Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 58

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 58
Við braggabúar vorum ekki hátt skrifuð í samféiaginu. Meira að segja krakkarnir í nágrenninu vissu það. Þau komu hópum saman í Kamp Knox og voru með allskonar fyrirgang - en svo var heimaakrökkunum alltaf kennt um. Þau voru illa uppalinn kampalýður, sagði fólkið. Þórunn og Björn ásamt dætrum sínum. 58 beinlínis kyrrsett á hafnarbökkunum úti tímum saman. Þannig var með hita- veiturör til dæmis og auðvitað töfðust allar framkvæmdir von úrviti. Hús- næðisvandræðin í Reykjavík voru svo geigvænleg að ég efast umað nútíma- fólk geti gert sér grein fyrir því. Borga varð marga mánuði fyrirfram til að komast inn í íbúð og síðan voru ekki mánaðargreiðslur eins og nú heldur varð að greiða út aftur langt fram í tím- ann. Mörgum varð þetta mjög erfitt, þar á meðal okkur. Björn, maðurinn minn, var heilsutæpur. Hann var einn þeirra íslendinga sem börðust í Spánarstríðinu gegn nasistum og særðist þá á hand- legg. Sárið hafðist illa við, tók sig upp öðru hvoru og fór þá að grafa í því. Það mun ekki hafa verið nógu vel hreinsað í upphafi. En vegna þessa var hann oft frá vinnu. Og einu sinni þegar komið var að húsaleigugjalddaga gátum við ekki borgað. Við bjuggum þá í Kleppsholt- inu. Þetta var neyðarástand því ekki var um neina tilhliðrun að ræða hjá húsráð- anda. Þá hljóp vinafólk mitt undir bagga, þau hjónin Hallbjörg Elínmundardóttir og Guðjón Halldórs- son, bróðir Sigfúsar tónskálds. Þau lánuðu okkur sumarbústað sem þau áttu skammt frá Reykjavík. En þá komu ný vandræði til sögunnar. Maðurinn sem Halibjörg og Guðjón leigðu hjá sagði þeim upp. Hann sagðist sjá að þeim væri ekki húsnæðisvant þar sem þau gætu lánað öðrum hús - og svo þyrfti hann að fá íbúðina handa dóttur sinni. Þannig mísstu þau heimili sitt fyrir góðsemina. Nú, þau urðu líka að flytja í bústaðinn og varð þá býsna þröngt. Nokkra daga bjuggum við þarna öll og skiptumst á um að kaupa í mat- inn. Samkomulagið var ágætt og þetta voru skemmtilegir dagar, en auðvitað gat þetta ekki orðið nein framtíðarbú- seta. Þá frétti bóndi minn af bragga sem hægt mundi að fá. Handhafi braggans gaf honum sín bestu meðmæli, m.a. væri þar forláta gólfteppi. Það varð úr að við tókum þetta húsnæði, þó ekki væri það freistandi. En við gátum ekki níðst lengur á gestrisni vina okkar. Svo við gerðumst braggabúar í Kamp Knox. En gólfteppið góða sáum við'áldrei því búið var að fjarlægja það." Og hvernig gekk svo í Kampinum? „Það gekk nú sannarlega á ýmsu. En þarna voru óþrjótandi verkefni til að takast á við - það var beinlínis ögrun. Við braggabúar vorum ekki hátt skrifuð í samféiaginu. Meira að segja krakkarnir f nágrenninu vissu það. Þau komu hópum saman í Kamp Knox og voru með allskonar fyrir- gang - en svo var heimaakrökkunum alltaf kennt um. Þau voru illa uppalinn kampalýður, sagði fólkið. Nú, við sáum að svo til mátti ekki ganga. Ég beitti mér fyrir því, og fékk brátt marga sam- herja, að stofnuð voru Samtök herskála- búa. Það gerðist í Kamp Knox G 9. Baráttuvettvangur var orðinn tii." Barist fyrir útrýmingu bragganna Ég gleymdi alveg að spyrja, bara hlus- ta. Þórunn heldur áfram: „Ég var alltaf virk í stjórnmálum þegar ég var ung og sem bæjarfulltrúi fyrir sósíalista barðist ég fyrir því að herskálahverfin yrðu lögð niður og íbúum þeirra gefinn kostur á mannsæmandi húsnæði og að fjölskyld- um sem brann ofan af væri ekki vísað í annan bragga. Mikil eldhætta var í bröggunum og stundum brunnu heilar lengjur, t.d. f Laugarneshverfi. Málefnið fékk stuðning frá læknum sem skildu manna best hvaða áhrif heilsuspillandi húsnæði hefur. Einnig studdi sr. lakob lónsson heilshugar málstað herskála- búa. Hann bæði skrifaði í blöðin og fór sjálfur á vettvang, t.d. þegar eldsvoðar urðu. Þá áttum við hauk í horni þar sem |ónas Árnason var en um þessar mundir var hann blaðamaður á Þjóð- viljanum. Við herskálabúar stóðum fyrir ýmsum aðgerðum, m.a. ráðstefnu um byggingamál. Segja má að þarna yrði fjöldahreyfing til því að lokum stóðu að ráðstefnunni flest stéttarfélög í bygg- ingariðnaði svo og presta- og lækna- félögin. Sr. lakob lónsson stýrði ráð- stefnunni. Benedikt Davíðsson lagði svo áætlun þá sem ráðstefnan hafði unnið fyrir bygginganefnd. Það fór auðvitað ekki hjá því að svona mikil og ákveðin barátta bæri einhvern árangur. Málið var loks tekið á dagskrá hjá bæjarstjórn og þaðyarð niðurstaðan að bærinn skyldi byggja fyrir fólk í húsnæðishraki þar sem nú stendur Bústaðahverfið. Ekki þó ókeypis eða til leigu, heldur skyidi íbúðunum úthlutað í nefnd gegn stofn- framlagi kaupenda. Þetta þýddi óhjá- kvæmilega að það fólk varð af húsnæð- inu sem mest þurfti á þvf að halda, svo sem snauðar barnafjölskyldur. Ég var á móti þessu fyrirkomulagi en bæjar- stjórnarmeirihiutanum fannst það óska- lausn og þannig var það afgreitt. Ég minnist þess að Auður Auðuns, sem þá sat í bæjarstjórn, sagði við mig: „Nú fer allt að verða léttara hjá þér, Þórunn mín, því auðvitað verður þú sú fyrsta sem fær úthlutað íbúð." „Ég ætla ekki að sækja um," svaraði ég. Auður varð mjög undrandi og lagði töluvert að mér að sækja um „vegna barnanna". En ég var ákveðin. Ég gat ekki hugsað til þess að hafa á tilfinningunni að ég væri að nota mér aðstöðu mfna - og vildi heldur ekki gera andstæðingnum það til geðs að láta stinga upp í mig slíkri dúsu." Mæðrastyrksnefnd og Mæðrafélagið Allt virðist þetta svo óraunverulegt þar sem við sitjum í sólskininu og borðum lummur með rabarbarasultu sem Þórunn hefur soðið. „Já, svo skildum við hjónin," segir Þórunn sem virðist hugsi. „Við áttum þá fjögur börn. Skilnaðir voru eitt af því sem einkenndi lífið í Kamp Knox. Heimitisfeðurnir blátt áfram gáfust upp og hurfu. Konur og börn sátu eftir. En hægt og sígandi hurfu samt braggahverfin af sjó- narsviðinu. Ekki er þó hægt að segja að mitt framlag til þessa máls hafi aflað mér sérstakra vinsælda á hærri stöðum," bætir Þórunn við glottandi „því við næstu kosníngar var ég færð niður á listanum og enn neðar í þar næstu kosningum. En ég sat þó bæði þessi tímabil, mest vegna forfalla annar- ra frambjóðenda. Svona var þetta nú." Og hvað gerðirðu svo? „Já, svo. Ég flutti að lokum úr Kamp Knox. Ég giftist aftur og við keyptum fokhelda íbúð á fjórðu hæð í blokk. Við þurftqm að múra og innrétta allt sjálf og bera allt sem til þess þurfti upp stigana. Þetta var eins og að vera stöðugt í fjallgöngu. Ég var oft þreytt. Þennan vetur var ég ófrísk að yngstu dóttur minni. Og þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.