Akranes - 01.11.1945, Blaðsíða 10

Akranes - 01.11.1945, Blaðsíða 10
130 AKRANES VÍSNABÁLKUR AKRANESS Engin undanþága. Allir falla í eina þró, eins hinn riki og snauði; enginn lengi undan dró, öllum nær hann Dauði. X. Baugahrot (ósamstœð). Langt er síðan lagði eg á leiðir bjartra vona. Ennþá finn eg ylinn frá örmum þínum, kona. Fögur rósin forðum mér færði gieði sanna. Er því gott að ylja sér við árin minninganna. Heimþrá. Vilja granda villuljós. Veg til strandar þráum. Fyrir handan feigðarós friðarlandið sjáum. Veröldin. Trylltur er þinn töfradans. Tíminn líður hljóður. Svæfir hug og sálu manns söngur þinn og óður. Eftir að hafa hlustað á útvarpssöguna Bör Börsson. í ríkum mæli áttu örvar andans, snilli, fjör. Ástar þakkir, Helgi Hjörvar, hafðu fyrir Bör. Dulvin. Sigurður Breiðfjörð og Florian. Eins og kunnugt er, orti Sigurður Breiðfjörð Númarímur út af franskri skáldsögu, er hann hafði fyrir sér í danskri þýðingu. Nefndist höf- undur hennar Florian. Sagan hlaut geysilegt lof og vinsældir og var þýdd á margar tungur. Nú mun hún lítið lesin, þykir of mærðarleg til þess að falla í smekk nútíðarinnar. En Númarímur verða sennilega um aldur og ævi taldar til gim- steina íslenzkra bókmennta. Borgfirzkur maður hefur borið saman rímurnar og söguna í eftir- íarandi erindum: Ungur Núma las ég ijóðin listumprýddu, er Breiðfjörð kvað; fræðið seinna, er franska þjóðin forðum dáði. En hvað um það? Töfraríki eilíft eygði yfir Breiðfjörðs dreyrgum val, en Florian mér fannst sem teygði furðu bragðlaust mærðarhjal. Rímnadis, sem lýð og landi lýstir um tvennar aldir þrjár, áttu að dæmast óferjandi? Er þinn hlutur svona smár? Ó, að mætti endurvakna óðarsnilli Breiðfjörðs há, enn sem dætur íslands sakna. Yfir birti landi þá. X. Grafletur rímleysingjans. Orti í máli lausu ljóð lausagopinn aumi; barst svo út á eilíft flóð undan tímans straumi. X. ANNÁLL AKPANESS Gjafir og grciðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Kr. H. Jónsson, hafnsögumaður á ísafirði, fyr- ir III. og IV. árg. 100 kr. Guðmundur Kortsson, útg.m., fyrir III. og IV. árg. 100 kr. Ástþór Matthíasson, útg.m., að mestu fyrir- iramgreiðsla 200 kr. Hjónaefni: Ungfrú Emilía Þórðardóttir á Grund og Páll Ólafsson úr Hafnarfirði. Messur í Innra-Ilólmskirkju verða sem hér scgir: 11. nóvember. 9. desember. 26. desember (2. jóladag). 1. janúar 1946 (nýjársdag). Guðsþjónustan hefst ávallt kl. 2 e. h. Lcikfélag Ilafnarfjarðar sýndi hér í Bíóhöllinni leikritið Hreppstjórinn á Hraunhamri laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. október, báða dagana fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir áhorfenda. Haustróðra hafa aðeins tveir bátar stundað að þessu sinni, þeir Fylkir og Víkingur. Hefur afli verið tregur. Síldarafli rcknetabála í október: Mb. Svanur 79,970 kg. — Sigurfari 66,510 kg. — Egill Skallagrímsson 49,460 kg. — Ármann 11,400 kg. — Aldan 8,140 kg. Meginið af þessum afla var saltað og nokkuð hraðfryst með sölu til Frakklands fyrir augurn. í skýrslunni um síldveiðiskip fyrir Norður- landi í sumar, hafði mb. Keilir fallið niður, en hann var þar á síldveiðum og fiskaði um 2000 mál og tunnur. Leiðrétting. í síðasta blaði er Bjarni Jóhannesson á Sýru- parti talinn fæddur 6. janúar 1856, en á að vera 9. október 1856. Fyrr í sama þætti eru talin upp börn Kristín- ar Finnsdóttur á Sýruparti, en þar hefur falhð niður nafn Guðmundar, sonar hennar, búandi suður í Garði. Dánarfregn. Hinn 7. okt. s.l. andaðist hér góður og gegn Akurnesingur, Jón Benediktsson í Aðalbóli. Hans mun síðar verða getið hér í blaðinu. Nýlega er dáin hér Ingveldur Guðmundsdótt- ir (söngmanns Ingimundarsonar). Hún var um allmörg ár ráðskona hjá Þiðriki á Háafelli í Hvítársíðu. Síðar fór hún til Reykjavíkur, og gerðist ráðskona Jónasar Jónssonar lögreglu- þjóns. — Ingveldur var myndarkona, þrifin, lundlétt og velviljuð. Bækur, scm blaðinu hafa borizt: Þessar bækur hafa blaðinu borizt frá Prent- stofunni ísrún á ísafirði, sem gefið hefur þær út 1. Trú og skylda. Minningar um Kaj Munk. Sr. Jónmundur Hall- dórsson þýddi. — í bókinni er minningarræða um Kaj Munk, flutt í Stokkhólmi af Gustaf Aulen biskupi. — Meyjarnar tíu. — Síðasta ræða Kaj Munk í Kaupmannahöfn, mánuði áður en hann var myrtur. Þá er sálmur eftir Kaj Munk, þýddur af Sig- urði Grímssyni. 2. Síðasta nóttin. Skáldsaga, sem gerist að mestu í verndarrík- inu Tékkóslaviu. ___ Þýðendur Birgir Finnsson og Guðmundur Hagalín. — Þetta er styrjaldar- saga. 3. Paradís skíðamanna: Scljalandsdalur. Samin af Hannibal Valdimarssyni skólastjóra. Þetta er smákver, prentað á góðan pappír og prýtt ágætum myndum. Fiskideildin Báran hefur nú þegar í haust haldið tvo fundi. Var lögum deildarinnar breytt til samræmis við hin nýju lög Fiskifélags íslands. Á seinni fundinum voru mörg nauðsynjamál útvegsins rædd og gerð um þær ályktanir til fjórðungs- og fiskiþings. — Af hinum gömlu félögum hafa nú rúmir 30 til- kynnt áframhaldandi þátttöku. Er þess vænzt, að þeir sem enn hafa ekki tilkynnt slíkt, geri það sem fyrst. Sömuleiðis væri deildinni kært að taka á móti nýjum félagsmönnum. Stjórn deildarinnar skipa þeir: Oddur Hall- bjarnarson, Þórður Bjarnason og Ól. B. Björns- son, sem allir gefa nánari upplýsingar um starf- semi félagsins. Sameiginlegl félagshcimili allra félaga í bænum virðist eiga miklu fylgi að fagna meðal hinna ýmsu félaga. Hefur bæjar- ráð nú haldið tvo fundi með fulltrúum félaganna og lítur vel út með góða samvinnu og happa- sæla lausn þessa mikla nauðsynjamáls, sem um leið er manndóms og menningarátak allra bæj- arbúa, ef það kemst í framkvæmd. Málverkasýning. Það er nýlunda, að Akurnesingur haldi hér málverkasýningu, en það gerir nú 22 ára gamall maður, Sveinn Guðbjarnason. Hann hefur enn lítið lært i þessum efnum. En hve lengi hann hefur fengizt við þetta bendir til að honum sé þetta einkar hugðnæmt verkefni. Ætti hann því ekki að vera lengur með neina hálfvelgju uin að ganga hreint til verks um áframhaldandi nám eða a. m. k. leita umsagnar og leiðbeiningar góðra manna um hvað hann ætti að gera hvað þessu viðkemur. Því enda þótt hér sé ekki um íullkomna list að ræða, sýna myndirnar vafalaust að Sveinn hefur nokkra listræna hæfileika, sem ættu á einhvern hátt að geta komið honum að liði um framtíðarstarf, ef vel er að hugað. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur B. Bjömsson. Gjaldkeri: Óöinn Geirdal. Afgreiösla: Unnarstíg 2. Akranesi. Kemur út mánaðarlega 12 siður. Árg. 20 kr. Prentverk Akraness h.f.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.