Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 4

Akranes - 01.06.1943, Blaðsíða 4
48 AKRANES ÓL. B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness, III., 9. Sjávarútvegurinn 5. KAFLI. ÚTGERÐIN FÆRIST í AUKANA Hér að framan hefur nú nokkuð verið lýst aðdraganda hinnar all- miklu mótorbótaútgerðar hér, eig- endum bátanna o. fl. Eftir að hér er komið sögunni fjölgar bátunum ör- ar, þeir gömlu hverfa burt og aðrir stærri koma í staðinn. Þykir því ýmsra hluta vegna réttara að geta hér eftir um eigendur og útgerðar- menn bátanna, sem og breytingar þær, sem verða á bátaeign þeirra, en hirða minna um rétta raðtölu þeirra. Við það verður málið ef til vill ekki eins flókið og ekki eins mikið „torf“ til aflestrar. Bjarni Ólafsson. Hann er fæddur á Litlateig 28. febrúar 1884, sonur Ólafs Bjarnasonar Brynjólfs- sonar dannebrogsmanns á Kjaransstöð- um og Katrínar Oddsdóttur prófasts á Rafnseyri Sveinssonar. Bjarni byrjaði þegar um fermingu að stunda sjó sem flestir unglingar á Akranesi á þeim tíma. Fyrst á opnum skipum og svo á skútunum. Kappgirni hans og hugdirfð- ar varð fljótt vart, og þótti mörgum nóg um, hve lehgi hann stóð við færi sitt á skútunum. Hann haíði snemma hug á því að menntast eitthvað og fór því árið 1906 á Stýrimannaskólann og lauk þar námi á aðeins einum vetri með einhverri hæstu einkunn, sem þar hefur verið gef- in. Þetta sama ár lét hann, svo sem fyrr er sagt, ásamt fjórum öðrum ungum mönnum héðan byggja mótorbátinn Fram. Var Bjarni þegar ráðinn formað- ur á bátinn og hóf hann á honum í árs- byrjun 1907 sína miklu og alkunnu far- mennsku og afburða sjósókn. Þetta þótti Bjarna of lítið framtíðar- verkefni. Hann hefur hugsað sem marg- ur íslendingur á undan honum „út vil ek“. Hann seldi því sinn hlut í Fram, tók saman pjönkur sínar og sigldi til Englands 1910. Nokkuð á þriðja ár stundaði hann þaðan togaraveiðar í Hvítahafið og hingað til Islands með Englendingum. Bjarna voru þegar ljósír yfirburðir togaranna til fiskveiða fram yfir hin gömlu tæki okkar hér heima, þess heldur sem skip þeirra og tækni í þessari grein voru í sífelldri framför. Það leyndi sér heldur ekki, að Englend- ingar höfðu mikinn og vaxandi áhuga fyrir þessum veiðum á íslandsmiðum. Honum var þó enn ljósast, að íslending- ar máttu ekki láta þá eina um þessar veiðar. Þeir yrðu að fylgjast vel með í þessum efnum til jafns við þá, og verða a. m. k. hlutfallslega ekki eftirbátar þeirra. Undir því taldi hann velferð vora komna, því aðal lífsvon vor og afkoma væri vitanlega og yrði fyrst og fremst bundin við sjóinn. Nokkru eftir heimkomuna tók hann sig því til, gekk á milli manna og hvatti þá tíl kaupa á togara af þeirri gerð, sem svaraði kröfum tímans til að gera héðan út. Á þeim tímum voru hér ekki miklir peningamenn, sumir vantrúaðir eins og gengur, enda þótti í mikið ráðizt, og varð ekkert komizt áfram með þetta. Bjarni var stórhuga, kappsfullur og þótti illt að láta hlut sinn, þar sem hann þóttist vera á réttri leið um að efla al- menningsheill. En þegar hann gat ekki sameinað Akurnesinga um þetta mál, kom honum ekki til hugar að sækja slíkt undir aðra, þó ekkert hefði verið hægara, því að hann var margsinnis bú- inn að sýna, hvað í honum bjó og hverju honum var trúandi til. En fyrir þessu barðist hann fyrst og fremst fyrir Akra- nes, því að Akranesi ætlaði hann að vinna, svo sem hann vann, og sýndi æ síðan. Þrátt fyrir þessi vonbrigði hugði Bjarni engan veginn að hverfa frá sjón- um, en honum nægði ekkert smátt og ekkert hálfkák. Hann var brautryðjandi mótorbátaút- vegsins og því enginn viðvaningur í þeim efnum, hann hugsaði sér því þá þegar að láta byggja fyrir sig stærsta mótorskipið, sem enn hafði verið smíð- að hér á landi, því helzt vildi hann, að það væri smíðað af íslenzkum höndum. Hann samdi því við ungan skipasmið í Reykjavík að smíða fyrir sig 20 tonna bát, sem þá þótti stórt skip. Þetta var hinn happasæli Hrafn Sveinbjarnarson. Valið á nafni bátsins, svo langt og ó- hentugt sem það var að ýmsu leyti sem bátsnafn, gefur nokkra hugmynd um hug og innræti Bjarna. Hrafninn var 20.84 smálestir að stærð, og var sett í 1 ann 20 hk. Scandia-vél, en þá þótti á- gætt að hafa hestafl á tonn. Smíði báts- ins var hafin 1913 og var óvenjulega Laustbyggður og svaraði fullkomlega kröfum tímans, kom hann fullbúinn til fiskveiða til Akraness 2. marz 1914. Þá var stýrishús bátsins fram undir miðju dekki, en var við næstu vélaskipti fær't aftur þar sem það er nú, aftur við mast- ur. Bjarni var sjálfur formaður á bátnum og enda þótt nú þætti Hrafninn ekki sjófært skip með 20 hk. vél, sótti Bjarni sjóinn fast. Fór hann til viðlegu í Sand- gerði á vetrarvertíðum en í útilegur undir Jökul síðari hluta vertíðar og á vorin. Þótti honuin ekki gaman að koma heim nema með hlaðið skip, og var oft vel látið í. Á síldveiðar fór hann á sumr- in á snurpu, þó lítill væri. Þannig var hann á móti Nönnu úr Hafnarfirði 1916. Bjarni var lengi skipstjóri á Hrafni og síðar lengi Jón bróðir hans. 1939 var báturinn seldúr Ólafi G. Ein- arssyni í Keflavík. Hrafn Sveinbjarnar- son var hin mesta happa- og gæðafleyta og færði Akurnesingum margan ugga á land. 1915 lét Bjarni byggja fyrstu stein- bryggju, sem byggð var í Lambhús- sundi, var það örlítið sunnar en stein- bryggjan, sem þar er nú. Var hún byggð fram af tveim skúrum, er hann lét reisa þar áður; en þar stendur nú fiskhús B. Ólafsson & Co. Mynd sú, sem hér fylgir af Hrafni er með stýrishúsinu. í sinni upphaflegu mynd, og liggur hann þar við þessa bryggju. 1920—25 var Bjarni skipstjóri á mb. Kjartan Ólafsson, sem hann þá keypti hálfan af Þórði Ásmundssyni. Árið 1926 var selt á opinberu uppboði smyglara- skipið Siegfried, gufuskip, 141 tonn að stærð, sem gert hafði verið upptækt. Keypti hann skipið ásamt Bjarni Ólafs- son & Co. og Þórði Ásmundssyni. Voru þegar gerðar á því viðeigandi breyting-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.