Akranes - 01.08.1942, Blaðsíða 4

Akranes - 01.08.1942, Blaðsíða 4
4. AKRANES Ó L. B . BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness III., 2. Sjávarútvegurinn. 1. kafli. Meðan utgerðin var rekin að alda gömlum hætti Frh. Árið 1789 voru hér á Akranesi að eins 67 menn, þá voru hér þessar 10 jarðir: Ivarshús, Teigakot, Heima- skagi, Efri og Neðri Sýrupartur, Bræðrapartur, Breið, Lambhús, Há- teigur og Miðteigur, og voru þær all- ar til samans 60 hndr. að dýrleika. Þá áttu búendur hér aðeins 9 skip og báta, en aðkomuskip voru mörg, þar á meðal átti Ólafur Stephensen stipt- amtmaður skip eða bát á hverju býli. Þá voru hér og þessar tómthúsbúðir: Nýibær, Hestbúð, Krosshús, Hannes- arbúð, Skarðsbú, Ásbúð, Þilbúð eða Norðurbú. Rétt fyrir aldamótin 1800 byggðist svo Nýlenda. Bjarni hreppstjóri í Lambhúsum var sá eini, sem þá átti bæði skip og bát; hann var hinn mesti sjósóknari. Á áratugnum frá 1789—1799 fædd- ust á Skaganum aðeins 23 börn, voru 6 þeirra óskilgetin. Um aldamótin eru skip og bátar orðnir 12. Árið 1803 kom Magnús Stephensen að Innra- hólmi eftir föður sinn Ólaf stiptamt- mann, átti hann þá einn 35 skip, og báta. Þá átti hann og allan Skagann nema Miðteig, en hann átti þá Hannes biskup Finsen. Á 18. öldinni var hér svo að segja enginn efnamaður. Hefir sjórinn eins og alltaf verið misbrestasamur, oft verið almennt og mikið fiskileysi, er auðsætt að ekki mátti miklu muna um afkomuna. Nóttina milli 7. og 8. jan. 1798 kom hér óhemjumikið flóð. Var sagt, að þá hafi verið bátfært upp um allar mýrar, meðan flóðið var mest. I því flóði eyðilagðist Breiðin gersamlega og var ekki byggð í 73 ár á eftir. Þar bjó þá Ari Teitsson, langa-langafi Vil- hjálms Benediktssonar í Efstabæ. Var þá Dýrfinna, dóttir Ara í vöggu 12 vikna gömul. Var vaggan hengd upp í baðstofumænir í flóðinu um nóttina, en baðstofan og flestar byggingar þar brotnuðu. Stóð fólkið á veggjunum sjóinn í hná og komst ekki burt. Er talið að Ari hafi þá orðið mjög efna- lítill og fluttist þá þegar þaðan að fvarshúsum. Á fyrsta fjórðungi 19. aldarinnar átti AlSranes erfitt upp- dráttar, gekk allt saman, og var fá- tækt mikil. Um og eftir 1820 munu hafa verið hér í eigu Akuurnesinga að eins 2—3 skip. Þá voru hér ákaflega léleg húsakynni yfirleitt og mun þeirra getið í öðrum þætti. Árið 1829 voru hér 114 manns. — Hafði þá fjölgað um 47 menn á 40 ár- um. 1839 eru hér orðin 17 skip og bát- ar. Verzlunin var á þessum árum mjög erfið og sótt til Reykjavíkur. Kaup- menn í Reykjavík áttu hér tvö salt- hús. Annað þeirra stóð nálægt Neðsta- Sýruparti (Bjarna Jóh.), en hitt ná- lægt þar sem var pakkhús Jóhanns heit. Björnssonar. Á vertíðum var þar látið úti salt og keyptur fiskur fyrir brauð, tóbak og brennivín. Það voru einustu timburhúsin sem þá voru til á Skaga. Hallgr. Jónsson segir, að þá hafi hér verið notuð einskeptusegl nema á tveimur bátum, það voru svo kölluð Rafndúkssegl, en það var nafn- ið á hinum fyrsta útlenda segldúk. — Nokkrir bátar voru með klofamastri og skautasegli, en flestir með einu spritsegli og sumir höfðu fokku líka. Enginn hafði kröku eða dreka en allir stjóra. Skipin þrjá, um 24 fjórðunga á tveimur færum, ,.og þó rak samt“, segir Hallgrímur. Um 1840 hafði fólkinu fjölgað svo að þá voru hér 183 menn. Þá var efn- aðasti maður hér Halldór hreppstjóri í Nýjabæ, átti hann Breiðina og girti hana alla með grótgörðum sem stóðu alla tíð þar til fyrir nokkrum árum, að Haraldur Böðvarsson steypti upp þessa garða. Þá var og Jón Arason á Miðteig allvel efnaður og heppinn sjómaður. Eftir 1850 fer ýmislegt að færast hér í betra horf. Hingað koma og vaxa upp margir nýtir menn og duglegir sjómenn, skipum fjölgar smátt og smátt. Meðal þessara manna má nefna Tómas Zoega í Garðhúsum, síðar á Bræðraparti, afi Geirs Zoéga vega- málastjóra, hann var hagleiksmaður og vel gáfaður. Smíðaði hann skip og báta og þótti vel takast, hann var og smekkmaður á byggingar, skemmtinn og fróður um marga hluti. — Hann drukknaði 3. nóv. 1862, við 13. mann, milli Reykjavíkur og Akraness. 1 Nýjabæ bjó þá Einar Þorvarðsson, maður Gunnhildar ljósmóður á Bakka. Það voru foreldrar Halldórs á Grund, fyrri manns Ragnheiðar. Þeirra dóttir er Petrea Jörgensen á Grund. Flestir afkomendur Einars Þorvarðssonar munu hafa drukknað. Af þeim er þó lifandi Jón Halldórsson, nú á Vestur- götu 19 hér. í Lambhúsum bjó um þetta leyti Magnús Sigurðsson, lang- afi Níelsar Kristmannssonar og þeirra bræðra. 1854 kom svo Hallgrímur Jónsson hreppstjóri á Miðteig hingað, gerðist hann brátt umsvifamikill og ötull, framfaramaður á öllum svið- um. Hann átti fleiri en eitt skip, og var sjálfur formaður. Þessa merki- lega manns mun annars staðar verða getið. Milli 1850 og ’60 voru fasta- kaupmenn í Reykjavík farnir að senda skip upp á Krossvík til þess að kaupa og selja vörur sem frjálst var að verzla með. Er talið, að með í bland hafi flotið vörur sem ófrjálst var að verzla með. Kaupmennskan á Kross- vík var Akurnesingum, og þá ekki síð- ur héraðinu í heild til mikils hagræð- is, þar sem það létti mikið á flutning- um á nauðsynjum og ferðalögum, en allir slíkir flutningar fóru fram á opn- um skipum, sem af hlauzt oft mikið manna- og skipatjón. Um 1860 fer smátt og smátt að illlllllll 1111111111111111111111111111111111111111111)1111lltlllllllllllllllllllllllllllllllllr I AKRANES I | ÚTGEFENDUR: Nokkrir Akurnesingar. E I RITNEFND: Arnljótur Guðmundsson. | | Ól. B. Björnsson. | Ragnar Ásgeirsson. | GJALDKERI: Óðinn Geirdal. | AFGREIÐSLUMAÐUR: Jón Árnason. | | Blaðið kemur út 10 sinnum á ári. | | Áskriftargjald: 8 kr. árgangurinn. | | ísafoldarprentsmiSja h.f. § = 3 uilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll koma í Ijós ýmsar framfarir, húsa- kostur fer batnandi, skipum og bát- um fjölgar. Afli var góður á þessum árum. Batnar þá vitanlega fljótt í búi, því að þá stóð allt og féll með sjón- um. Fólkinu smáfjölgaði þá líka, og er nú röskir 200 manns. Um þetta segir Hallgrímur hrepp- stjóri svo: „Færðist nú flest í annað og betra horf, hver kepptist við ann- an að eiga bát sinn og býli. Á þessum áratug eignaðist hver einasti ábúandi býli sitt, og enginn var öðrum háður í mannslánum. Hver mátti róa þar sem honum þótti bezt, og mun á þessu tímabili Skagamönnum hafa liðið einna bezt, jafnvel þó framfarirnar væru meiri seinna“. Fénaði fjölgar verulega, kartöflu- rækt eykst að mun. Þess var áður get- ið að kaupmenn sendu skip til verzl- unar á Krossvík. Þeim þótti höfnin óróleg, en hvað þetta snerti mun betri lega á Lambhúsasundi. Vegna þess var farið að hugsa til sundsins, og 20. júní 1859 lóðsaði Tómas Zoéga tvö kaupskip á sama flóði inn á Lamb- húsasund í fyrsta sinn. Þótti það djarft tiltæki en lukkaðist vel, segir Hallgrímur.Enn segir hann í fyrirlestri sínum um Skagann: ,,Nú fóru ýmsir framandi ferðamenn að fara um Skag- ann og gista þar, sem aldrei höfðu komið nær honum en að Ytrahólmi. Allt þetta kom Skaganum í meira álit, því öllum þótti plássið fagurt. Sannað- ist það hér sem annars staðar, að um- ferð og samgöngur færa lönd og hér- uð í nánara samband, og leiða hæfi- leikana í ljós hvarvetna“. Árið 1863 settist hér að skozkur niðursuðumaður, James Ritchie að nafni, hann var hér aðeins sumarmán- uðina á ári hverju. Hann byggði timb- urhús nálægt Bakka og setti þar á fót niðursuðuverksmiðju og rak hana til 1875. Hann sauð niður ýsu, lúðu og lax, einnig eitthvað af kjöti. Þannig er sagt, að Jón nokkur, sem bjó í Ól- afsdal, áður en Torfi kom þangað, hafi seinasta ár sitt, rekið hingað til Ritchie 200 sauði, en kjötið af þeim var soðið niður. Ritchie þessi var mesti ágætismaður, áreiðanlegur í viðskipt- um, menntaður og prúðmenni hið mesta. Er taliði að hann hafi sýnt í hvívetna mikinn þrifnað og reglusemi og hafi það komið fram hér í mörgu eftir veru hans. Ásmundur á Háteig man eftir Ritchie hér þjóðhátíðarárið og fór hann með konungsfylgdinni á Þingvöll, en fór árið eftir alfarinn, og þá til Brazilíu. Einhverjir munu hafa verið hér við þennan rekstur eftir hann í tvö ár eða svo, en hjá þeim fór allt í mola, því ólíkir voru þeir Ritchie

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.