Akranes - 10.09.1943, Blaðsíða 1

Akranes - 10.09.1943, Blaðsíða 1
11. árgangur. Akranesi í september 1943. 9. blað Efnahagur bæjarfélaga Fyrir nokkru gerði ég að umtalsefni hér í blaðinu stefnu Alþingis í skatta- málum, og sýndi fram á það, að mögu- leikar bæjarfélaganna til þess að afla sér tekna með útsvarsálagningu hefðu verið skertir á undanförnum árum með síhækkandi ríkissköttum. Því hefur verið svarað til, að bæjarfélögin mættu vel við þetta una, að efna hagur þeirra hefði batnað til mikilla muna, og sum- ir kaupstaðirnir mættu teljast ríkir. Þessi skoðun byggist vafalaust á því, að tekjur bæjarbúa eru miklar móts við það, sem áður var, og þrátt fyrir hækkandi ríkisskatta geti bæjarfélögin haft ríflegri tekjur en áður. Eftir þess- um mælikvarða ætti bæjarfélag að vera ríkt þá stundina, sem efna hagur bæjar- búa er sæmilegur, en fátækt meðan tekjurnar eru litlar. Að nokkru leyti er rétt að meta fjárhag bæjarfélagsins eftir efnahag bæjarbúa, en margt fleira kemur hér til álita. Algengasti mælikvarðinn á efnahag einstaklinga er það, hve miklar eignir þeirra eru og hve miklar skuldir hvíla á þeim. Þennan sama mælikvarða má nota að því er snertir bæjarfélögin, og skiptir þá ékki eins miklu máli og ætla mætti, hvort eignirnar eru arðberandi eða ekki. Fljótt á litið virðast óarðbær- ar eignir, svo sem skólpveita, vegir, gangstéttir, götulýsingartæki, landvarn- argarðar o. s. frv. litlu máli skipta, þeg- ar um er að ræða, hvort bærinn sé rík- ur eða fátækur, en það er síður en svo að málinu sé þannig varið. Bæir, sem flest eiga ógert verða að leggja mikið fé af mörkum til þess að koma nauð- synjamálum sínum í framkvæmd, til þess þarf svo mikið fjármagn að það háir stórlega flestum slenzku bæjanna. Þótt efnahagur bæjarbúa batni um stundarsakir, verður bæjarfélagið lítið ríkara fyrir því. Fram til þessa hefur Akranes verið í flokki þeirra bæjarfélaga, sem flest hafa átt óunnið, þótt þetta hafi að vísu breytzt lítilsháttar undanfarandi ár. Ár- ið 1940 námu eignir bæjarsjóðs umfram skuldir röskum kr. 9 þús. Eignir bæj- arins voru aðallega barnaskólahúsin tvö, elliheimilið og húseignin Nýborg, auk útistandandi lána og fyrirfram- greiðslna. Nú hefur að vísu verið byggð vatnsveita, mikið holræsakerfi hefur verið lagt, og flest hús eiga nú aðgang að holræsum, unglingamenntun hefur verið komið í fast horf með stofnun gagnfræðaskóla og byggingu nauðsyn- legs skólahúss, bærinn hefur eignast hús yfir skrifstofur sínar, sparisjóðinn og fundarsal fyrir bæjarbúa o. fl. mætti fram telja, en þrátt fyrir þetta er mjög mikið óunnið, svo sem bygging sjóvarn- argarða, sjúkraskýlis, elliheimilis, nýs barnaskólahúss, gangstétta o. fl. o. fl. Hér að framan hefur aðallega verið rætt um hinar óarðbæru eða líttarð- bæru framkvæmdir, framkvæmdir þær, sem telja má arðbærar, beint* eða óbeint geta og kostað bæjarsjóð mikið fé. Öllum er ljóst, að mikið þarf að auka hafnarmannvirki bæjarins, en lítil von er til þess, að hafnarsjóður geti greitt þann kostnað, s. m af því leiðir. Að und- anförnu hefur bæjarsjóður lagt mikið fé í framræslu Garðalands. Þetta mann- virki getur fært bænum mikið óbein- línis, ef það yrði til þess að tryggja bæj- arbúum nokkurt öryggi á atvinnuleys- istímum, en vafamál er, hvort har n fái það, er hann hefur lagt fram beinlínis. Eins og áður hefur verið að vikið, er margt óunnið af nauðsynjamálum bæj- arins, og e. t. v. háir það þróun hans meir en flest annað, sér í lagi þegar þess er gætt, að samkvæmt lögum verður bærinn að leggja fram mikið fé til margs annars en þess, að koma fram- kvæmdum þessum heilum í höfn, svo ekki er hægt að verja nema nokkrum hluta teknanna í því skyni. Bær, sem á svo mikið ógert, vt rður ekki talinn efn- aður, jafnvel þótt nokkuð rakni úr fjár- hag bæjarbúa um stundar sakir. Að- staða bæjarins væri allt önnur, ef flest nauðsynjamál hans væru komin í fram- kvæmd, þa væri bærinn betur undir það búinn að mæta örðugleikum, og þá væri hægt áð lækka útsvör og álögur. Ef svo væri, væri unnt að halda því fram, með nokkrum rétti, að bæjarfé- laginu væri vorkunnarlaust að bjarga Gagnfræðaskólinn Eins og kunnugt er tekur gagnfræða- skólinn til starfa nú í haust. Aðsókn að skólanum er mun meiri en vænta mátti, og yngri deildin verður vafalaust full- skipuð. Aðsókn þessi bendir til þess, að rekstur gagnfræðaskóla á Akranesi sé tryggur fjárhagslega séð, en lögin um gagnfræðaskóla ákveða að framlag rík- issjóðs til gagnfræðaskóla miðist við fjölda nemenda, og veltur því á miklu að deildir skólans séu fullskipaðar. Mörgum þótti nokkur vafi leika á því, hvort hægt væri að gera ráð fyrir svo mikilli aðsókn, sem þörf er á, en nú hef- ur reynslan skorið úr þessu. Unglingum, sem leita eftir starfi, verður með ári hverju nauðsynlegra að hafa aflað sér meiri menntunar en barnaskólarnir veita, og sér í lagi á þetta við um þá unglinga, sem ætla að afla sér nokkurrar sérmenntunar, t. d. g'uiga í sjómannaskóla, stunda iðnaðarnám o. s. frv. Iðnaðarmenn hafa t. d. rætt um það, að láta unglinga, sem lokið hafa gagnfræðaprófi ganga fyrir öðrum ung- lingum, hvað iðnaðarnám snertir. Ef lögð verður .herzla á það í hinum ný- stofnaða gagnfræðaskóla, að kenna hag- nýtar námsgreinar, getur skólinn á margan hátt veitt unglingum þá fræðslu er að haldi kemur. En nauðsyn ber til þess; að skólinn láti fleira til sín taka en kensluna eina saman. Æskulýður í sjáv- arþorpum hefur ekki við margt að vera í frítímum sínum, en það hefur á margan hátt skaðleg áhrif, ekki sízt á atvinnuleysistímum. Nauðsyn ber til þess, að kennarar' skólans styðji eftir megni heilbrigt félagslíf nemenda. sér, þótt ríkisskattarnir' hækkuðu til mikilla muna, eins og raun ber vitni. Hér að framan hefur aðstaða Akra- ness verið rakin nokkuð. Ef aðstaða annarra bæjarfélaga er svipuð, væri nauðsynlegt að stefna Alþingis í skatta- málum væri athuguð vandlega. Kæmi þá tvennt til greina, að lækka hina sí- vaxandi ríkisskatta eða að ríkið tæki meiri þátt í nauðsynlegum rekstri bæj- arfélaganna. — Verði engin breyting á stefnu Alþingis í þessum efnum, ber nauðsyn til þess, að bæjarfélögin gæti réttar síns vandlega og stofni til öflugra samtaka sín á milli í því skyni.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.