Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 11

Akranes - 01.03.1945, Blaðsíða 11
AKRANES 35 Hér er mynd af fyrstu fiskhúsum Lofts Loftssonar og Þórðar Ásmunds- sonar. Þau stóðu rétt ofan við bryggjuna í Steinsvör, gaflinn sneri að Suðurgötu, en hlið að Bárugötu. Fólk sést á myndinni, en fátt af því þekkist með vissu, nema fullorðna fólkið. Lengst til vinstri er Þorvaldur Ólafsson frá Bræðraparti, Jón Sveinsson prófastur og Einar Ásgeirsson í Landakoti. er þá að mestu hætt að breiða á sléttar klappir. Dálítið er líka breitt á þár til gerða hlera (rimla) úr timbri, sem standa á þar til gerðum „búkkum". Fiskreitur sá, er Thor Jensen lét byggja, er nú stækkaður og stór reitur gerður á Breiðinni. Byggðir eru stórir reitar á. Krosshús- og Heimaskagalóð, við Litlateigsvör, í Litlateigs- og Lambhúsagarði, á Götuhúsa- og Presthúsakampi, á Stillholti og Sólmundarhöfða. Fram yfir 1874 er hér engin bryggja (og engin að sunnan- verðu, fyrr en Thor Jensen kemur og byggir bryggju í Steins- vör 1895). Urðu menn þá að bera allt á bakinu að skipi og frá. (Að vísu var það og líka oft og lengi gert eftir að bryggj- urnar komu, því að þær náðu svo skammt miðað við það mikla fjöruborð, sem hér er). Var það mikið erfiði í viðbót við allan „vaðalinn“, sem þessu var samfara. Þætti slíkt nú ekki boðlegt og heldur engin „heilsuvernd11 í misjöfnu veðri. Þetta var líka eins og áður er sagt, erfitt og jafnvel hættulegt vegna hálku á slíi, þara og þangi, hvort sem það nú var á sléttum klöpp- um eða í stórgrýti. Var þetta vitanlega þess óhægara og erfið- ara, sem lítt var dregið af sér við þessi vinnubrögð. Þegar menn t. d. báru hálfa tunnu af salti (75 kg.) á bakinu á hálum hleinum. Það hefur varla verið létt verk eða hættulaust. Líklega hafa þeir fyrstir byggt bryggjur í sundinu, Þor- steinn Guðmundsson og Snæbjörn, sitt hvora, og mjög í sama mund. En við Krossvík byggir Thor Jensen fyrstur bryggju, eins og áður segir. Þá bryggju færir svo Böðvar vestur í sund eftir að hann kaupir eignir Jensens við Steinsvör. Ritchie mun fyrstur hafa gert hér bryggju. Var það stutt hjólabryggja, sem hægt var að færa fram og aftur eftir sjáv- arföllum. Um svipað leyti eða lítið seinna bjuggu þeir Hallgrímur hreppstjóri, Árni í Heimaskaga og Ritchie út bátaspil, til að draga upp með báta og skip, einnig nýnefnda hjólabryggju. Segja mér kunnugir menn, að þetta muni vera fyrsta spil hér á landi af þessu tagi. Var það notað hér löngu eftir síðustu aldamót. Hefur hugmyndin eða fyrirmyndin líklega verið frá Ritchie. Bryggja þessi mun hafa verið 14—16 álna löng. — Bjuggu verzlanirnar sér fyrst slíkar bryggjur. Árið 1908 byggði svo hreppurinn steinstöpla bryggju í Steinsvör, þar sem gamla bryggjan hafði áður staðið. 1915 byggir Bjarni Ólafsson fyrstu steinbryggju í Sundinu. Þar byggir hreppurinn svo steinbryggju 1925—26, og síðar tré- bryggju nokkru norðar. En 1929 er svo hafin undirbúningur að varanlegum hafnarbótum að sunnanverðu, en frá því verð- ur nánar sagt í öðrum þætti. Fiskurinn var lengi vaskaður úti í smástömpum, fyrst oft- ast af karlmönnum, en síðar miklu fremur af kvenfólki. Það kom líka fyrir, að menn tóku fiskinn í báta út á sjó og vösk- uðu hann þar. Áður en burstarnir komu til sögunnar, vöfðu menn saman netaflækjur og notuðu fyrir bursta. Síðar var vaskað undir þaki í þar til gerðum stórum körum, sem tóku mikinn sjó. En síðast var vaskað í sæmilega upphituðum hús- um. Lengst af var fiskurinn ekki saltaður úr vaskinu, en í seinni tíð var það gert. Þótti sá fiskur mikið hvítari, auk þess sem hann geymdist betur í óþurrkum. Lengst af var hann seldur laus í skip þau, er fluttu hann til útlanda. Seinna var honum öllum pakkað í striga og má geta sér til um, hvort betra hafi verið. Fram til 1915 eða svo eru allir þorskhausar hertir og etnir heima eða seldir til sveitamanna, var gangverð þeirra 3—4 kr. hundraðið af fullstórum hausum. Eftir þann tíma fer að smá draga úr sölumöguleikum, og má víst segja að þessi verk- un og verzlun á þennan hátt þekkist vart eða ekki eftir 1920 eða þar um. 1927—1928 fara Norðmenn að sækjast hér eftir hörðum fisk- úrgangi til útflutnings. Er þá farið að halda þessu saman til þeirra hluta. Gáfu þeir nokkuð fyrir þetta „harðæti“ eftir því sem þá gerðist. Þá er þessi úrgangur (hausar og hryggir) hert á grjóti hingað og þangað, en líka, og meira á ræktuðu landi. Þessi þurrkun á ræktuðu landi skapaði vitanlega mik- inn (einhæfan) áburð. En ef tíð var ekki, því meir rýrnuðu beinin og úldnuðu að sama skapi. Gat þá aldrei fengizt úr þeim sæmilegt mjöl. Bj. Ól. & Co. setti sér því þegar upp „trönur“ til að þurrka á hausa, bæði fyrir sig og aðra, voru þeir kippaðir upp á snæri. Á þennan hátt urðu hausarnir nokkuð léttari en langt um hreinni og betri vara, svo að næstum mátti nota mélið til manneldis. Enda var þetta harð- æti seljanlegri vara með þessari verkun. Ekki leið á löngu þar til upp koma innlendar „kvarnir“ til að mala þetta harðæti. Þá var þess heldur ekki langt að bíða að mjölið væri unnið úr þessum beinum nýjum. í því skyni var sett hér á fót Síldar- og Fiskimjölsverksmiðja Akraness h.f. 1938. Er þetta þá ekki lengur hert sem áður heldur „bryður“ hún þetta þá allt nýtt, og fer nú ekki lengur tang- ur eða tegund af þessum úrgangi til ónýtis. Mjöl úr þessum úrgangi er ágætis vara og eftirsótt innanlands og utan til áburðar og fóðurs. í þessari verksmiðju er og sameiginlega

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.