Einherji


Einherji - 16.12.1974, Blaðsíða 6

Einherji - 16.12.1974, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ 1974 E I N H E R JI Mánudagur 16. desember 1974. „Noröurland allt...“ í desember 1974 án með fastagj. fastagj, ReykjavOt (6,85) 7,81 Hafnarfj. og Eeykjanes 6,81 7,76 Selfoss og Hveragcrði 6,70 (7,63) Akranes og Borgarnes 6,18 (7,04) Sauðárkrókur 6,80 (7,75) Siglufjörður 5,60 (6,38) Akureyri 6,31 (7,19) Rafmagnsveitur ríltisins 8,40 (9,57) — Ertu farinn að nota varastöðina til raforkuvinn- slu í vetur? — Já, þegar vatnslækkun í lóni virkjunarinnar var far- in að verða um 10 cm. á sól- arthring fórum við að nota varastöðina, böfum við kieyrt út 400 tew. grunnafl með henni, frá 5. des., seim gerir 9-10 þús kwst. á sólarhring og er kostnaður við þessa teeyrslu 70 þús. terónur á sól arhring. Auðvitað má búast við meiri keyrslu þegar nær dreg ur jólunum og álagið vex. — Hvenær er áætlað að taka nýju virkjunina í notlt- un, og hefur orku frá henni verið ráðstafað? — Áformað er að taka nýju virkjunina í notkun fyr ir áramót 1975-’76. Ekkert hefur komið fram, sem ætti að teoma í veg fyrir það, sem mér er kunnugt um. Vélar á að afgreiða í ágúst og september 1975 og uppsetn- ingu og prófunum ætti að vera lokið um miðjan desem- ber. Ákveðið er að tengja saman orkuveitusvæði Steeiðs fossvirkjunar og samveitu- svæði Skagafjarðar á næsta ári. Verið er að yfirfara áætl- anir um þessa samtengingu, ssm er forsenda samnings um aukin viðskipti milh RARIK og Rafveitu Siglu- fjarðar. Við höfum sefct fram hugmynd um venjulega styrka samtengingu til Sauð- árkróks, sem geti tryggt mieiri aflfluitning á milli þess- ara staða, og kemur þar inn að sjálfsögðu hugmyndir um nýtingu á rafonku í skaufc- köfclum, sem viðbótarhita- gjafi við Hitaveitu í Siglu- firði. Ef þessi tenging hefði ver- ið komin á í truf'lrmum á orkuveifcusvæði Skagafjarðar í dag hiefði verið hægt að flytja til þeirra 1500 kw., seim við vorum aflögufærir með þá dagana. i Einnig hefði verið hægt í I annan tíma að minnka diesel ! 'keyrslu á því svæði það sem jaf er þessu ári, en hún er lOrðin 6,6 Gwst. á fyrstu 9 mánuðum ársins. Kostnaður við þá lorkuvinnslu 50 rnillj. króna som er um 30% af iþe'im kostnaði, sem við höf- um bent á til samtengingar. Blaðið þakkar rafveitu- stjóra skýr og greinargóð svör. Jóhann Jóhannsson, sjðtugur RAFBJER si. RAF8JER sí. Hljómplötur Kasettur Úrval við allra hæfi RAFBÆR s.f. HITACHI hljómflutningstæki ferðaútvörp kasettutæki RAFBÆR s.f. KENWODD hljómflutningstæki Hreini tónnin er úr Kenwodd RAFBÆR s.f. Rafmagns- heimilistækin fást í Rafbæ Hoover AEG Braun RAFBÆR s.f. JÖLASERÍU - úrvalið er í RAFBÆ s. f. Óskum öllu starfsfólki voru og viðskiptavinum g;!eðilegra jóla og gæfuríks komandi árs Síldarverksmiðjur ríkisins Jóhann Jóhannsson Þann 7. nóv. sl. varð Jóhann Jóhannsason, fyrrverandi skólastjóri við Gagnfræða- SKÓia tíiigiufjarðar, sjötugur. i Jóhann er fæddur að Hall- dórsstöðum í Eyjafirði, son- ur hjónanna Jóhanns Sigurðs 1 sonar og Stefaníu Sigtryggs- ' dóttur Efcki varð sambúð : þeirra hjóna löng, Jóhann lést á fyrsta búskaparári þeirra, áóur ien sonurinn fæddist. iÞannig eru og hafa oft verið örlög íslenskra mæðra, að sjá á bak fyrir- vinnu og standa einar uppi með börnin. I þessu tilfelli átti ekkjan þann möguleika að fá skjol hjá foreldrum sín um að Halldorsstöðum til aó ala frumburð sinn og fá þar aðstoð í móciætinu. Tveim árum seinna giftist Stefania ööru sinni, Pétri Tómassyni, og reistu þau foú að Arnar- stöðum í Eyjafirði. Þeim varð sex barna auðið og eru þrjú þeirra á lifi. Jóhann ólst að mesfcu upp hjá móðir sinni og stjúpföður að Arn- arstöðum, en naut í ríkum mæh ástúðar og umhyggju af a síns og ömrnu á Halldórs stöðum, þar sem hann var oft langdvölum. Hafa þau án efa lagt mikið af mörkum til uppfræðslu hans og átt ríkulegan þátt í uppeldi hans og mótun. Eins og fcífct var í þá daga var lífsreynsla afa og ömrnu oft betri en lang- seta á skólabekkjum nú. Fá- tækt var á uppvaxtarheimili Jóhanns, eins og algengt var um alþýðuheimili til sveita á fyrsta og öðrum árafcug aldarinnar. Börnin urðu snemrna að vinna ieins og þrek og heilsa leyfðu, annað þekktist vart og varð því skólagangan að bíða um sinn, og mun það hafa valdið Stef- aníu nofckrum áhyggjum, að geta efcki styrkt scn sinn til náms. Þeigar fjölskyldan flyt ur til Akureyrar 1925 varð hægara um vik og settist Jó- hann þá í Gagnfræðaskólann á Akureyri og síðan í MenntaSkóiann og lauk það- an sbúdentsprófi 1930. Þetta vor varð mikið um dýrðir í skólanum, því þá var minnst hálfrar aldar almæli skólans, sem stofnaður var að Möðru völluim 1 Hörgárdal 1. okt. 1880, og lað Möðruvöllum var nú nýstúdentum afhent próf- skírteini sín. Síðan hélt náms foraut Jóhanns áfram í Há- skólann og þaðan lauk hann kandídatsprófi í guðfræði 1935. Það að hann valdi guð- fræði mun hafa komið til af tvennu, hann óist upp á guð- ræknu heimili og svo hitt að liann telur sjálfur að séra Þorsteinn Briem, sem lengi var prestur á Grundárþing- um, hafi haft djúptæk áhrif á sig. Ekki lét Jóhann hér staðar numið, hann stundaði fram- haldsnám í kirkjusögu við Jppsalaháskóla 1937-38. j^ann fór til nárns og ‘kynnis- -erð til Bandaríkjamna í boði Bandaríkjastj ómar 1956. Hann kynnti sér skólamál í Þýskialandi og á Norðurlönd- um 1957. Jóhann var settur kennari við Gagnfræðaskól- ann á Siglufirði 1. okt. 1935 og skipaður 1937. Þegar hinn kimni skólastjóri Jón Jóns- son frá Böggvistöðum í Svarf aðardal lét af skólastjórn við skólann, varð Jóhanm fyrir valinu og var hann skipaður skólastjóri 1. okt. 1944, en hafði áður verið settur í for- föllum Jóns. Jóhann tók við Skólanum í þröngum húsa- kynnum á loftinu í Siglu- fjarðarkirkju, þar ríkti góð- ur skólaandi og þar var oft skemmtilegt og hlýlegt. Jó- hann lagði milkla rækt við að þar væri gott félagslíf, þar voru haldmar kvöldvökur, málfundir, taflfundir og ým- isskonar önnur félagsstarf- semi fór þar fram, sem því miður hefur dreigist mjög saman á síðari árurn í flest- um skólum. Jóhann átti eftir að fylgja nemendum sínum og samkennurum í rúmgott og veglegt skólahúsnæði, þar sem hann lét sér mjö-g annt um alla umgengni og velferð nemienda sinna og samstarfs- mannia. Takmank Jóhanns var ávall-t það, að virkja það góða sem í nemendum hans bjó og búa þá sem best und- ir lífið, gera þá að betri og nýbari þjóðfélagsþegnum. Á s. 1. hausti lét Jóhann af störfum við skólann, eftir nær fjögurra úratuga far- sælt skólastarf. Það er lang- ur starfsdagur við sömu stofnun og nær öllum Sigl- firðingum ómetanlegt. Þeir munu því vera margir sam- borgarar Jóhanns, semmunu nú á þessum tímamótum sendia honum þaikkir sínar og fcveðjur. Auk 'hinna erilsömu skóla- starfa tók Jóhann mikinn þátt í ýmsum félagsmálum, því hann er anikilul félags- málamaður. Hann hefur ver- ið í stjórn Siglufj'arðardeild- ar Rauða-Krossins frá stofn- un deildarmnar, formaður stúdentafélags Siglufjarðar um margra ára skeið, í stjórn Norræna félagsins um langt árahil, í sóknarnefnd Siglu- f jarðar frá 1957, í yfirskafcta nefnd 1956-62, ýrnist í undir- eöa yfir kjörstjórn mörg undanfarin ár. Hann var um- dæmisstjóri Rotary-Interna- jtionale á Islandi 1962-63. Um langt árabil virkur félagi í íkarlakómum Vísi og í stjórn hans um árabil. Þannig mætti lengi halda áfnam, en ihér Skal staðar numið, en af þessari upptalningu má marka, að Jóhann lagði hverju góðu máli hð. Jóhann hefur aldrei staðið einn í lífsbaráttimni, hami kvæntist Aðialheiði Halldrórs dóttir fná Bakkaseli á Öxna- dal, hinni mætustu heiðuns- konu, þann 9. ofct. 1943 og hefur hún búið manni sínum og bömum hlýlegt heimili. Þeim vanð þni-ggja bama auð ið, Jóhann Heiðan læknin, sem stundan nú fnamhalds- nám í Svíþjóð, Stefaníu Maríu, hjúkrunarkonu í Reykjavík og Jónínu sem stundar nám við kennara- háskólann í Reykjavík. iÉg vil að lokum senda Jó- hanni mínar bestu þakkir sem gamall nemandi hans, þakkir fyrir bömin mín sem hjá honum hafa numið, þakk ir fyrir margvísiega sam- fylgd og samstarf á liðnum árum og óska þeim hjónum og börnum þeirra blessunar á ógenginni æfibraut. Siglufirði 10. des. 1974 Sltúli Jónasson MOLALUNDUR óskar öllum landsmönnum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökk fyrir viðskiptin á árinu. MÚLALUNDUR Árrnúla 34 — Reykjavík

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.