Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ2005 Fjölskyldan DV Skemmtun í stutta stund Valgerður Halldórsdóttir, félagsráögjafí og ritstjóri heimaslðunnar stjuptengsl.is. Hún svarar spurningum lesenda Igegnum netfangiö samband@dv.is. Tatiö er aö um þaö bil helmingur allra barna á aldrinum 5 til 15 mánaða sé settur igöngugrind. Flestum börnum þykirgaman aö leika i þeim og flestum foreldrum þykir gott að setja barniö í grindurnar þvi það bæði skemmtir barninu og hefur ofan affyrirþví.Afturámóti vara flestir sérfræðingar viö því að börn séu látin vera mikið Iþeim. Gott er að miöa viö aö það sé ekki oftar en tvisvar ádagogað barnið sé ekki lengur I grindinni en ISmínúturísenn þvíhún reynir mikið á bak og fætur barnsins. Einnig er mikilvægt að grindin sé þannig stillt aö fótur barnsins nái alveg niður á góif, þannig aö það gangi ekki um á tánum, því þá er hætta á aö hásinin í fætinum styttist með tímanum. Börnin spurð Hvað hlakkar þú mest til að gera í sumar? Nafn: Ragnhildur Leósdóttir. Aldur: 9 ára.„Ég hlakka mest til að fara I sumarbu- stað við vatn með mömmu og pabba. Nafn: Kristin Unnur Mathiesen. Aldur: 9 dra.Jg ersvo spennt að fara á hest- baká e/nhverjum afhestunum hans pabba mfns. Þeir eru allir voða góðir." KSTSSSSSSE- i fara I útilegu og svona. -- Nafn: Ýmir Örn Gíslason. Aldur: 7 ára „Eg hlakka mest til fara á Lottómótið, L er svona fótboltamót. Svo hlakka ég lík til í að fara í útilegu." æ varsdóttir. Aldur: ■a til þess að leika alegt með mömmu Komdusæl, Valgerðurí Éghef áhyggjur af skólanum hjá dóttur minni sem er á öðru ári í fram- haldsskóla. í vetur hefur hún tekið ýmislegt fram yfir námið s.s. að hanna og sauma búninga fyrir skólaleikrit- ið. Henni gekk ailtaf vel í grunn- skóla en nú er hún á kafi í öllu öðru en að læra. Bróðir hennar var í þessum sama skóla og gekk honum mjög vel, svo ég skii þetta ekki! Ég er hrædd um að hún nái ekki skólanum í vor. Hvað er til ráða? Áhyggjufull móöir T ómstundif sjela tíma hennar íra naminu Komdu sæl, áhyggjufulla móöir! Mér sýnist þú eiga dugleg börn, en ef til viil dálítið ól£k. Það er nú ekki lítil ábyrgð sem dóttur þinni er falin að bæði hanna og sauma bún- inga fýrir heila leiksýningu. Þú mátt vera stolt af henni! Dóttir þín virðist hafa sinnt verk- efninu sem henni var falið af mikl- um dugnaði og hún tekið það fram yfir námsefnið sem prófað er úr. Ætla má að það valdi henni eins og þér töluverðum áhyggjum að stand- ast ekki prófin, en flest viljum standa okkur í því sem við tökum okkur fyr- ir hendur, framhaldsskólanemend- ur eru engin undantekning, það get ég fullyrt eftir áralanga reynslu af kennslu og félagsráðgjöf. Þú, eins og flestir aðrir foreldrar, hafa ákveðnar hugmyndir um fram- tíð barna sinna. Yfirleitt vilja þeir að börnin fari í eitthvert nám eftir grunnskóla. Sumir foreldrar hafa mjög fastmótaðar skoðanir á því hvaða nám er börntim þeirra fyrir „bestu" en aðrir telja börnin geta al- farið ákveðið það sjálf. Það er ýmislegt sem ræður því hvaða skóli verður fyrir valinu: Námsframboð, staðsetning, gott fé- lagslíf eða hefð í fjölskyldunni. Svo eru til nemendur sem nota töluverð- an tíma í tíunda bekk til að hlusta eftir, svo lítið beri á, í hvaða skóla þeir ætla sem lagt hafa þá í einelti, til að þeir geti þá valið sér skóla sem lengst frá gerendunum. í sumum til- vikum er einfaldlega verið að velja sig frá ákveðnum skóla eða skólum. Hvað réði því hvaða skóla dóttir þín valdi, veit ég ekki, en ef til vill hafa orð bróður hennar haft einhver áhrif og væntingar ykkar foreldr- anna. í uppeldinu lærum við hvað telst gott og gilt, það á líka við um nám. Sonur þinn hefur líklega valið sér skóla og námsbraut sem honum hentaði en það sama þarf ekki endi- lega að eiga við um dóttur þína, sem er skapandi og kröftug á sínu sviði. Það er ekki óaigengt að nemend- ur velji sér skóla án þess að hafa skoðað hvort hann henti þeim sjálf- um. Stundum virðast nemendur ekki vita af hverju þeir hafa valið til- tekna námsbraut, en telja sig „vita“ að einhver braut sé „betri“ en önnur eða það þurfi að „hafa allar leiðir opnar“ án þess að hafa íhugað hvað það þýðir fýrir þau sjálf. Að sjálfsögðu er til fýrirmyndar að börnin skuli hlusta á þá sem eldri og reyndari eru, en þegar kemur að því að velja nám er líklega skynsam- legast að hjálpa þeim að finna út hvað vekur áhuga þeirra sjálfra og hæfir þeim best. Vinni dóttir þín út ffá eigin styrk- leikum fremur en annarra eykur það líkurnar á velgengni hennar í lífinu og vellíðan. Þeir, sem alltaf streðast við að halda öllum leiðum opnum en vanrækja það sem raunverulega hvetur þá áfram, geta uppskorið skerta sjálfsmynd og fundist þeir vera annars flokks. Ef til vill þarftu að læra að meta dóttur þína út frá hennar eigin verðleikum og styrk í stað þess að bera hana saman við bróður hennar. Þau eru ólík en jafngild. Við megum ekki líta á áhugamál barna og ungmenna sem vandamál. Þú þarft ef til vill frekar að hjálpa dóttur þinni að finna farveg svo styrkleikar hennar fái notið sín í námi og endurskoða þína eigin af- stöðu til þess hvað teljist gott og gilt nám. Trúlega hentar henni annað nám betur en það sem hún stundar. Hún þarf á viðurkenningu þinni að halda og að hún sé metin út frá eig- in verðleikum. Á næstu vikum munu þúsundir tíundabekkinga velja sér framhalds- skóla. Einhverjir, sem nú þegar eru í framhaldsskóla, íhuga brautaskipti, jafnvel skólaskipti. Við þessar að- stæður skapast tilvalið tækifæri til að ræða saman, Þú ættir að Kta á þessa stöðu sem dóttir þín er í sem tækifæri til að skoða með henni hvað í boði er og ræða við hana um framtíðaráform hennar. Oft er gott að fá ungmenni til að ræða málin með því að segja frá sjálfum sér og hvað réð því að maður er staddur þar sem maður er staddur. Allir skólar eru með heimasíður á netinu þar sem má finna lýsingu á námsbrautum og einstökum náms- greinum. Til að fá frekari upplýsing- ar má leita til skólafélagsráðgjafa og náms- og starfsráðgjafa í skólum sem geta einnig aðstoðað við náms- val. Sú þjónusta er nemendum að kostnaðarlausu. Mundu að við höfum tilhneigingu til að velja það sem við þekkjum en „skólamatseðillinn" er mun lengri og fjölbreyttari en okkur grunar! Með kveöju, Valgerður Halldórsdóttir. Niðurstöður nýlegrar banda- rískrar rannsóknar benda til þess að um það bil 30% barna hafi orð- ið fórnarlömb alvarlegrar stríðni eða eineltis. Slík hegðun getur valdið barnssálinni margs konar vandamálum svo sem kvíða, lágu sjálfsmati auk líkamlegra ein- kenna svo sem höfuðverks og magapínu. Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni vildu leita svara við því hvers vegna sum börn leggja önnur í einelti. Hegð- un 641 barns var könnuð á tíma- bilinu 1986-2000 og þóttu niður- stöðurnar gefa glögga vísbend- ingu um að börn sem eyddu mikl- um tíma ein fyrir framian sjón- varpsskjáinn voru mun líklegri til að níðast á jafnöldrum sínum en börn sem nutu mikillar athygli foreldra sinna. Einnig kom í ljós að börnin í síðarnefnda hópnum stóðu sig mun betur í skóla, en foreldrar þeirra þóttu líklegri til að lesa fyrir þau og sýna námsefni þeirra athygli. Fantaleg hegðun barna tengist sjónvarpsáhorfi Ekki sama hvað börnin sjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.