Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 234

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 234
232 TÍMARIT VFl 1967 sem selur okkur vetnið, verður að reikna sér þann kostnað, sem það kostar hana að fram- leiða það — hún selur okkur þetta á sínu kostn- aðarverði, þannig að <hún tapar ekki á að selja olekur vetnið gagnvart annarri sölu, sem hún hefði fyrir þessa framleiðslu. ^Tú, þar koma náttúrulega inn í einhverjir tollar og einhver op- inber gjöld, en það skal ég ekki reyna að gizka á, hvað er mikið. Þriðja verðmætasta hráefnið, sem við þurfum í þetta, er nikkelhvati, sem við verðum að flytja inn. Hann er tollaður*85% — átti að tolla hann 55%, en við fengum tolhnn eftir mjög ítrekuð tilmæli ekki lækkað niður í 0 heldur niður í 35%. Þó skiptir öll notkun okk- ar, eins og reksturinn er í ár, ríkissjóðinn kr. 100.000 á ári í tollatekjur. En látum það gott heita. Þetta þýðir það, að samkvæmt íslenzkum reglum um endurgreiðslu tolla við útflutning, þá getum við ekki krafið ríkissjóð um endurgreiðslu á þessu, vegna þess að skilyrðið til þess að fá endurgreiðslu á tollum er það, að hluti af vör- imni sé í vörunni, sem maður flytur út aftur. En nikkelhvatinn er ekki í vörunni, þegar mað- ur flytur hana út aftur, hann tekur þátt í efna- breytingunni meðan við erum að fá vetnið til þess að ganga í samband við lýsið. Svo er hann síaður út, þannig að við höfum ekki endurkröfu- heimild þar. Sama gildir um vítissódann, sem við verðum að nota til þess að afsýra lýsið. Hann er tollaður. Hann er ekki hluti af útflutningn- um. Við verðum að kosta stórfé að ná honum úr. Þannig eru þama komin 2 mjög veigamikil efni, sem við verðum að flytja inn og eru há- tolluð, þar sem Norðmenn flytja sitt inn toll- frjálst. Svo kemur það, sem leggur okkur alveg að velli. Við verðum að greiða 9,7% útflutnings- gjöld á allt það, sem við flytjum út af hertu lýsi. Við höfum gert fyrirspurn til ráðuneytanna, hvort þetta teldist iðnaðarvara eða sjávaraf- urðir, og svarið hefur verið ennþá og ég hef til- tölulega nýlegt bréf, þar sem það er staðfest, að þessi vara falli undir útflutningstolla, eins og annað lýsi. Það þýðir það, ef við tökum lýsi og aukum verðmæti þess, við skulum segja að við fullhreinsum það, og setjum það á nýjar stál- tunnur, þá höfum við aukið verðmæti lýsisins um hérumbil helming, miðað við það lága verð, sem er á lýsinu í dag. Þá borgum við 9,7% á alla þessa verðmætisaukningu, og þessi prósenta, sem er 4,8% miðað við heildarverðmæti vörunn- ar, er ein nóg til þess að gera okkur ósamkeppn- ishæfa við Norðmenn. Þannig, að ef Islendingar eiga virkilega í alvöru að reyna að brjótast inn á erlenda markaði, þá verður að koma til veru- leg breyting frá 4iendi ríkisins. Eg bið ykkur að afsaka, að ég hef haldið ykkur kannski of lengi við þetta tal; þetta er mér náttúrulega næst, ykkur kannski ekki mjög mikið áhugamál, en ég hef komizt að þeirri sorglegu niðurstöðu, eftir að hafa hugsað um þetta mál, að við getum ekki búizt við því og skulum ekki gera okkur neinar gyllivonir um það, að flytja út hert lýsi, síldarlýsi, þorskalýsi, hvallýsi, eða hvaða nafni, sem þið viljið nefna það. Ef það á að vinna það meira og herða það, þá þurfum við ekki að gera okkur neinar vonir um að geta gert það í stórum stíl, nema annað hvort með samvinnu og þá sennilega þátttöku eða meðeign erlendra fyrir- tækja, eða stórkostlegum styrkjum úr hendi rík- isins. Dr. Jakob Sigurðsson: Ég er nú eiginlega alls ekki hingað kominn til þess að rökræða þetta mál í einstökum atrið- um. Mér fannst, satt að segja, dálítið leiðinlegt að sitja undir þessum sorgarsöng hans Péturs, og mér finnst ég þrátt fyrir allt sjá í gegnum hann hugsanlegar glætur og þykir kannski rétt að benda á eitthvað af þeim. Annars tek ég það fram, að þetta er mál, sem ég hef ekki lagt mig eftir að kynna mér, og verð þess vegna að tala um það á tiltölulega almennum grundvelli. Það kom fram hér í frumerindinu, að lýsis- herzla Norðmanna var um 58.000 tonn árið 1913 og að jafnaði 86.000 tonn á ári 1913-1930. Það var þess vegna eðlilegt, að Islendingar hlytu að fara að hugsa um það, hvort þeir gætu ekki hert lýsi og þannig aukið verðmæti þessarar framleiðslu, þegar þeir fóru að bræða síld í stór- um stíl. Enda varð það svo, eins og líka kemur fram, að nefnd var sett á laggirnar árið 1955 og starfaði til 1957 til þess að athuga um lýsisherzlu. Án þess að ég muni nákvæmlega, hverjar niður- stöður hennar voru, þá held ég að þar hafi komið fram ýmislegt jákvætt, en síldarleysið á árunum þarna á eftir gerði svo það, að menn hurfu frá þessum áætlunum, eða þær voru lagðar í salt. Eftir að síldin fór að veiðast aftur í stórvax- andi mæli, er þetta mál á dagskrá aftur, svo sem von er til. Eitt af því, sem mér fannst Pétur gera nokkuð mikið úr, var þessi erfiða samkeppn- isaðstaða út á við. En það hefur nú komið hér fram og kemur sífellt fram, að við eigum líka erfiða samkeppnisaðstöðu, þegar við erum að flytja út síldarlýsi sem slíkt. Á því höfum við orðið að taka iðulega og ekki sízt nú í seinni tíð. Það kemur enn fremur fram í erindi Páls Ólafssonar, að verðsveiflur á hertu lýsi virðast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.