Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1959, Blaðsíða 13
TÍMARIT VFl 1959 41 Þetta sig verður við það, að samsvarandi magn af vatni pressast úr jarðveginum. Það vatn þarf að komast brott og timinn, sem það tekur, er háður þykkt jarðvegs- ins og því, hve vatnsþéttur hann 'er. Eins og málið liggur fyrir hér, yrði að gera ráð fyrir að þetta sig tæki mörg ár. Hjá slíkum jarðefnum má ekki búast við þvi að sam- þjöppunin geti orðið jöfn alls staðar, heldur verður að gera ráð fyrir að hún sé mjög breytileg, bæði í lóð- réttri og láréttri stefnu. Það verður þvi að búast við áberandi missigi, sem næmi einum eða jafnvel fleiri desímetrum. Ekki er hægt að segja fyrir um það, hvar slíkt missig kemur fram. Það sig, sem hér hefur verið rætt um, er háð þrýst- ingi, vatnsþéttleika og þykkt jarðvegsins. Það nálgast ákveðið mark eftir þvi sem tíminn líður og verður hin árlega breyting smám saman minni og minni. Sjá 11. mynd. af umferðarþunga. Núningsmótstaðan verður þá engin að svo stöddu, fyrr en vatnið hefur minnkað eða horfið. Styrkurinn gegn þverkröftum er því nær eingöngu háður samloðuninni, en hún er fallvölt eins og áður var sagt og getur horfið, ef ei'tthvað er rótað i jarðveginum eða gatan ofreynd aðeins einu sinni. Hin mikla samþjöppunarhæfni mýrarjarðvegsins i götustæði Miklubrautar ásamt litlum styrk gegn þver- kröftum gera jarðveginn að eins lélegu undirstöðuefni fyrir götu og hugsast getur. Dr. Leussink dró þá ályktun af þessu, að það kærni ekki til mála að byggja varanlega götu á þessum jarð- vegi, heldur yrði að gera sérstakar ráðstafanir. Ráð til úrbóta fyrir undirstöðu Miklubrautar. Þá var athugað hvaða ráðstafanir væru tiltækilegar, sem mættu teljast fullnægjandi, — að sjálfsögðu miðað við þær forsendur, sem ég hefi áður getið um, að Mikla- Stadt fteykjavik Strapenbauabteilung Auftrag Nr 257 w eo Zeit-Setzungsdiagramm. 30 1,0 30 60 30 SO 90 100 UO UO 11. mynd: Sambandið milli samþjöppunar og tíma hjá mýrarjarSvegi á sama stað og dýpi og á 10. mynd. En svo er önnur tegund af sigi, sem kemur til við- bótar hjá jarðvegi, þar sem mikið er af lifrænum efn- um. Eðli þess sigs er ekki eins vel þekkt, en talið er að það sé i sambandi við rotnun hinna lífrænu efna. Þetta sig heldur áfram með jöfnum hraða, eftir því sem tím- inn liður. En eins og fyrra sigið er það breytilegt frá einum stað til annars og kemur þvi jafnframt fram sem missig. Styrkur jarðefnisins gagnvart þverkröftum er mikils- vert atriði fyrir burðarþol efnisins. Þessi styrkur er myndaöur úr tveim liðum, samloðun (kohaesion) og innri núningsmótstöðu. Samloðunin er hér afleiðing af þeim leifum af plöntu- tágum, sem mynda jarðveginn. Hún er stöðug stærð, með- an jarðvegurinn er óhreyfður. En sé einu sinni búið að trufla þetta samhengi, þá hverfur samloðunin. Þá hegð- ar efnið sér líkt og seigur vökvi við áhrif umferðar- þunga. Hin innri núningsmótstaða fer eftir þeim þrýstingi, sem ríkir í hinu fasta efni jarðvegsins. Þegar mikið vatn er í jarðveginum, tekur vatnið, en ekki fasta efnið, við þeim þrýstingi, sem skapast af snöggu álagi, t. d. braut ætti að vera aðalumferðargata og fyrir þunga- flutninga. Þær helztu ráðstafanir, sem íhugaðar voru, eru þessar: 1. Sandfylling er lögð á götustæðið, en mýrin sprengd brott með sprengiefni, undan sandfyllingunni. Þar sem búið var að reisa hús við götuna og leggja leiðslur í hana, kom þessi leið ekki til greina. 2. Breiðir skurðir eru grafnir beggja vegna við göt- una. Þykk sandfylling lögð á götustæðið, sem þrýstir mýrarjarðveginum til hliðar, út í skurðina. Ekki mögulegt hér af sömu ástæðum og fyrr er greint, auk þcss ccm það hindrar umferð og tekur of langan tíma. 3. Fléttur eða mottur úr hrísi eða viðjum eru lagðar á jörðina og síðan fyllt ofan á þær 0,5 til 1,5 m þykku sand- eða malarlagi. Þetta er hollenzk aðferð. Á þennan hátt er myndað einskonar ,,viðbent“ burðar- mannvirki, sem verkar þungadreifandi. En það hvorki flýtir fyrir sigi né minnkar það og afleiðing af að- ferðinni er hár viðhaldskostnaður. Aðferðin getur því ekki hentað hér. 4. Þurrkun jarðvegsins með þvi að gera lóðréttar, 20— 30 cm víðar borholur og fylla þær með sandi. I

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.