Akranes - 01.06.1945, Blaðsíða 9

Akranes - 01.06.1945, Blaðsíða 9
AKRANES 69 ekki verið óþekkt fyrirbrigði. Geir var ákaflega reglusam- ur í viðskiptum, og heíur eílaust viljað halda um það eft- ir föngum, sem hann taldi sitt. Kann sumum að haia fund- izt þetta nokkur harka. Er þó mjög varhugavert að trúa því, að Geir hafi sýnt meiri harðdrægni en aðrir, því að ilestar heimildir bera vott um hið gagnstæða. Aihmkiar líkur benda tii þess, að það sé vegna ein- hverra persónuiegra maia, sem Gestur óð fram í víga- móði. Mun hann hafa gengið heizt tii langt í ásökunum sínum, eins og oft vill veröa í mta bardagans. Um hitt þarf ekki að deila, að blautfiskssaian var sjómönnum mjög óhentug, en jók gróða kaupmanns að sama skapi. Að því leyti var gott eitt um máistað Gests að segja, er hann varaði sjómenn við slíku ráðleysi. Að undantekinni þessari harðorðu ritgerð Gests Páls- sonar, virðist Geir hafa sloppið hjá gagnryni á opinberum vettvangi, enda ber öðrum neimiidum saman um það, að verzlun hans hafi verið í allra fremstu röð. 15. Skip og skipstýírar Árið 1889 giftist Kristjana, dóttir Geirs Zoega, eina barn hans frá fyrra hjónabandi. Maður hennar var Th. Thor- steinsson, er verið hafði bókhaldari hjá Brydes verzlun. Th. Thorsteinsson var sonur Þorsteins verzlunarstjóra Þorsteinssonar, síðast bónda í Æðey, og Hildar Guðmunds- dóttur sýslumanns Scheving. Þegar eftir að Thorsteinsson kvæntist, gerðist hann meðeigandi og samstarfsmaður Geirs við verzlunina. Áttu þeir einnig saman nokkur skip og hélzt félagsbúskapur þessi þar til Th. Thorsteinsson stofnaði verzlunina Liverpool. Þá var £>úi skipt og féllu sum skipin í hlut Thorsteinsson, er hóf þá útgerð á eigin spýtur. Þau árin, sem Thorsteinsson starfaði í félagi við Geir, fjölgaði enn skipum fyrirtækisins, enda voru þá uppgangs- tímar útgerðar við Faxaflóa. Lítinn þilbát eignaðist Geir þessi árin. Hafði hann upp- haflega verið smíðaður suður með sjó, fyrir Sigurð bónda Benediktssyni í Merkinesi 1 Hafnahreppi. Hét bátur þessi í fyrstu Kristín, og gerði Sigurður hann út til veiða, eða hafði í flutningaferðum um Faxaflóa. Haust nokkurt hrakti bátinn í ofviðri upp á Mýrar. Þvældist hann með einhverj- um hætti fram hjá öllum skerjum og rak að landi óbrot- inn með öllu. Var uppboð haldið, og keypti Geir Zoega bátinn, náði honum út og flutti til Reykjavíkur. Þar var honum breytt að nokkru, hann stækkaður og endurbættur. Hlaut hann jafnframt nafnið Litli-Geir. Toiler nefndist þilskip, 66 smálesta stórt, sem Geir keypti árið 1892. Þetta var enskur kútter, nokkuð gamall, en þó sæmilegt skip. Falken var 32 smálestir, danskur að smíð, en hafði geng- ið árum saman frá Færeyjum. Það skip keypti Geir árið 1896 og gerði út unz það fórst með allri áhöfn í aprílmán- uði árið 1910. Týndust þar 14 menn. Árið 1897, þegar Geir var 67 ára gamall, brá hann sér til Englands og festi kaup á fimm ágætum kútterum, bæði fyrir sjálfan sig, tengdason sinn o. fl. Þá var Th. Thor- steinsson genginn úr félagi við Geir og tekinn að reka sjálfstæða útgerð. Höfðu þeir skipt á milli sín skipunum, og fékk Thorsteinsson m. a. Margréti og Mathildi, sem Geir hafði átt. Vildi Geir nú bæta í skarðið og gerði það mjög myndarlega. Eignaðist hann þrjú skip sjálfur þetta ár, og voru þau öll keypt í Hull. Josephine nefndist eitt þessara skipa. Það var smíðað í Hull árið 1880, og hafði áður heitið Lusty. Sjana var annað skipið. Hafði það borið nafnið City of Liverpool, er Geir keypti það. Fríða hét þriðji kútterinn. Nefndist hann áður City of Edinborough. Allt voru þetta stór skip og frábærlega vönd- uð. Enn bætti Geir nokkrum skipum við flota sinn. Sumar- ið 1900 strandaði íranskur kútter á Stafnestöngum, Sirius að nafni. Var þetta að heita mátti nýtt skip. Keypti Geir það á uppboði fyrir hagkvæmt verð, náði út lítt skemmdu og gerði síðan út til haldfæraveiða eins og önnur skip sín. Gaf hann því nafnið Guðrún Zoega. Annað skip eignaðist Geir um aldamótin. Það var enskt að smíð og hét Victor-y. Þriðjung í því skipi átti Helgi Zoega, bókhaldari hjá Geir. Familien hét skip, sem Geir eignaðist litlu eftir alda- mótin. Það strandaði skammt frá Hvalsnesi syðra, 4. marz 1905. Var skipið að halda út í fyrstu veiðiför á vertíðinni, er slysið vildi til. Menn björguðust í land, en skipið ónýtt- ist með öllu. Þá keypti Geir þegar í stað skútu þá, er Isa- hella hét. Mun ísabella hafa .verið síðasta þilskipið, sem hann bætti í flota sinn, enda kom nú brátt þar, að hann hætti útgerð. Eins og fram kemur að nokkru við þá upptalningu, sem hér hefur verið gerð, átti Geir að jafnaði 7—9 þilskip á ár- unum 1893—1908. í hvert sinn er hann missti skip með ein- hverjum hætti, keypti hann bráðlega í skarðið, og fékk að jafnaði stærri skútu og betri en áður. Flest munu skip Geirs hafa orðið árið 1901. Þá gerði hann út 9 skip til veiða. Fríða, Sjana, Josephine og Guðrún Zoega voru allt stór- ir kútterar og ágæt skip, einhver hin beztu í öllum Reykja- víkurflotanum. Toiler var naumast jafngóður þeim, enda allgamall og nokkru minni. Victory stóð hinum kútterum Geirs mjög að baki. Það skip fiskaði jafnan fremur illa. Voru skipstjórar ýmsir og enginn nema stutt í einu. Um það leyti, sem vélskipatímarnir hófust, sendi Geir Victory til Noregs, lét fara fram á því allmikla viðgerð og setja í það vél. Vélamaður var fenginn norskur. Jafnframt komu upp með skipinu Norðmenn, sem áttu að kenna íslending- um línuveiðar á doríum. Hafði Geir nokkra trú á því, að sú veiðiaðferð gæti blessast hér við land, og borið árangur. Victory hlaut nú allan þann útbúnað, sem til þess þurfti að vera móðurskip á þessum veiðum. Síðan var lagt út og til- raun gerð. Afli reyndist góður, en var að mestu leyti lúða. Fyrir hana var enginn markaður, svo að illa nýttist veiðin. Var ekki hægt að gera annað við lúðuna en að herða hana. Af þessum sökum bar útgerðartilraunin ekki æskilegan ár- angur. Hætti Victory eftir nokkurn tíma og breiddist veiði- aðferð þessi ekkert út. Árið 1908, er Geir Zoega var 78 ára gamall, seldi hann skip sín öll í einu lagi. Þá voru hin mikilvægustu tímamót í útgerðarsögunni. íslenzk togaraútgerð hafði verið reist á traustum grundvelli, og var tekin að skila nokkrum arði. Þótt Geir væri orðinn aldraður maður, gerði hann sér það ljóst, að togararnir voru veiðiskip framtíðarinnar. Mun honum brátt hafa komið til hugar að leggja í þá útgerð. Braut hann allmjög heilann um það, hvort þetta spor skyldi stigið. Þótti honum það viðurhlutamikið fyrir ýmsar sakir, ekki sízt þar sem hann var gamall orðinn, en átti tiltölu- lega unga konu og börn á æskuskeiði. Árið 1914 hafði Geir enn hug á togarakaupum, þótt kom- inn væri nokkuð yfir áttrætt. Þá var og einkasonur hans að vaxa upp. Var svo komið málum árið 1915, að samningar um togarakaup voru hafnir og munaði því einu, að skeyti misfórst. Þá var styrjöldin skollin á og reyndist ókleyft að festa kaup á nýju skipi. Kaupandi skipa Geirs Zoega var h.f. Sjávarborg, en það var útgerðarfélag, sem Copeland & Berry, aðaleigendur Edinborgarverzlunar, höfðu stofnað. Voru það sjö skip, sem Geir seldi félagi þessu. Mun söluverð hafa verið 90 þús. kr. Skipin voru þessi: Fríða, Sjana, Jósephina, Guðrún Zoega, Geir og ísabella. Voru þau síðan gerð út um skeið frá Hafn- arfirði, en að lokum seld flestöll til Færeyja. Hafa þrjú Framhald

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.