Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Blaðsíða 25
DV Menning MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 25 Norræna ráðherranefndin efnir til ráðstefnu um norræna menningararfinn. Fullt af útlendingum er flog- ið inn og tekur tvo langa daga að komast að niðurstöðu. Listamenn ræða endurvinnslu á fornum arfi Mæta Púp og mim IBBð ðBBBPBBP SÍBBP? Á morgun hefst í sölum Nordica- hótelsins við Suðurlandsbraut nor- ræn ráðstefna. Það er norræna ráð- herranefndin sem átti frumkvæðið að ráðstefnuhaldinu og var Eyþór Arnalds tónlistarmaður og athafha- skáld ráðinn verkefnastjóri. Mun ráðstefna standa í tvo daga og er væntaniegt til landsins frítt föru- neyti norrænna listamann sem eru miícilvirkir á alþjóðlegum vettvangi. Rætur reifaðar Það sem er óvenjulegt er að lista- menn eru miðpunkturinn þing- haldsins en en ekki fræðimenn. Þá telst það til nýnæma við þingið að áherslan er á samtímann og alþjóð- legt samhengi í notkun á minnum úr sameiginlegum arfi norrænna þjóða. Kvikmyndir verða áberandi, en sýnt verður úr kvikmyndum á vinnslustigi Beowulf sem byggir á fornensku kvæði frá miðöldum, Thor sem byggir á sögum og kveð- skap frá íslenskum miðöldum og Eg- ilssaga sem byggir á íslenskum heimildum um hið fornfræga borg- firska skáld. Sameiginlegur arfur Ráðstefnuhaldið er Ufandi sönn- im þess að norðanmenn eiga sér sameiginlegan arf sem hefur á síð- ustu árhundr- . uðum dreifst víða. Fyrir fáum , árum sýndi Árni' Björnsson fram á íslenskur kveðskapur ( hefði verið Richard Wagnes djúgt vegan- esti við samningu j Niflungahringsins sem margir hafa áUtið að væri alfar- ið byggður á germönskum heirrúld- ARNÞÓR BIRGISSON Heldur erindi a norrænni ráðstefnu þar sem hann greinir frá þvi hvernig sænski skólinn er að endurnýja efnisbanka söngkvenna á borð við Janet Jackson og Jennifer Loþez. DV-mynd Teitur um Niflungaljóðs. AUir vita hvemig ToUden dró að sér viðamikið efiii í sínar sög- ur úr norrænum kveðskap og sög- um. Þannig hefur norðrið nært sam- eiginlega menningu vestrænna þjóða á áhrifaríkan hátt á ýmsum tímum. Ný tækni Margir góðir gestar tala á þing- inu: Mikkel Egelund Lee og HUmar Sigurðsson gera hvor í sínu lagi grein fýrir hvernig forn minni hafa kveikt líf í nýrri tækni tölvugerðra teiknimynda. Valdimar Hafstein mun rekja hinn forna vanda hefðar og frumleika og Arnþór Birgisson tónlistarframleiðandi í Svíþjóð gera grein fyrir hvernig sænski skóUnn er að endumýja efnisbanka banda- rískra r&b söngvara, Janet Jackson og Jennifer L. Okkar menn verða á svæðinu og státa af glæsUegu framtaki Smekk- leysunnar og Hilmar Örn mun gala sinn galdur. Einar Már Guðmunds- son tekur til máls. Einar Kárason og Friðrik Þór halda tölur um væntan- lega kvikmyndun Þórðar sögu kakala sem Einar reyndar skrifaði skáldsögu uppúr. Og gömul Eivör Pálsdóttir syngur á sinn einstaka máta og Dagur Kári kaUar tU hóp ráðamanna úr rrkjurn Dana og Svía til að ræða kvikmyndagerð- ina á Norðurlöndunum. Ólafur Elíasson, sá norræni myndlistarmaður sem mest er met- inn í löndum utan norðursins tekur tU máls og Þorvaldur Þorsteinsson, formaður Bandalags íslenskra lista- manna, mun draga saman niður- stöður. Þá verða þarna á ferðinni hljóm- sveitarstjóri frá Finnlandi, fræði- menn frá Svíþjóð og Bandaríkjun- um, og loks flytja Hilmar Örn og Steindór Andersen rímur. Það er menntamálaráðherra sem er gestgjafi samkomunnar. Aðgang- ur er öUum frjáls og geta áhuga- menn skráð sig tU spjaUsins á veffanginu www.roots.is. Sem er sérlega norrænt og viðeigandi nafh fyrir svona skandinavíska sammen- komst. Fjögur síðustu kvæðin flutt Á morgun verður danskur gestur í framlínunni hjá Sinfóníuhljómsveit ís- lands þegar danska sópransöngkonan Inger Dam Jensen flytur Vier letzte Lieder, einhverja fallegustu erfðaskrá tónlistarsögunnar, eftir Richard Strauss. Önnur verk á dagskránni verða Háskólaforleikurinn, tónlist Brahms við vinsælar stúdentadrykkju- visur.og frumflutningur á l.sinfóníu Elgar. Rumon Gamba, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands, verður á stjórnarpallinum. Rumon vann til verðlauna við Konunglegu Tónlistarakademíuna, sigraði slðan hann í keppni ungra hljómsveitar- stjóra á vegum BBC og varð I fram- haldi afþví aðstoðarhljómsveitarstjóri Fílharmónlusveitar Breska rikisút- varpsins. Rumon Gamba hefurkomið fram sem gestastjórnandi með flestum hljómsveitum Bretlandseyja og starfað með fjölda þekktra hljómsveita á meg- inlandinu svo sem: Fílharmóníusveit- inni I Múnchen, Útvarpshljómsveitinni I Berlín og Sinfóníuhljómsveitinni I Barcelona auk þess að hafa nýlega þreytt frumraun sína með Fílharmón- iusveitinni í New York, Sinfóníuhljóm- sveitinni í Toronto sem og Sinfóníu- hljómsveitunum í Sydneyog Melbourne. Rumon Gamba hefur nýlega gert fastan samning við Chandosútgáfuna. Rumon Gamba tók við stöðu aðal- hljómsveitarstjóra og listræns stjórn- anda Sinfóníuhljómsveitar Islands í september2002. Danska sópransöngkonan vakti heimsathygli þegar hún barsigur úr býtum i hinni virtu söngkeppni i Cardiffáriö 1993. Sama ár réðst hún til starfa við Det Kongelige Teater og hef- Gamba stjórnar frumflutningi á Elgar. ur síðan hrifið óperugesti þar í burðar- hlutverkum í óperum eftir m.a. Mozart, Donizetti og Richard Strauss. Hún er einnig vinsæll gestur í ýmsum óperuhúsum, svo sem Covent Garden I London og Bastilluóperunni í París. Á undanförnum árum hefur Inger Dam- Jensen komið fram með mörgum af frægustu sinfóniuhljómsveitum heims. Hún hefursungiö Des Knaben Wund- erhorn með New York filharmóniunni undir stjórn Sir Colins Davis, Les illuminations með Berlínarfílharmóní- unni undir stjórn Bernards Haitinks, aðra sinfóníu Mahlers með Philharm- onia Orchestra undirstjórn Christophs von Dohnányis og verkið sem hún syngur á fyrstu tónleikum sínum með Sinfóniuhljómsveit íslands hefur hún m.a. fluttmeð Tékknesku fílharmóní- unni undirstjórn Vladimirs Ashken- azys. Meðal fjölmargra hljómdiska með söngkonunni má benda á disk frá Naxosútgáfunni með sönglögum Carls Nielsens. Vier letzte Lieder - fjórir hljómsveit- arsöngvar eru einhver fallegasta erfðaskrá tónlistarsögunnar. Strauss samdi þá sumarið 1948, ári fyrir andlát sitt, og vissi að hverju stefndi. Hann fann huggun og hugsvölun í nokkrum Ijóðum eftirJoseph Eichendorff og Hermann Hesse og klæddi þau I tón- listarbúning eins og til að búa sjálfan sig undir hið óumflýjanlega. Lífið, ást- in, ævikvöldið og skrefið úti hið óþekkta eru umfjöllunarefni þessara undurfögru laga sem eru óbrotgjarn minnisvaröi hins besta sem síðróman- tiska stefnan hafði upp á að bjóða. Eins og svo oft áður hafði Strauss sópranrödd eiginkonu sinnar, Pauline, í huga þegar hann samdi söngvana. Strauss heyrði síðasta verk sitt aldrei flutt og heldur ekki Pauline. Hún lést átta mánuðum á eftir manni sínum og níu dögum áður en Kirsten Flagstad frumflutti söngvana í RoyalAlbert Hall með Philharmonia Orchestra undir stjórn Furtwánglers 22. maí 1950. Hér er um að ræða snilldartónsmíð og tímamótaverk íenskri tónlistar- sögu. Sagt hefur veriö að þetta hafi ekki einungis verið fyrsta sinfónia Elgars, heldur sú fyrsta sem England eignaðist og eitthvert gagn var í. Og sinfónian féll óneitanlega í góðan jarðveg. Það vareins og tónlistarheim- urinn hefði hreinlega beðið eftir henni, því rétt rúmu ári eftirfrumflutninginn hafði hún hljómað yfir hundrað sinn- um víðsvegar í heiminum. Enn hefur hún ekki verið leikin hér á landi, en þvimun Sinfóníuhljómsveitin kippa í liðinn 18. nóvember 2004. Önnur tónleikakynning vetrarins á vegum Vinafélags Sinfóniuhljómsveit- ar Islands fer fram I Sunnusal Hótels Sögu klukkan 18.00 tónleikadaginn. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræð- ingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Mikil aðsókn var á fyrstu tónleika- kynningu vetrarins þarsem Árni Heim- ir tók upp þráöinn frá síðasta starfsári Sinfóníunnar og Vinafélagsins. Hann leiðir fólk á lifandi hátt inn íheim tón- Inger hin danska syngur Strauss. listarinnar, kynnir iónskáldin og leikur helstu stefverkanna á pianó. Vinafélag Sinfóníuhljómsveitarinnar varstofnað árið 2002. Markmið þess er að efla áhuga á starfi Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og mynda tengsl viö þá sem bera hag hennar fyrir brjósti. VinafélagSinfóníuhljómsveitarinnar styrkir fjárhagslega ákveöin verkefni tengd hljómsveitinni.Á þessu starfsári naut gerð heimildamyndar um tón- leikaferð Sinfónluhljómsveitar Islands til Þýskalands í desember 2003 stuðn- ing úrsjóðum félagsins. I síðasta mánuði hélt Vinafélagið umræðufund í Iðnó um stöðu Sinfóni- unnar i samtímanum og hyggst áfram vera vettvangur fyrir umræðu um mál- efni hljómsveitarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.