Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 5

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 5
Jólablað 1945 r Konungur Islands í heimi listarinnar í samræmi við þessa yfirskrift er aðeins ein slík kon- ungshöll til á íslandi. Þar á ég að verða gestur kl. 8x/2 í kvöld. Nákvæmlega á þeim tíma stend ég við hið rammgera járnhlið hallarinnar og sé hvar „konungurinn“ kemur. Hann tekur til lykla sinna, opnar og býður mig hjartanlega vel- kominn. Þetta er sá nafnfrægi listamaður, Einar Jónsson, húsbóndi Hnitbjarga. Maðurinn, sem ekki hugsar um neina hirð í venjulegum skilningi, tízku eða tildur. Hann var í vinnufótunum, því enn var hann að vinna, og komum við því fyrst inn í hinn rúmgóða vinnusal lista- mannsins. Þar standa nokkur listaverk, sum fullgerð, en önnur ekki. Þar er afbragðs vinnusalur, þótt fátt sé þar um þægindi eða dýrindis húsgögn. Aðeins nokkrir tréstólar og legubekkur, til þess að listamaðurinn geti lagt sig snöggvast ef hann er þreyttur, vegna svefnleysis á undanfarandi nótt- um. Þeim, sem skoða hin dýrmætu listaverk, gæti auðveldlega hugkvæmzt að til þess að skapa slík meistaraverk þyrfti hin furðulegustu verkfæri. En því fer fjarri að þarna séu slík undratæki. Þar er aðeins mjúkur leir, sem listamaðurinn not- ar óspart, og nokkur smátæki, sem flestum mun þykja auð- virðileg, og lítt hugsanlegt að nota í sambandi við meistara- verk þau, sem þarna verða til. Það er því hin frjóa skáldgáfa höfundarins og haga hönd, sem gæðir þetta dauða efni lífi, þar sem línurnar bregðast ekki, og leirinn eða steypan verð- ur lifandi óumdeilanlegt listaverk. Þarna er Einar Jónsson að vinna að Kristsmynd. Hún er komin það langt, að sjá má að hún verður yndislega falleg. Myndin er ekkert smásmíði, sem marka má af því, að hún er í tvöfaldri líkamsstærð fullorðins manns. En efni lista- mannsins er af svo skornum skammti, að hann verður að móta fyrst efri hluta myndarinnar og síðar þann neðri. Eg hef áður séð safn Einars Jónssonar, en það er lengi hægt að skoða, og síðan hafa nokkur listaverk bætzt við. Flest eða öll munu þau bera með sér hugmyndaflug skap-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.