Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.09.1985, Blaðsíða 12
jarðvistardögum hennar vera okkur öllum til eftirbrevtni. Blessuð veri minning Kristbjargar Olafsdóttur. Lilja og Steini. börnum þeirra ásamt ættingjum hans og vinum heima. Oúlíus Guðmundsson. INGÓLFUR KRISTJÁNSSON F. 31.okt. 1902 D.7.des. 1984. FRÁ SXARFINU^ Hann var sonur sæmdarhjónanna Kristsjáns Þórðarsonar og Guðnýar Elíasdóttur, sem lengi bjuggu í Reykja- dal í Vestmannaeyjum. Þau hjónin voru í þeim 30 manna hóp, sem skírðist í Vestmannaeyjum árið 1924 og fvrstur myndaði söfnuð aðventista þar. A næsta ári skírðist þar annar myndarlegur hópur, flestir þeirra voru ungir, og var Ingólfur einn þeirra - þá 23 ára gamall. Það var á árinu 1928, að ég kynntist Ingólfi, og vorum við starfsfélagar um tíma. Hafði hann þá orð á því,að hugur hans stæði til að afla sér menntunar í skóla okkar erlendis, og varð þetta sameiginlegt áhugamál okkar. Árangurs- ríkt bóksölustarf okkar árið 1929 kom því til leiðar, að þessi draumur varð að raunveruleika, og við innrituðumst sem nemendur í Nærum Missionsskole um haustið. Á næsta ári hóf Ingólfur sjúkraþjálfunarnám í Osló, og að því loknu var hann beðinn að taka að sér starf í endurhæfingarstöð okkar í Kaupmannahöfn. Þar vann Ingólfur ævistarf sitt við góðan orðstí og miklar vinsældir sjúklinga í rúmlega 40 ár. Hin síðari ár var Ingólfur farinn að heilsu, og síðustu tvö árin dvaldi hann í hjúkrunarheimili. Þetta tímabil sagði hann hafa sína björtu hlið. "Minningar æskuáranna og bernskuheimilisins eru mér svo skýrar í huga - yndislega eyjan mín, og það, sem þar gerðist, er mér allt svo dýrmætt", sagði hann. Þeir, sem lifðu fyrstu ár safnaðarins í Vestmannaeyjum og kynntust þeim áhrifum, sem boðskapur okkar skapaði þar, munu skilja, hvað hann átti við. Minningar þess tíma báru birtu og blessun yfir ævikvöld hans. - Blessun Guðs fylgi eiginkonu hans, HLÍÐARDALSSKÓLI - NÝR SKÓLAST3ÓRI. í sumar lét Einar Valgeir Arason af störfum sem skólastjóri Hlíðardalsskóla og við tók 3ón Hjörleifur Oónsson. Um leið og við þökkum Einari hjartanlega fyrir vel unnin störf á skólanum sem kennari síðast liðin 5 ár og síðasta árið sem skólastjóri og einnig konu hans Karen fyrir kennslu og húsmóðurstörf sem hún hefur unnið af stakri samviskusemi og dugnaði, bjóðum við 3ón Hjörleif Oónsson og konu hans Sólveigu Oónsson hjartanlega velkomin til starfa. Það þarf ekki að kynna Oón og Sólveigu því fáir ef nokkrir hafa unnið jafn lengi við skólann og þau. Megi Guð blessa Hlíðardalsskóla og allt það starf sem þar er unnið, starfslið og nemendur. H3ÁLPARSTARF AÐVENTISTA -HAUSTSÖFNUNIN Haustsöfnunin hefur gengið vel það sem af er þegar þetta er skrifað 22. september. Ferðirnar út á land voru farnar í ágúst og var góð hækkun á Akureyri og bæði í austur- og vestur- ferðinni. Á Snæfellsnesi var einnig hækkun. í heimasöfnuðunum hefur haustsöfnunin verið í gangi frá 1. september og sérstaklega í Reykjavík hefur þátttaka verið góð. Þegar þetta blað kemur í hendur lesenda verður söfnun væntanlega lokið en leyfi er fyrir söfnun til 10. október. Væntanlega verður hægt að skýra frá lokatölum söfnunarinnar í ár í desemberblaðinu en að venju verður nóvemberblaðið bæna- vikulestrarnir. 12

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.