Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 7

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Qupperneq 7
mæðraskoðun þar til fyrir 2-3 árum, þannig að konur þaðan koma nú í skoðun til Patreksfjarðar, svo og konur af Barðaströnd og Rauðasandi. Síðastliðið sumar var mjög lagt að Patreksfirðingum að spara í heilsu- gæslu. Kom þá upp m.a. sú tillaga að leggja niður stöðu ljósmóður á staðn- um, þannig að hjúkrunarfræðingur tæki við mæðraeftirlitinu, og allar konur fæddu annarsstaðar. Ymsum þótti þetta þó ómögulegt, þar sem allir voru vanir því að ljósmóðir væri ætíð til taks jafnt á nóttu sem degi til hjálpar ófrískum konum hvað sem fyrir kæmi, og fór svo að lokum að sjúkrahússtjórnin samþykkti ekki tillöguna. Þannig standa málin til febrúarloka, og erfitt er að vita hvort tillagan er úr sögunni, eða hvort aftur verði „ráðist að“ ljósmæðrastöðunni á Patreksfirði. Byggt á símtali við Ástu Gísladóttur í jan. 1997. S.P. Frá skrifstofu LMFÍ Ljósmæður athugið. Þær ljósmæður sem sinna heimaþjónustu þurfa nú að framvísa ljósriti af leyfisbréfi ykkar frá heilbrigðisráðuneytinu þegar þið fáið greitt frá Tryggingastofnun ríkisins. Afritið er geymt hjá TR þannig að þeir geta alltaf flett því upp og athugað hvort viðkomandi hefur tilskilin réttindi. SjÁLFSTÆTT STARFANDI LJÓSMÆÐUR. Undanfarið hefur verið þó noklcuð um að ljósmæður tilkynntu til embættis Héraðslæknis að þær hyggðust starfa sjálfstætt í Reykja- víkurlæknishéraði. Héraðslæknisem- bættið leyfir sér að minna ljósmæður á lög nr. 67/1984 um ljósmæður þar sem skylt er að leggja fram starfsleyfi og skilríki. Starfsmenntunarsjóður. Að gefnu tilefni vekur stjórn starfsmenntunarsjóðs athygli á að ekki er hægt að greiða fyrir veitta styrki úr sjóðnum nema frumrit af nótum fylgi umsókninni. Ef nótur fylgja ekki umsókninni og koma seinna er styrkurinn greiddur á næsta fundi sem er þrem mánuðum seinna. Minnincakort ljósmæðra. Þau eru til sölu hjá Ljósmæðrafélagi Islands og á mörgum sjúkrahúsum landsins. Upplýsingar fást hjá Dýrfinnu Sigurjónsdóttur ljósmóður í símum: hs. 367-4364 vs.560-1130. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.