Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 Menning DV Kiljukóf Jóa í kilju- flóðinu sem skellur nú á markaðn- um árvisst eíns og vor- hretin eru kiljur JPV - útgáfu fyrir- ferðarmikl- ar að vanda. Sölu- listi búðakeðju Pennans sem hér birtist í síðustu viku sýnir að kilju- útgáfur fagurbók- mennta sem um jólin í harð- bandi seljast vel þessa dagana. Það eru ekki færri en íjórar bækur sem JPV-útgáfa sendi frá sér í síðasta mánuði og verður hér getið tvegga: þar ber fyrsta að telja Bam að eilífu sem var ein metsölubóka sföasta árs, Sig- mundur Emir Rúnarsson deilir með lesandanum reynslu og sársauka sem hefur mótað hann og hans nánustu. Stundum eiga guð og vísindin engin svör viö ~ stærstu Ritfregn tngum lífsins. Hér er rakin saga ís- lenskrar fjölskyldu með fatlað barn - sagt frá gleðinni yfir ný- fæddu bami og angistinni yfir sjúkleika þess, tilraunum til að fá bót á meinum þess og sorg- inni yfir því sem ekkert fær breytt,“ segir í kynningu útgáf- unnar. Sigmundur Emir Rún- arsson er löngu landskunnur fjölmiðlamaður og ijóðskáld. Bam að eilífu er fyrsta saga hans; í senn spennandi og hreinskilin frásögn af óvenju- legu lífshlaupi föður og dóttur. Heppin eftir Alice Sebold kom út í innbundinni útgáfu á sfðasta ári og hlaut mjög góða dóma. Hún er nú komin í kilju. JPV hefur áður gefið út metsölu- bókina Svo fögur bein eftir sama höfund. Aleitnar minningar Alice Sebold um þá reynslu að vera barin og nauðgað átján ára að aldri grípa lesandann sterkum tökum. í kynningu ut- gefanda segir: „Með beittum húmor og næmu auga fyrir fjar- stæöukenndum aðstæðum sem komið geta upp í lífinu lýsir hún tilvem sinni sem ungur háskóla- nemi fyrir og eftir hrottafengna lfkamsárás, hvemig hún berst hatrammlega gegn einangrun og fordómum og baráttu hennar við að ná fram réttlæti í dóms- kerfinu.“ í dómi sínum hér í DV sagði Sigríður Albertsdóttir: „Sérlega grípandi frásögn...ein- semd höfundar nístir lesandann inn að beini." Hópur ungra leikara sem flestir eru menntaðir í London frumsýndi á föstudags- kvöld nýtt leikrit eftir enska skáldkonu, Önnu Reynolds, sem heitir á frummálinu Goodbye Stranger en er kallað Riðið inn í sólarlagið. Þetta var heimsfrumsýning. Það fer nokkrum sögum fram í þessu verki Önnu Reynolds. Allar lúta þær að óstöðugum samböndum karls og konu, svikum, veikri félagslegri stöðu og tilfinningalegu róti sem leiðir til næturævintýra og usla í hjónabandi. Sviðsetning þeirra félaga á verkinu legg- ur stærsta áherslu á gamansemi og brall og víkur sér undan þeim sterka pólitíska þætti sem undirbyggir verkið. Á bakvið örlög þessa fólks stendur óhaggað breska stéttarsamfélagið og það virðist vera eitt meginerindi höfundarins að ráðst að því og sýna hvemig þeir lægst settu verða að selja allt sitt Hún ein- blínir á örlög kvennanna, en í íslenskun verksins víkur þessi stétta- og kynja- grunnur úr brennidepli sýningarinnar. Það er f annað sinn á þessum vetri sem verk ættað frá Bretlandseyjum er sviðsett á litla sviðinu og íslenskað þannig að pólitískur broddur þess er verulega deyfður. Reyndar er þýðanda hvergi getið í sviðsetningu IQáusar- hópsins en ætla má að þýðingin sé að einhveiju eða öllu leyti leikstjóranna og hópsins. Pólitískir geldingar Álíka vinnubrögð hafa áður sést f öðrum húsum: þjóðfélagsleg skýr póli- tísk afstaða, erindi í frásögn leiksins er farið að verða ærið óljóst á íslenskum leiksviðum eins og áhafnir sýninga sameinist í moðreyk, finni það hentug- ast að sneiða hjá því sem er mikilvæg- ast í sviðsetningum: umfjöllun um að- stæður og val fólks, en halli sér meira í yfirborðskennt sprellið eða í tómt og óljóst konseft. En eftir höfðum dansa limir. Þegar búið er að blaðra sig frá leikhúsi með afstöðu á þeim veiku fag- urfr æðilegu forsendum sem íslenskum leikhúsmönnum em tömust er eftir- leikurinn þægilegur, afstöðulaust og úr samhengi við hér og nú skal það vera. Hérsjáumvið... í nokkrum snöggum myndum kynnir skáldkonan helstu persónur við fyrsm kynni eða snemma í sambandi. Innviðir í lífi þessa fólks em ópersónu- legir. Það er fyrst eftir sýninguna að öll brotin fara að raðast saman í heila mynd og ferill þessa hóps skýrist. Ungur heimilisfaðir verður einn með bömin sín þegar byttan konan hans stingur af. Hann fer að dandalast með stelpu undir lögaldri. Þegar konan hans dúkkar upp sóber notar hún öll brögð til að komast aftur heim, þvert gegn vilja hans. Þau Valli og Kolla ströggla í sínu sambandi: hann fer í vændið og þau leika sér í makasldptum með fólki úr vinnunni, Einari og Elínu sem búa í ást- litlu sambandi. Karen heldur framhjá manninum sínum sem veit af því, Eva litla vill sofa hjá og finna sér einhvem félaga áður en mamma hennar kemur heim, Bryndís er þrígift en vill bara fá líkamlega þjón- ustu. Gulla og hin öll Sá hópur sem myndar leikflokkinn Kláus er að stærstum hluta menntaður í Arts Educational skólanum og heítir verið á vinnumarkaði I tæp tvö ár. Hann nýtur forystu tveggja ungra manna sem em báðir menntaðir við Bristol Old Vic f leikstjóm. f hópnum hefur Guðlaug Elísabet langmesta leikreynslu og leikur sér að sínum hlutverkum algerlega áreynslu- laust að því er virðist. Guðlaug hefur um nokkurt skeið verið fjarri dramat- ískum stærri hlutverkum en hefur f sjónvarpsvinnu sinni gengið gegnum ærið harðan skóla og ætti að fást við stórverkefni í stærri leikflokkum. Það hefur hún ekki gert síðan ÞórhiJdur Þorleifsdóttir setti hana á oddinn í sín- um flokki í Borgarleikhúsi. Því ekki ber? Hin em öll prýðilega þjálfaðir leikar- ar. Þau hafa skýra nærvem, vom reynd- Kláus sýnir í samstarfí við Leikfé- lag Reykjavíkur: Riðið inn í sólar- lagið. Leikstjórar: Oddur Bjarni Þorkelsson og ÓlafurJens Sig- urðsson. Leikmynd og búningar: Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Lýs- ing: Benedikt Axelsson. Tónlist: Vilhelm Anton Helgi Jónsson. Leikendur: Alexia Björg Jóhann- esdóttir, Erlendur Eiriksson, Guð- jón Þorsteinn Pálmason, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Ólafur S. K. Þorvaldz, Margrét Sverrisdóttir. vera í tveimur gerólíkum hlutverkum. Erlendur skóp nokkuð þrönga en heil- steypta manngerð. Iþað heila var gaman að sjá hópinn feta sig áfram á íslensku sviði. Mér tókst í fyrri viku í frétt um sviðsetningu þeirra að skrökva upp á þau styrk frá Leiklist- arráði, en þeim veitir ömgglega ekki af styrkjum. Frumsýning 8. april 2005. Leiklist ar nokkuð energflaus í sviðsetningunni, sérstaklega framan af: það vantaði á hættuna hjá Ólafi í Danna og alld Margrétar var óljós, en sýningin pikkaði upp eftir hlé. Áhorfandinn var búinn að byggja hvað hann gat af atriðum sem vom full slitrótt. Þá var líka farinn að færast meiri þungi f leikinn og hópurinn náði að spenna verkið upp á fleiri tón- um en gamansamri semi-erótík Má reyndar spyrja fyrst á annað borð er val- ið verk á borð við þetta hversvegna fólk ræðst ekki lengra í nekt yfirleitt og sam- lfkingu þeirra kynferðislegu athafria sem verldð gerir sér dælt við? Vænlegir kraftar Og þau vekja öll forvitni sem lista- menn: Alexía var fín bæði í eiginkon- unni svikulu og hinni sem treysti á vændi eiginmannsins sér til fram- færslu. Hún hefur dáh'tið klemmda rödd sem gaman væri að hún ynni bet- ur með, en fínan sans á geðbrigðum og bjó til tvær skýrar konur af ólíku standi sem vom keimlíkar. Margrét var undir lokin býsna sannfærandi í manipúlatíf- um alka. Ólafur hefur sýnt að hann má brýna í sannfærandi og fjörlegan leik, Guðjón hraustlegur og næmur virtist Litla sviðið Rýmið var notað í einni af þessum bastarðskenndu útgáfum Litla sviðsins. Fer nú að verða kominn tími á að stjóm Leikfélags Reykjavíkur fari að manna sig í að reka sviðið sem hringsvið, hið eina sem er hannað þannig á landinu. Forsendur í ráðningakjörum leikara hafa breyst og sú var tíðin að á svið- setningar á Litla sviði komu þúsundir áhorfenda. Bríet Héðinsdótir heitin sagði það besta leiksvið á landinu og það var vissulega hugsað sem ögrun við leiktækni þess tíma. Núna er það vanbúið til að taka á móti gestum, endalaust verið að þröngva inn í það rammasviðssýning- um af öllu tagi sem flestar ættu frekar heima í Nýja sal. Stjóm LR þarf að hugsa aðeins upp á nýtt hvemig spilað er í húsinu, ef hún getur það ekki þarf hússtjómin að gera það. Hér var semsagt reynt að leika með áhorfendur á þrjá vegu, sumar sjónlín- ur þannig að helst sá t koll og lítið leik- ið upp, flestar sjónlínur nema þær neðst ári lokaðar. Lýsing var ónóg og oft sást illa í andlit. Rýmið var þröngt og gaf leikurum ekki sæmilegt speis. Leikmyndin var bara rúm, en engin greinarmunur gerður á stöðu hvers og eins. Það lýsti af sviðsetningunni fá- tæktinni. Páll Baldvin Baldvinsson Rafmögnuð snilld Þetta vom sannarlega óvenjulegir tónleikar. Það er ekki á hverjmn degi að leikið er á rafmagnsfiðlu í Ijósa- gangi á tónleikum ltinnar virðulegu Sinfómuhljómsveitar. Ennþá síður er venjan að dansa tangó á sviðinu á slíkum konsertum. En þetta gerðist þó í Háskólabíói á fimmtudags- kvöldið á einhverjum skemmtileg- ustu hljómnleikum sem þar hafa verið í vetur. Þungamiðja kvöldsins var víólu- konsertinn eftir sjálfan hljómsveit- arstjórann. Þetta er langt verk og stundum langdregið en samt mjög fjölbreytt og líflegt. Þar er blandað saman ýmsum tónlistarstraumum, bæði „klassískum“ og rokki, eins og verður æ algengara nú á dögum. En sjaldgæft er að það sé gert jafri vel og í þessu verki. Allt kom eðlilega heim og saman. Þetta var eins og hnattferð um tónlist nútímans þar sem svo mörgu ægir saman. Það ætti að skylda alla til að hlusta á þennan konsert sem halda því ffarn að sinfónísk nútimatónlist sé leið- inleg og óskiljanleg. Leikur Venger- ovs var stórkostlegur. Hann er jafn- vígur á hrikalegar leikþrautir og blíðlegan og syngjandi leik. Tónn- inn er svo safaríkur og kraftmikill að réttast væri að kalla hann æðis- legan ef ekki hreinlega snargeggj- aðan. Og mesta púðrið var tví- mælalaust þegar þessi galdrameist- ari lék á rafmagnsfiðluna af kvik- indislegum fítonskrafti og gaura- gangi f bláum leifturljósum. Þetta var rafmögnuð sniild í eiginlegri og óeiginlegri merkingu svo hárin risu á áheyrendum af forundran og aö- dáun, jafnvel með snert af skelf- ingu. Tangóinn sem kom á eftir þessum hamförum var ansi sexí og sætur, jafnt f danssporunum sem tónlistinni. Og skvísan var nú ekk- ert slor og kaliaði ekki allt ömmu sína þegar hún steig seiðandi dans- inn með Vengerov. Allt var þetta óborganleg skemmtun og hin fih- asta músik. Verldð eftir Mússorgskíj var hins vegar dauflega spilað. Og flutningur- irm á hinni flrábæru sinfóníu Tsjaj- kovskfjs olli nokkrum vonbrigðum. Hann var að vísu fullkomlega laus við tiifinningasemi og hvaö þá væmni. En hann var oft þokukennd- ur, óskýr og stefhulaus og ekki meira en svo nákvæmur, einkum í síðasta kaflanum. Valsinn skorti léttleika og sjarma. Skertsóið var hins vegar vel útfært af snerpu og þrótti. En fyrst og fremst vantaði að mestu leyti þá harmrænu tign sem einkennir verk- ið. Það þýðír ekkert að halda þvi skemmtun og hit ústa fram, hvort sem er í oröum eða tón- listarflutningi, að þessi sinfónía túlki eitthvað annað en ósegjanlega þungan harm og söknuð. Svo er það hin brennandi spurn- ing: Hvenær fáum við að sjá súlu- dans á tónleikum Sinfóníunnar? Sigurður Þór Guðjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.