Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Blaðsíða 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 45^ Elísabet Brekkan Eg var í fullri vinnu í prentsmiðju heima í Póllandi en það voru erfiðir tímar og laun- in lág. Ég vissi ekki neitt um ísland meira en það sem við lærum í landafræði í skólanum. Og ekki voru það nú nein ósköp. Einn daginn keypti ég mér blað og þar var auglýsing ffá ís- landi. Þar vantaði menn í prentsmiðju. „Sjáðu þetta," sagði ég við mömmu mina og hló. En mér til undrunar hló hún ekki. Hún skoðaði auglýsinguna vandlega og sagði mér svo að sækja um. Mér fannst það algert rugl. „ísland er svo rosalega langt í burtu, hvað ertu að meina, mamma?" En hún lét sig ekki og smátt og smátt sann- færði hún mig um að þetta væri kannski eitt- hvað fyrir mig. Það er sem sagt henni að kenna eða þakka að ég sendi inn umsókn og svo var ég kominn hingað. Og hér líður mér bara vel. Góður mórall í verksmiðjunni Þegar ég kom hingað fyrst og byrjaði að vinna talaði ég enga ensku, eða mjög litla, þannig að ég skildi ekki nokkurn skapaðan hlut. En fólkið héma var mjög skemmtilegt og ég eign- aðist fljótíega kunningja og vini. í byrjun gekk ég með eina pólsk/enska orðabók í hægri vasanum og aðra pólsk/þýska í vinstri vasanum. fhvert sinn sem ég þurftí að segja eitthvað sló ég orðinu upp. En eft- ir nokkra daga kom Sveinbjöm Hjálmarsson for- stjórinn minn og sagði að nú þyrfti ég að fara í ís- lenskunám. Svo ég skellti mér í Námsflokkana og er búinn að taka þar nokkur námskeið. Ég læri líka mjög mikið bara hér í vinnunni. Stebbi bestí vinur minn er alltaf að tala við mig og kenna mér einhver orðatiltæki í íslensku. Það er mjög góður mórall hér í prentsmiðj- unni. Við erum átján sem vinnum héma og allir em góðir vinir og grínast mikið hver við annan. Dóttirin læknaðist af þrálátum hósta Það var í mars 2001 sem ég kom og sVq um sumarið kom Margret konan mín. Þar sem hún átti eftír að klára lokaritgerðina sína í stjóm- málafræðum heima í Póllandi fór hún til baka og kom svo aftur aðeins seinna. Margret vinnur líka hér í sama fyrirtæki. Við eigum átta ára dóttur hún heitir Patricia og er í Laugarnesskóla. Þegar Patricia var lítil heima í Póllandi var hún mjög veik, hún var alltaf að hósta og þurftí oft að fara til læknis vegna hóstans. En eftir að hún kom hingað til íslands er hún alltaf frísk. Kannski var það mengunin í Póllandi sem fór svona í hana. Alla vega, þegar við sögðum lækninum okkar frá því að við ætí- uðum að flytja til íslands sagði hann einmitt að það væri örugglega gott fyrir Patriciu. Það er víða mikil mengun í Póllandi og því mikilvægt fyrir börn að komast í gott loft af og til. Sem sannast á Patriciu. í útisundlaug í frosti og kulda Þegar ég var lítill vann pabbi minn hjá stóm fyrirtæki og þar var öllum börnum starfsmanna boðið í sumarbúðir í Suður-Póllandi. Þar er ákaflega fallegt og mikil íjöll. Við fórum í fjall- göngur og syntum í vötnum en aðalatriðið var að komast í fn'skt loft og sleppa úr menguninni í borgunum. Hreina loftið er það sem allir sækj- ast eftir. Og hér á íslandi er einmitt alltaf þetta hreina loft sem mér finnst svo dæmalaust gott. Og að dóttir mín, sem átti svona erfitt með önd- un í Póllandi, skuli til dæmis hiklaust geta farið Og að dóttir mín, sem átti svona erfítt með öndun í Pól- landi, skuli til dæmis hiklaust geta farið í útisundlaug hér á íslandi, jafnvelí frosti og kulda, án þess að kenna sér síðan neins meins, það er stórkostlegt. fldam Czachopowski Hann fluttíst til íslands frá Póllandi í mars 2001. Hann er frá bænum Legionowo sem er svefnbær eða úthverfi höfuðborgarinnar Varsjár. Faðir hans er pípulagningarmaður og móðir hans starfar á bókasafhi. Hún er auk þess Ijóðskáld og fjórða ljóðabók önnu Czachorowsku móður hans kom út núna fyr- ir stuttu. Bókin var kynnt nýlega á ljóða- kvöldi í Varsjá. Á kápunni er mynd frá íslandi - sólarlagsmynd sem Adam sonur hennar tók á litlu myndavélina sína. Hér starfar Adam í prentsmiðjunni Umslagi en í Póí- landi vann hann einnig í prentsmiðju. í útisundlaug hér á íslandi, jafnvel í frosti og kulda, án þess að kenna sér síðan neins meins, það er stórkostíegt. Orti einu sinni Ijóð Skrifa? Þó mamma mín sé alltaf að skrifa þá geri ég nú h'tið af því. Ég orti einu sinni ljóð og þegar ég var búinn að því hætti ég við að verða ljóðskáld, ég er líklega alltof sjálfsgagnrýninn. Ég veit ekkert hvar ég verð í framtíðinni en núna er ég hér og fjölskyldu minni líður vel. Ég þarf bara að læra meiri og betri íslensku. Dóttir mín talar til dæmis mjög góða íslensku. Þó dóttir mín hafi komist til betri heilsu á ís- landi en hún naut í Póllandi, þá hefur mér stundum dottið í hug að það gæti líka virkað í hina áttina. fslendingar vita ekki mikið um Pólland en það er til dæmis mjög fallegt í Suð- ur-PóIlandi og þar eru víða frábær heilsuhæli og væri örugglega gott fyrir einhverja íslend- inga að komast þangað í afslöppun og gott nudd. Stjörnuspá Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður er ára í dag. „Myndrænt er henni lýst sem tennisleikara sem spilar við öflugan andstæð- ing. Meginatriðið er reyndar að hún haldi sér inni í leiknum og gleymi aldrei að hún á möguleika á sigri," segir I stjörnu- spá hennar. Sigríður Rut Júlíusdóttir VY Vatnsberinn/2o.yfflj.-?8>w v\ --------------------------------- Samvera skipar stóran sess í samskiptum þínum á sama tlma og sjálf- stæði þitt er sjaldan falið fyrir þeim sem tengjast þér og leita eftir nálægð þinni. Þú leiðbeinir náunganum af slíkum krafti og alúð að betri félagi finnst ekki. Enda- laus forvitni þín er að sama skapi jákvæð í alla staði. Fiskarnir 09. febr-20. mars) Þú getur treyst á þitt eigið út- hald við að ná markmiðum þínum því þú veist innra með þér að þú ert sterk/ur og fær og að þér verður umbunað fyrir verk þín fyrr en síðar T Hrúturinn/21. mors-w.í Finndu hina sönnu merkingu orðsins velgéngni og tileinkaðu þér að aðstoða náungann því þú ert án efa fær um að gefa meira af þér en þú ert van- ur/vön. Ö Nautið (20. april-20. mai) Þú munt brátt fagna að loknu erfiðleikatímabili ef þú leyfir þér að njóta stundarinnar og heldur fast í heiðarleika þinn og festu þegarviðskipti eru annars vegar.Tekjuaukning tengist þér sem og hamingja og auðlegð í víðum skilningi. n Tvíburarnir/27 .maí-21.júnl) Littu í eigin barm og njóttu lífs- ins. Stundum áttu það til að taka hluti nærri þér en ef þér finnst einhver hafa » gert lítið úr þér eða gert eitthvað á þinn hlut sem stuðar þig á einhvern hátt, ættir þú ekki að láta viðkomandi hafa það mikil áhrif á þig á nokkurn hátt. Krabbinnf22.jw/-22./ii;o Þú munt á endanum sigra keppinauta þína en ættir ekki að eyða um efni fram um þessar mundir. Ljónið/jj .júli-22.úgúst) Þér er fyrst og fremst ráðlagt að eyða ekki of miklum tíma í að hugsa um hverju aðrir eru að velta sér upp úr éf** þú tilheyrir stjörnu Ijónsins. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Því meira sem þú gefur því meira verður sjálfsöryggi þitt. Atburðir vikunnar færa þér innri frið og gleði ef þú leyfir umhverfinu að ýta undir já- kvæðar tilfinningar hjá þér o Vogin (23 sept.-23.okt.) ““ Ekki láta ókláruð verkefni standa í vegi fyrir því að þú komir sátt/ur heim að loknum vinnudegi. Þú finnur fyr- ir vellíðan í garð manneskju sem eflir þic(4| á góðan máta. Ræktaðu þá sem skipta þig máli þessa dagana. Sporðdrekinn /24.okt.-21.n0v.> Þér berast boð frá hjartanu ef þú temur þér að hlusta og hægir jafnvel aðeins á þér á þessum árstíma (vor) sér í lagi. Þú kannt að halda að hjarta þitt sé hikandi oftar en ella en það er rangt því'^* hjarta þitt skynjar hið sanna öllum stund- um. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Gefðu það sem þú leitast við ; sjá, þrár þínar lifna við. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Ef þú þráir að takast á við nýj- ungar ættir þú ekki að hika við að segja hug þinn og biðja án afláts. Leyfðu hverj- um atburði sem þú upplifir að kenna þér eitthvað jákvætt og þú færð aukna inn- sýn í líf þitt. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.