Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 Sport DV Baros vill ítalskt lið Tékkneski framheijinn Milan Baros, sem leikur með Liverpool, vill fá ítalska mótherja í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar en dregið verður næstkomandi föstudag. Liverpool sló Bayer Leverkusen sannfærandi út úr sextán liða úrslitunum og Baros vili helst losna við að mæta tveimur liðum. ‘4 „Ég veit að við viljumsleppa 3 við að mæta JÚLbcn Chelsea, Á ?, sem við / höfum iJf' þegar “ spilað þrívegis við á þessu * 4 tímabili, og W Lyon sem er ekki með neinar stórstjörnur en er gífúrlega sterkt lið. Það “5^ væri gaman að mæta einhverju af ítölsku liðunum. Liðið er komið með sjálfstraust eftir leikina gegn Leverkusen og við erum ekki liræddir við neinn," sagði Baros. Pizarro vill sleppa við Chelsea Claudio Pizarro, framherji Bayern Múnchen, vill helst sleppa við að mæta Chelsea þegar dregið verður í átta liða úrslit meistaradeildarinnar á föstudaginn. „Ég vil frekar mæta Chelsea seinna í keppninni þó mér sé sama hverjum við lendum á móti," sagði Pizarro en hann og félagar hans slógu Arsenal út úr sextán liða úrslitunum. Frisk hættur að dæma Sænski knattspymudómarinn Andreas Frisk, sem hefur verið f hópi bestu dómara heims á undanfömum ámm, hefur ákveðiö að hætta að dæma jafnvel þótt hann eigi þijú ár eftir sem alþjóðlegur dómari. Þetta tímabil hefur verið atburðarfkt hjá Frisk og óhætt að segja að ekki hafa ríkt mikil lognmolla í kringum þennan súkkuiaðibrúna Svía. Frisk segist hafa tekið þess ákvörðun af ótta við öryggi sjálfs síns og íjölskyidunnar en hann hefur fengið fjölmargar morð- hótanir eftir leik Barcelona og Chelsea í meistaradeildinni þar sem hann var sakaður um að draga taum spænska liðsins meira en góðu hófi gegndi. „Ég er enn sannfærður um að það sem ég gerði í Barcelona var rétt. Því miður virðast sumir ekki geta sætt sig við tap og þegar hótanir em farnar að berast í stórum stíi þá er þetta ekki lengur þessi virði," sagði Frisk. Hann fékk kveikjara í hausinn í leik Roma og Dynamo Kiev í meistara- deildinni fyrr í vetur og þurfti að aflýsa leiknum. Claudio Ranieri, þjálfari Valencia, var heldur ekki sáttur við Frisk eftir að hans menn töpuðu fyrir Werder Bremen og misstu af sæti í sextán liða úrslitum meistaradeildarinn- cir. Ranieri sagði eftir leikinn að hann skildi vel að áhorfendur hefðu kastað kveikjara í Friskí . jftJ Róm. > Æ) Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze hefur heldur betur vakið athygli i vetur fyrir frábæra frammistöðu með Manchester United, bæði í ensku úrvals- deildinni og meistaradeildinni. Heinze kom frá franska liðinu Paris St. Germain og vissu fáir hver hann var áður en hann lék sinn fyrsta leik á Old Trafford. Argentínumenn hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims á undanförnum árum. Þeir eru flestir að spila í bestu lið- unum á Ítalíu og á Spáni en eins og dæmin sanna með þá Juan Sebastian Veron og Hernan Crespo þá hafa þeir átt erfitt upp- dráttar í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Heinze hefur hins vegar gefið þeirri hefð langt nef og fallið eins og flís við rass inn í hinn harða heim sem enska úrvalsdeildin er. Gabriel Heinze spilaði aðeins átta leiki í argentínsku deildinni áður en hann hélt til Evrópu aðeins nítján ára gamall. Hann spilaði með Real Valladolid á Spáni og portú- galska liðinu Sporting Lissabon en það var ekki fyrr en hann gekk í raðir í franska liðsins Paris St. Germain sem hann fór að vekja almenna eft- irtekt. Frammistaða hans með franska liðinu gerði það að verkum að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, greiddi tæpar sex milljónir punda eða rúmar 620 milljónir íslenskra króna fyrir kapp- ann síðasta sumar. Góð byrjun þó sein væri Ferill Heinze hjá Manchester United byrjaði ekki vel því hann gat ekki byrjað að æfa með liðinu fyrr en í september vegna anna með argentínska landsliðinu. Fyrst spil- aði hann með liðinu í Ameríkubik- amum og síðan var hann einn af aðalmönnunum í sigurliði Argen- tínu á Óiympíuleikunum í Aþenu. Alex Ferguson var mjög mótfallinn því að Heinze spilaði á Olympíuleik- unum og gaf í skyn í blaðaviðtölum að hann væri hugsanlega búinn að eyðileggja feril sinn hjá félaginu áður en hann spilaði sinn fyrsta leik. „Það verður ekki auðvelt fyrir hann að komast í liðið þegar hann kemur í september og ef til vill er ferill hans hjá okkur búinn áður en byrjar," sagði Ferguson fúll. Hann þurfti að taka þessi orð til baka því að eftir að Heinze spilaði sinn fyrsta leik gegn Bolton 11. september hefur hann verið einn af bestu leik- mönnum Manchester United. Heinze gerði sér lítið fyrir og skoraði gegn Bolton og var það mál manna eftir þann leik að Ferguson hefði loksins fúndið manninn sem gæti leyst vandræði hans f vinstri bak- verðinum. Það hefur gengið eftir og nú myndi Ferguson varla vilja skipta á neinum bakverði í heiminum fyrir Heinze. Stórkostlegur stríðsmaður Heinze hefur vakið mikla athygli Rio Ferdinand Heinze spil- arafástríðu „Gabriel er fiábær leikmaður sem hefúr náð að Jaga sig að raska boltanum á stuttum tíma. Hann hefúr mikiim sigurvilja er áSZ h sterkrog spaar ástríðu. Honum fer fram í ensk- unm á hverjum degi og er virkilega ffnn náungi," sagði Rio Ferdinand, félagi hans í vöminni hjá Man- chester United. „Leikstíll minn er svona. Ég er vanur að leggja mig alltaffram í hverju sem ég tek mér fyrir hendur og fer í öll návígi til að vinna þau." fyrir leikstíl sinn en hann er baráttu- maður mikill og gefur sig allan í hvert einasta návígi. Hann er lítill og léttur en sú staðreynd að hann hefur fengið tíu gul spjöld á tímabilinu segir sitt um hörkuna í Heinze. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur látið hafa eftir sér að Heinze sé „stórkostlegur stríösmaður" en sú Iýsing á við þennan stuttvaxna gaur úr stáli. „Leikstíll minn er svona. Ég er vanur að leggja mig alltaf fram í hveiju sem ég tek mér fyrir hendur og fer í öll návígi til að vinna þau," sagði Heinze. Frábært að vera í Manchester Heinze hefur fallið vel inn í hóp- inn hjá Manchester United og er gíf- urlega ánægður hjá félaginu. „Það er frábært að vera í Manchester. Ef satt skal segja þá var ég smeykur við að koma til Englands því Argentína og England hafa marga hildi háð í gegnum tíðina. Að koma til félags á stærð við Manchester United vakti líka hjá mér spennu við að takast á við óþekktan hlut. Ég þurfti samt engu að kvíða því mér hefur verið tekið frábærlega. Ég er afskaplega þakklátur fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Það hafa allir komið fram við mig sem hluta af hópnum frá fyrsta degi og það á jafnt við um leik- menn sem og fólkið sem sér um búningana. Það er sérstakt fýrir út- lending eins og mig að koma hingað og vera strax orðinn hluti af hópn- um. Strákarnir í liðinu reyna meira að segja að tala spænsku við mig sem er mjög sérstakt og sýnir að þeir reyna allt til að láta mér líða sem einn af hópnum." Riginingin leiðinleg Það eina sem Heinze hefur út á Manchester að setja er að það rignir meira í borginni en hann að venjast ffá fyrri tíð. „Þegar ég kvartaði yfir því hversu oft það rigndi hér þá svaraði Ruud van Nistelrooy mér að ef sólin skini hér á Manchester þá væri þetta paradís, besti staður í heimi. Hann sagði mér að það væri ekki hægt að fá allt í lífinu og hann hefur rétt fýrir sér - það er ekki hægt," sagði Heinze sem trúir því að United geti unnið alla tida á næstu árum. „Fólk ætti að gera sér grein fyrir því að ég er að spila í stórkostlegu Iiði. Það er eintómar stórstjörnur í liðinu en þær eru allar með fæturna á jörðinni. Við erum að ná saman og þegar allt smellur þá veit ég að við munum vinna stóru tidana," sagði Heinze. oskar@dv.is Gabriel Heinze Fæddur; 19.apríll978 bHæð' 172 cm 70 kg Landsleikir: ^ Deildarleikir fyrir United: 22/1 Ferill: 1997-1998 1997- 1998 1998- 1999 1999- 2000 2000- 2001 2001-2002 2002- 2003 2003- 2004 2004- ? | 1 Newell's Old Boys Real Valladolid Sporting Lissabon Real Valladolid Real Valladolid Paris St. Germain Paris St. Germain Paris St. Germain Manchester United Gabriel Heinze Þessi baráttuglaöi Argentlnumaður hefur staðið sig frábærlega með Manchester United f vetur. Heinze vildi frí yfir jólin Gabriel Heinze er strangtrúaður kaþólikki og hafði miklar áhyggjur vegna gríðarlegs álags á leikmönn- um ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólin. Heinze hefúr alltaf spilað í deildum sem hafa verið í frfi yfir jólin og sagðist vera vanur að dvelja meö Qölskyldu sinni yfir jól- in. „Ég er vanur að nýta tímann með fjölskyldunni og fara í messur. Það verður eitthvað öðruvísi núna en ég vona að ég nái að laga mig að því aö einbeita mér að því að spila vel,“ sagði Heinze en hann spil- aði alla þijá leiki United á milli jóla og nýárs °g virðist ekki hafa orðið meint af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.