- veldara aðgengi að fjármagni teygir fjölskyldan sig aðeins lengra í bílakaupum en áður, peningalega séð. Nú skiptir meira máli að kaupa bíl utan um fjölskylduna og með því að velja stærðina er valið öryggi. Karlar horfa meira á útlit, stærð bílsins og vélarstærð en konur horfa meira í notagildið, þ.e. hvernig er að sitja inni í bílnum, er hann með fallegar línur og er hann fallegur á litinn. Þegar búið er að þrengja hringinn þá taka þær oftast ákvörðunina varðandi lita- valið.“ Mosi rann í gegnum skoðun og þó hann væri Ijótur að margra mati þá dekraði ég við hann, tjörubar botninn og sparslaði í rifur og göt eftir því sem þau bættust við. Engan bíl hef ég dekrað eins við og Mosa enda kom hann mér klakklaust á alla þá staði sem ég vildi fara. Næstu bílar hjá mér voru í svipuðu ástandi og skipti út- lit þeirra mig ekki öllu máli. I dag sjást varla „druslur" á götunum og allir meira og minna á nýjum bílum og næstum hægt að segja að það beri óeðlilega mikið á jeppum. Ég hef það reyndar á til- fmningunni að fæstir af þessum jeppum sem sjást í Reykjavík fari nokkurn tímann út fyrir malbikið. Því þegar ég í gamla daga fór í jeppaferðir þá voru þetta ekki svona flottir jeppar - enda vorum við ekki að kippa okkur upp við það, er við fórum í fjallaferðir og lentum í hremmingum, þó svo að snjóskaflar, leðja o.fl. nudduð- ust utan í bílinn. Skynsamlegur bíll Ég ek á „skynsamlegum" bíl í dag, þ.e. station bíl - svo hentugur fyrir fjölskylduna! I huganum ek ég hins vegar á mótorhjóli eða tveggja manna sportbíl, því þó ég sé pæja á fertugsaldri, þá lang- ar mig svo að vera enn meiri pæja og er ekki frá því að ég fái þessa karlatilfmningu „að hafa mörg hestöfl á milli fótanna." Að kaupa sér bíl í dag er mun minna mál heldur en var fyrir tíu árum því aðgangur að peningum til að fjármagna kaupin er auð- veldur, burtséð frá því hvort hægt er að standa í skilum við lána- drottna. Það eina sem þarf að gera er að finna bílinn sem mann langar í, skrifa nafnið sitt á skuldabréfið og aka bílnum heim! En í ljósi þess að konur stjórna oftast fjármálunum á sínu heim- ili og oft hafa þær ákvörðunarvaldið varðandi hvernig bíll er keyptur - kaupa þær þá ódýra bíla, dýra bíla eða velja þær bíl eft- ir útliti? Ég leitaði til forsvarsmanna tveggja bílaumboða til að for- vitnast um þessi mál og hvort það væri staðreyndin að konur veldu bílana. Jóhannes Reykdal blaðafulltrúi Heklu: „Við höfum ekki sjálfir gert á þessu markvissa könnun en okkar tilfinning er að í 55-60% tilvika sé það vilji konunnar sem ráði og Björn Víglundsson markaðsstjóri hjáToyota: „I dag hafa orðið kynslóðaskipti hvað þetta varðar og eftir því sem fólkið er yngra sem kemur að kaupa, því meiri samvinna þeirra á milli. Annars er þróunin sú að það er enginn einn sem ræður frek- ar en annar, heldur er þetta ákvörðun fjölskyldunnar. Börnin fylgj- ast oft betur með nýjungum en fullorðnir. Þau vekja áhuga for- eldra sinna og eru snögg að átta sig á hvað er nýtt og spennandi. Við sjáum reyndar þegar fólk kemur inn til okkar að skoða að karlarnir fara beint að jeppunum en konurnar eru „skynsamari" og fara frekar að skoða minni bílana og því er hlutverk karlmanns- ins oft að reyna að sannfæra konuna um notagildi jeppanna. Hvað varðar aðgengi að peningum þá er það auðveldara en áður, en það þarf eftir sem áður að borga reikningana. Það hafa kannski ekki orðið neinar stórkostlegar breytingar á bílavali með auðveldari leiðum að fjármagni, aðalbreytingin er sú að fólk skipt- ir örar. Tegundum bíla fjölgar mikið og úrvalið er mun meira en áður. Þær eru því ekki margar eftir þessar steríotýpur sem velja sér hefð- bundna konu- og karlabíla.” 48 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.