Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 Fréttir DV Líkmenn í haldi út aprfl Líkmennimir í Nes- kaupstað Jónas Ingi Ragn- arsson, Grétar Sigurðarson og Tomas Malakauskas verða í gæsluvarðhaldi til 30. aprfl samkvæmt úr- skurði Héraðsdóms Reykja- víkur í gærkvöldi. Rann- sókninni á iáti Vaidasar Juceviciusar verður brátt lokið hjá Rfldslögreglustjóra og málið sent til rfldssak- sóknara sem gefur út ákær- ur í málinu. Ríkislögreglu- stjóri fór fram á að halda mönnunum fram að dómi. Rökin fyrir því em að að- ferðir þeirra hafi verið óvenjulega harkalegar og að þeir eigi yfir höfði sér þunga dóma. Dóvegna garnastíflu í áliti Þóm Steffensen sem kmfði og rannsakaði líkið lést Vaidas vegna þess að garnir hans stífluðust vegna eiturlyfjahylkjanna sem hann gleypti til að smygla amfetamíninu inn í landið. Vaidas lést að morgni 6. febrúar en lík hans fannst í höfninni við netabryggjuna í Neskaup- stað að morgni 11. febrúar. Lögreglan hefur náð að upplýsa að Vaidas hafi veikst fljódega eftir að hann kom til landsins. Frá 3. til 6. febrúar voru honum útveg- uð hægðalosandi lyf. Svo var honum gefið Contalgin. Lögmenn gagnrýna Vaidas lést í íbúð Tom- asar Malakauskas við Furu- grund í Kópavogi. Um mið- nætti sunnudaginn 8. febr- úar losuðu þremenning- arnir lfldð úr teppinu á netabryggjunni, þyngdu það og stungu fimm göt á lfldð með hnífi til aö hleypa úr því lofti. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jónas- ar llagnarssonar, gagnrýnir harölega að krufningar- skýrsla hafi ekki verið lögð fram með gæsluvarðhalds- kröfunni en upplýsingar úr henni hafi komið fram í sjónvarpinu í gær. ITann segir ekki rök fyrir því að halda skjólstæðingi sfnum svo lengi í gæsluvarðhaldi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir fjárdrátt innan fikniefna- lögreglunnar aðeins tengjast Halli G. Hilmarssyni, næstráðanda yfirmanns hennar. Ríkissaksóknari er byrjaður að safna gögnum til að fylgja eftir erindi lögreglustjór- ans í Reykjavík. tengjast einum lögreglumanní Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, kveðst telja að mál Halls G. Hilmarssonar, næstráðanda yf- irmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, sé einangrað tilvik. „Það eru engar grun- semdir um að aðrir starfsmenn embætt- isins tengist þessu máli, eða að um sé að ræða önnur tilvik." Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykja- vík, hefur sent rfldssaksóknara erindi um son rSSL hugsanlegt brot innan lögreglunnar. Að- IReykjavik kveðst telja spurður hvort rannsoknm nat vröar en til að fjárdráttarmál Halls segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari enga Halls Hitmarssonarsé ákvörðun hafa verið tekna um það. „Það er einangrað tilvik. ekkert farið að huga að slíku. Við bíðum eftir gögnum sem lúta að þessu máli, en það er ekkert sem kemur fram í erindi lögreglunnar að um annað sé að ræða,“ segir Bogi. Ekki náðist í Hall vegna málsins í gær. Ragnheiður Davíðs- dóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS og fyrrum lögreglumaður til margra ára, þekkir Hall ágætlega. Hún segir þessar fréttir hafa komið sér mjög á óvart og síst trúað því upp á Hall að hann hafi brotið af sér í starfi. „Þetta er mannlegur harmleikur en ég þekki Hall ekki nema af góðu. Hann er vænn piltur og þægilegur í allri umgengni," segir Ragnheiður. Fyrrverandi lögreglumaður sem vann lengi með Halli segist þó ekki hafa orðið hissa þrátt fyrir að slíkar fréttir séu sláandi. Hann segir það kjánaskap að slá eign sinni á fé sem lögreglan tekur af sakborningum. Hallur tók 900 þúsund krónur í pening- um sem hirtar voru í fíkniefnamáli sem hann rannsakaði. Málið komst upp fyrir tilviljun þegar sakborningurinn spurðist fyrir um féð. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri staðfestir að hann hafi veitt Halli lausn frá störfum. „Böðvar Bragason lögreglu- stjóri leitaði til mín og óskaði eftir því við mig að ég veitti Halli Hilmarssyni lausn frá störfum. Ég féllst á lausnar- beiðnina í gær (fyrradag) og fól Böðvari að kynna fulltrú- anum þessa ákvörðun," segir Haraldur. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Hallur tók 900 þúsund krónur í peningum sem hirtar voru í fíkniefnamáli sem hann rannsakaði. Máliðkomst upp fyrir til- viljun þegar sakborningur- inn spurðist fyrir um féð. Hallur G. Hilmarsson Næstráðanda i fikniefna- lögreglunni var veitt lausn frá störfum í fyrradag eftir að i Ijós kom að hann stal 900 þús- und krónum afsak- borningi i fikni- efnamáli. Segip fjárdrátt aðeins Leitin að stjórnarandstöðunni Svarthöfði rankaði við sér í gær- dag þar sem hann stóð á götu- horni og góndi £ kringum sig. Hann fann á sér að honum lá lífið á að muna eitthvað, finna eitt- hvað, komast á snoðir um eitt- hvað, en hann gat ekki fyrir sitt litla líf munað eftir því hvað það var. Og hann mundi ekki einu sinni hversu lengi hann hafði stað- ið þarna á þessu horni, þótt hann rámaði í að hafa fariö að heiman frá sér um morguninn, staðráðinn í aö ljúka einhverju aðkallandi verkefni. En svo hafði verkefnið smátt og smátt gufað upp úr huga hans þangað til hann stóð þarna gapandi á götuhorninu og vissi ekld sitt rjúkandi ráð. Það flögraði um huga Svart- höfða hvort honum væri kannski farið að förlast svona almennt, kannski væri þetta ráðleysisástand upphafið á Alzheimer eða ein- íl 1 v.> >« Svarthöfði hverjum öðrum hrörnunarsjúk- dómi. Og Svarthöfði skjögraði inn á næsta kaffihús og bað um fjór- faldan expressó til að reyna að ná áttum. Og smátt og smátt náði Svart- höfði að jafna sig og það fór að rifj- ast upp fyrir honum að hverju hann hafði verið aö leita. Loks stóð það honum kýrskýrt fyrir hug- skotssjónum. Já, hann hafði farið að heiman algerlega harðákveðinn í að finna stjórnarandstöðuna á íslandi. Hann hafði verið ákveðinn í að leita uppi össur Skarphéðinsson og Steingrím J. Sigfússon og Guð- jón Arnar Kristjánsson og allt þeirra fólk og hann hafði ætlað að spyrja hvað liði eiginlega stjórnar- andstöðunni. Þeirri stjórnarand- stöðu sem þeir þremenningar höfðu allir boðað að yrði svo hörð, en hefur síðan ekki bólað á og er svo máttlaus aö Davíð Golíat Oddsson forsætisráðherra kemst upp með það á Alþingi að líkja henni við „litla karla". Hvar er harkan, góðir hálsar? ætíaði Svart- höfði að spyrja. Hvar eru málefnin, hvar er stefnan, hvar er þrótturinn, hvar er andinn, hvar er falska gamla góða íjögra gata flautan mín En leitin skilaði engum árangri. Það var sama hvar og hvernig Svarthöfði leitaði, hvergi fann hann stjórnarandstöðuna. Og að lokum hafði lagst yfir hann sá sami drungi og einkennir stjórnarand- stöðuflokkana, þangað til hann stóð þarna á götuhorninu í al- gleymi tilgangsleysis og deyfðar. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.