Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 42

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 42
vera Ég veit ekki hvað maður á að kalla sárt og hvað maður á að kalla einhverju öðru nafni. Það er svo margt sem er sárt. Lífið er sárt. 42 aldri. Skáldin hugnast henni þó vel og einkum og sór í lagi Hannes Sigfússon sem hún hefur miklar mætur á eins og fram hefur komið. Stefán Hörður Grímsson hefur að hennar mati líka gert íslenskum ljóðaunnendum marg- an stórgreiðann. En sá sem margir segja að hafi verið upphafs- maðurinn að þessu öllu saman, Steinn Steinarr. Man hún eftir honum á götum Reykjavíkur- borgar á þessum árum? „Hann var svo miklu miklu ofar en óg,“ segir Arnfríður með lotningu í svipnum. „Ég leit óskaplega upp til hans, fannst hann vera hálfgert goð en hann var líka fjandi snúinn. Ég held þó að hann hafi ekki verið svona voðalega snúinn, frekar haldinn af einhverri furðulegri minnimátt- arkennd sem ég náttúrlega skildi alls ekki. Hann hafði allt til brunns að bera. En ég varð alveg hreint að gjalti ef hann nálgaðist þann blett sem ég stóð á. Ég svaraði kannski ef hann yrti á mig en það var meira af vilja en mætti. Ég gaf honum það þó ekki til kynna fremur en endranær að ég liti svona upp til hans, það gat óg ekki. Svona var þetta nú í þessu umróti," segir Arnfríður og glottir. „Þarna var saman kominn nokkuð skemmtilegur stapi af fólki, þó að enginn nyti þess vegna þess að allir voru svo hræddir við alla! Því gat ekki orðið nokkur hlutur úr þessu nema þá ennþá meiri ótti!“ Hvernig tóku þessir karlar þér? „Með góðlátlegu gríni. Annars var ég ekkert að reyna að komast að því hvað þeim fannst um mig. I námunda við þá lát óg eins og ég ætti hálfa veröldina. Þeir hafa sjálfsagt undrast hverslags voða- legt merkikerti ég væri en mér fannst ég ekki geta hegðað mór öðruvísi. Það var ekki beint vilji minn en það var ekki um annað að ræða.“ Þeir hefðu kannski að öðrum kosti rifið þig í sig? „Já, það hefðu þeir gert alveg kaldir," segir Arnfríður og hristist af hlátri. Hinu umtalaða bóhemlífi skáldanna, að hanga á kaffihúsum eða flakka um heiminn, hefur verið lýst í mörgum bókum. Hannes Sigfússon hefur tildæmis gert því góð skil í sjálfsævisögu sinni Flökkulífi og Framhaldslífi förumanns og lýsir því þar óborg- anlega þegar hann eyddi mörgum mánuðum með Steini Steinarr á fínustu kaffihúsum Svíþjóðar og Danmerkur. Þar borðuðu þeir tartalettur frá morgni til kvölds til þess eins að fá öl og snaps með. Arnfríði er þetta líf ókunnugt. „Ég fór ekkert á kaffihús eins og þeir því að ég tímdi því ekki. Það hefði ekki náð nokkurri átt að ég færi að bruðla svoleiðis með peninga. Þetta leit maður á sem hvern annan löst og var alveg fráleitt. En þarna hóngu þeir, mikil ósköp.“ Þú hefur lítið daðrað við lest- ina í gegnum tíðina. „Nei óg gerði það aldrei. Það kom ekki til. Það var bara óráðsía." Arnfríður hlær og bætir við: „Og óg hafði enga ráðsíu til þess að gera að óráðsíu." Nokkru seinna kynntist Arnfríður öðru nýjungagjörnu skáldi og með þeim tókst mikil og góð vinátta. Það var Ásta Sigurðardóttir. „Ásta var mikið yngri en ég,“ segir Arnfríður og það bregður fyrir söknuði í svip hennar. „Sjö ár eru nokkuð mikið á þessum aldri. En eftir að við kynntumst gekk ekki hnífurinn á milli okkar og hún var heimagangur hjá okkur mömmu þó að við hefðum tæpast aðstöðu til þess að hýsa hana. Hún gat líka verið svolítið erfið með víni, þó að hún væri yndisleg manneskja." Fannst þór hún frábrugðin öðrum konum á þessum árum? „Já, hún var svo leiftrandi gáfuð og hæfileikarík. Það var afskapleg sorg að horfa upp á hana því það var alveg auðséð hvert hún stefndi. Hún drakk eins og brjálæðingur. Ef hún komst í vín var ekkert sem hét fyrirstaða, hún bara drakk, eins og hún væri óð. Það var fátt sem gat stöðvað hana. Hún endaði oftast heima hjá okkur þegar hún var að ná úr sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.