Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 2

Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 2
18 AKRANES ara véla hafa unnið landsmönnum og út- vegnum markvíst gagn á margan veg. Fyrst með því að vera vandir um val véla. Með því að útvega aðgengilega skil- mála á þeim meðan þess var mest þörf. Og sumir hverjir með því, að telja það skyldu sína að annast af mikilli nákvæmm innfluttning hverskonar varastykkja. Aft- ur á móti virðist sem sumir hafi kapp- kostað um of að ná í einhverja vél til að selja einhverjum án tillits til öryggis eða* endingar, og látið sig litlu skifta, hvort hér væru til varahlutir ef til þyrfti að taka. í landi, sem notkunin er svo lítil sem hér, hlýtur hinn mikli fjöldi tegunda að vera mjög vafasöm eða vanhugsuð, svo ekki sé meira sagt. Verksmiðjur mjög misjafnar. Sumar þeirra standa mjög skamma stund. Fara á höfuðið eða renna saman við aðrar. Þannig hefur það komið fyrir, að samskonar vélar hafa ekki feng- ist eftir nokkur ár, og enn síður stór eða smá varastykki til þeirra. Færri tegundir mundu hinsvegar skapa margvíslegt og markvíst öryggi og sparn- að í innlendri og erlendri mynt. Eitt veiga- mikið atriði um ending véla er að sem sjaldnast sé skipt um vélamenn. Fjöldi vél- anna eykur á þessa hættu, því vélamaður, sem fer af einum bát á annan, kemur þá oftar en ella að nýrri og nýrri vél, sem hann sjaldan hefur séð eða vanizt og þekkir lítil deili á. Hlýtur það út af fyrir sig að auka áhættu en minnka öryggi að sama skapi. Nú skulum vér athuga innflutning báta- véla og vélahluta nokkur undanfarin ár. Árið 1926 fyrir 203 þús. kr. — 1927 — 375 — — — 1928 — 710 — — — 1929 — 1203 — — — 1930 — 555 — — — 1931 — 260 — — — 1932 — 178 — — — 1933 — 549 — — — 1934 — 424 — — — 1935 — 304 — — 91 stk. — 1936 — 185 — — 73 — — 1937 — 249 — — 113—. — 1938 — 363 —— — 150 — — 1939 — 817 — — 194 — Meðaltal öll þessi ár er því rúmlega 455 þús. kr. Auk þess hefur á eftirfarandi tilgreind- um árum verið innfluttir mótorhlutar sem hér segir: Árið 1935 54476 kg. fyrir kr. 178387.00 — 1936 29100 — ----------125282.00 — 1937 54382 -----------225597.00 — 1938 50870 -----------215166.00 — 1939 91595 -----------375305.00 Eða að meðaltali á ári 254 þús. kr. Þegar taldar eru vélar í stærr i og smærri skipum er tegundafjöldi sennilega um 70 talsins. Ef hinsvegar aðeins er tek- ið tillit til stærri skipa og báta, flokkast þetta svo samkv. sjómannaalmanakinu 1940. Þar er heildartala mótora 557 stk. 34 tegundir með samtals 30207 hestöfl- um. Sundurliðun þannig: Af • 10 tegundum 1 vél 10 — 3 — 2 vélar 6 — 4 — 3 — 12 — 2 — 4 — 8 — 1 — 5 — 5 — 6 — 6 — 8 — 8 2 — 12 — 24 — 14 — 14 — — 19 — 19 — — 31 — 31 — 1 34 — 34 — 2 — 35 — 35 — — 47 — 47 — ; 57 — 57 — — 85 — 85 — I -— 121 — 121 34 teg. 557 vélar Síðasta vélin í skránni er June Munk- tel, 121 stk. með tæp 10 þúsund hestöfl. Frá stríðsbyrjun hefur tegundafjöldinn enn aukizt nokkuð, og síðan er vitanlega enn örðugra með öll varastykki fyrir utan alla aðra meinbugi á þessu sviði. Af þessum á sjá, að allar þessar verk- smiðjur hafa hér í rauninni ekki mikilla hagsmuna að gæta. Þær dregur skammt á veg þessi viðskipti við ísland. Þess er því vart að vænta, að þær Ieggi mikla vinnu eða fjármuni í næga varahluti, sízt á mörgum stöðum á landinu. Enn síður er þess að vænta, að þessir mörgu umboðs- menn vélanna séu yfirleitt svo fjársterkir, að þeir geti bundið mikið fé í slíkan lager, auk annarra vara, sem þeir að sjálfsögðu verzla margir með. í upphafi þessarar greinar var minnst á möguleikann um smíði innlendra mótor- véla, en dregið í efa hvort sú leið væri rétt og skynsamleg. Skipulagsnefnd atvinnumála athugaði þetta eitthvað í samráði við forstjóra Lansmiðjunnar og vélfræðiráðunaut Fiskifélagsins. Nefndin fékk umsögn þess- ara manna um þetta mál, svo sem sjá má í áliti nefndarinnar bls. 384—387. Þar segir m. a.: 1. að „þeir hafi undanfarið rannsakað möguleika fyrir að gera þessa smíði innlenda, og hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki einungis unnt, heldur bendi líkur til þess, að þetta geti orðið hinn mesti hagnaður fyrir bæði iðnað og útgerð, auk þess sem þetta skipti miklu fyrir gjaldeyrisjöfnuð landsins . — Ennfremur segja þeir: 2. „um ^ hlutar af verði vélanna séu vinnulaun og mundi því veita allmörgum iðnaðarmönnum at- vinnu. 3. Að innlendir mótorar yrðu gerðir eftir þörfum og kröfum íslenzkra fiski- manna og miðaðir við þá staðhætti og vinnubrögð, sem hér væri til að dreifa. 4. Að eina leiðin sé að finna hér upp alveg nýja gerð, sem hafi alla þá kosti, er margra ára reynsla fiskimanna og fag- manna um notkun mótora hafi kennt, að þurfi að vera sameinaðir í þeim mótor, sem talizt getur öruggur og hagkvæmur fyrir íslenzka fiskiflotann". Að síðustu stenduur: „Hér skulu til- færð nokkur atriði, sem sýna hverjum manni það ljóst, að innlend mótorsmíði gæti orðið til hagsbóta: 1. Innlendir mótorar yrðu smíðaðir eftir þörfum og reynslu fiskimannanna og miðaðir við þá staðhætti, sem íslenzkir bátar verða við að búa, og það fyrir- komulag, sem er á notkun mótora hér á landi. 2. Mótortegundum mundi fækka til muna í bátum, sem yrði til mikilla bóta, bæði um viðhald og endurbætur mótoranna, varahlutaforða og þekkingu manna á gæzlu og hirðu mótovanna. 3. Varahlutir í hina innlendu mótora myndu æfinlega vera til á staðnum, en það er til ómetanlegra hagsbóta frá því sem nú er, því oft kemur fyrir, að bátar verða að bíða 2—3 vikur eftir því að fá varahluti í mótorinn, jafnvel á miðri vertíð, og tapar ef til vill við það bezta aflatímaniun. 4. Með innlendri mótorsmiðju kemur það af sjálfu sér, að hér rís upp fullkomið viðgerðarverkstæði fyrir mótora. En það er eitt af því, sem eykur mjög mik- ið þann kostnað, sem útgerðin hefur af mótorkaupum og viðhaldi þeirra nú, að hér er ekkert viðgerðarverkstæði, sem fært er um að taka slitna mótora til við- gerðar og reyna þá að henni lokinni, áður en þeir eru settir í bátana aftur. Það er alveg víst, að ef slíkt verkstæði væri hér til, myndi það draga mikið úr mótoraskiptum í fiskibátum, og þar með innflutningi nýrra mótora og þeim kostnaði, sem af þeim leiðir, bæði bein- línis og óbeinlínis. 5. Erlendur gjaldeyrir myndi sparast til muna, þar sem reikna má með því, að verð hráefnis þess, sem mótorinn þarf, verði ekki-nema um það bil /i af verði hans. 6. Vinna í landinu eykst til muna, þar sem eins og hér að framan er getið, skapast atvinna fyrir um það bil 80 menn, sem að mótorsmíðinni myndu vinna, þegar hún er komin á rekspöl". Það er mjög svo þakkarvert, að menn hugleiði, rannsaki og álykti um mál, sem svo almenna þýðingu hafi sem þetta. En slík stórmál er hin mesta nauðsyn að skoð- uð séu ofan í kjölinn. Að þar sé ekki að- eins dregið fram, sem mælir með fram- kvæmd þeirra, heldur engu síður það, sem torveldar hana eða gera framkvæmdir vafasamar. Aðeins með því móti er hægt að vænta hinnar réttu lausnar, er í hverju máli er æskilegast að finna. í þeim efnum má engin tilfinningasemi, vonir eða óskir komast að, heldur raunveruleikinn einn og umbúðalaus. í álitinu virðast einmitt um of koma fram vonir þeirra og óskir um hvað æski- legast væri, án nógu veigamikilla raka fyrir möguleikum þessa, þegar á allt er Iitið. Það virðist um of vera sniðgengið að draga fram í dagsljósið erfiðleika þá og

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.