Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 Sport DV Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson kveður dönsku deildina með miklum glæsibrag sem besti leik- maður deildarinnar, sá markahæsti og hugsanlega sem danskur meistari en lið Róberts, Aarhus, gæti orðið danskur meistari annað kvöld. Róbert sló strax í gegn í danska boltanum en hefur bætt sig með hverju árinu. Árið í ár hefur verið einstaklega gott hjá Árbæingn- um enda varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með tæp tíu mörk að meðaltali í leik sem er einstakur árangur. Lið hans, Aarhus, hefur þar að auki slegið rækilega í gegn og keppir þessa dagana um sjálfan meistaratitilinn við Kolding. Róbert var valinn bestí leikmaður deildarinnar fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígis- ins en hann fékk algjöra yfírburða- kosningu eða 57% atkvæða. „Ég átti alls ekki von á þessu þótt strákarnir í lið- inu hafi verið að segja mér að ég myndi vinna," sagði Ró- bert af sinni einstöku hóg- værð við blaðamann frá Danmörku í gær. Næstur í kjörinu varð stórskytta Kolding, Bo Spellerberg, en hann fékk aðeins rúm 20% atkvæða. Þriðji varð síðan hornamaðurinn frábæri hjá Flensburg, Sören Stryger. „Þessir yflrburðir komu mér verulega á óvart. Þetta er mikill heiður og ein af þrem stærstu stundunum á mínum ferli. Ég vil þó ekki eigna mér þetta einn því ég ,Þessir yfirburðir komu mér verulega á óvart. Þetta er mikill heiður og ein afþrem stærstu stundunum á mínum hefði aldrei spilað svona vel án að- stoðar félaga minna sem hafa verið duglegir að gefa á mig í vetur." Spilað mjög vel Róbert neitaði því ekki að hann væri búinn að spfla vel í vetur og ljóst að hann er klár í átökin í þýska boltanum næsta vetur en hann gengur í raðir Gummersbach í sumar ásamt Guðjóni Val Sigurðs- syni. Róbert segist hafa bætt sig mikið sem handboltamaður í Danmörku. „Ég hef tekið framförum á öllum sviðum með Aarhus og þá kannski mest sem varnarmaður en ég hef fengið mikla ábyrgð í vörninni og spila þar lykilhlutverk í tveim af þrem varn- arafbrigðum sem við notum hvað mest,“ sagði Róbert en hann getur orðið danskur meistari annað kvöld þegar Aarhus og Kolding mætast í öðrum leik sínum í úrslitarimmunni um danska meistaratitilinn. Aarhus kom verulega á óvart og vann fyrsta leik liðanna á hinum geysisterka heimavelli Kolding og nægir því jafntefli annað kvöld til að verða danskur meistari. Koma á óvart „Það átti enginn von á þessu frá okkur en við höfum sýnt það í allan vetur að við gefumst aldrei upp. Það er mikilf karakter í liðinu og það er liðsheildin sem fleytir okkur svona langt. Það eru allir að vinna hver fyrir annan og sam- heldnin er ein- stök. Það skiptir miklu máli í svona úr- ferli. Ég vil þó ekki eigna mér þetta einn því ég hefði aldrei spilað svona vel án aðstoðar félaga minna sem hafa verið dug- legir að gefa á mig í vet- Frábær árangur Róbert Gunnarsson hefur farið á kostum I danska boltanum í vetur og var um helgina valinn besti leikmaður landsins. Róbert getur sfðan orðið danskur meistari annað kvöid erAArhus og Kolding mætast öðru sinni f baráttunni um danska meistaratitilinn. Grimmur Þegar Róbert kemst með hendurnar nálægt boltanum er ekki að sökum að spyrja. I langflestum tilvikum fær hann annaðhvort vlti eða hreinlega skorar. Þeir eru ekki margir varnarmennirnir sem geta stöðvað Róbert þegar hann er kominn á flug. slitarimmu og það getur fleytt liðum langt. Það lið sem vill meira fer oftar en ekki með sigur af hólmi. Það væri ekki leiðinlegt að landa þessu á heimavelfi í næsta leik," sagði Róbert en það er löngu orðið upp- selt á leikiim í Árósum og komast færri að en vilja. henry@dv.is Handboltamaður ársins Tite Kalandaze átti frábæran vetur með Eyjamönnum og var valinn bestur á föstudagskvöldið. best á lokahófi HSÍ Handboltakona ársins Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir Isiandsmeistaraliði Hauka og var valin best á föstudagskvöldið. Besti leikmaður ársins: Tite Kalandadze, (BV Valdimarsbikarinn: Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum Markahæstur: Halldór Jóhann Sígfússon, KA (229) Háttvísisverðlaun HDSl: Bjarkl Sigurðsson, Vfkingi Besti varnarmaður: Vignir Svavarsson, Haukum ; ‘ > Besti sóknarmaður: Valdimar Þórsson, HK Besti markmaður: Roland Eradze, (BV Besti þjálfari: Júlfus Jónasson, ÍR Efnilegasti leikmaður: Ámi Þór Sigtryggsson, Þór Hanna og Titevalin Hanna G. Stefánsdóttir, leikmaður Hauka og Tite Kalan- dadze hjá ÍBV voru valin bestu leikmenn ársins á lokahófi HSÍ sem fram fór um helgina. Hanna var einnig heiðruð fyrir að vera markahæst á tímabifinu, með 177 mörk, en hjá körlunum var það Halldór J. Sigfússon hjá KA sem skoraði flest mörk, 229 talsins. Árni Þór Sigtryggson, Þór og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram, voru valin efnilegustu leikmenn ársins. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum, fékk Valdimarsbikarinn. Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson vom valdir besta dómaraparið og Júlíus Jónasson, ÍR, og Guðmundur Karlsson, Haukum, voru bestu þjálfararnir. VERÐLAUN KVENNA Besti leikmaður árslns: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum Markahæstur: HannaG. Stefánsd., Haukum (177) Háttvísisverðlaun HDSl: Anna Bryndls Blöndal, Stjörnunni Besti varnarmaður: Anna Bryndfs Blöndal, Stjörnunni Besti sóknarmaður: Ramune Pekarskyte, Haukum Besti markmaður: Florentina Grecu, IBV Besti þjálfari: Guðmundur Karisson, Haukum Efnilegasti leikmaður: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram eirikurst@dv.is VERÐLAUN KARLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.