Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 27. JÚNl2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Rltstjðrar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóran Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla:(safoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Mestoghest Eg rakaugun fáhuga- veröa viöhorfskönnun um helgina. Eins og svo oft áður þá mældist lífshamingja (slendinga afskap- lega mikil. Aö vfsu trónuðum viö ekki efst á listanum eins og viö höf- um svo oft hreykt okkur af heldur uröum viö aö láta okkur annað sæti nægja þar sem hamingja hinnar sökkvandi og frjálslyndu þjóðar Hollendinga hafði heldur vaxiö ásmegin. Ég gladdist yfir gleði okkar og ýtti frá mér vanga- veltum um allt þaö magn þung- lyndislyfja sem viö neyöumst vfst til aö innbyröa f þágu gleöinnar. í hjarta mfnu fann ég til meö óhamingjusömustu þjóð álfunn- aren búlgarska þjóöin reyndist hampa þeim vafasama trtli. Sá grunurað Islendingarog Búlgarir ættu ekki margt sameiginlegt læddist aö mér. Afdráttarleysi, Þessi grunur minn ^reyndist ekki á rök- * , um reistur. Ham- ingjusamasta og óhamingju- samasta þjóöin sameinuöust neöst á lista f annarri könnun. Sam- einingin var fólgin f þvf aö firemur Iftill stuðningur var viö þvf við- horfi aö mönnum bærí aö huga aö velferö dýra hvaö sem þaö kostaöi. Um þaö bil 60% beggja þjóöa þótti heldur Iftil þörf á þvf. Aftur sló þjóöin f gegn þegar spurt var um réttmæti þess aö hagnýta umhverfiö f þágu mannsins og hafnaöi hún f öðru sæti. Okkur dugir ekkert hálfkák. föÉH3h5,umv» veriö aö skapa okkur _ ímynd út á viö og f hugum okkar sjálfra • um aö okkur sé annt um umhverfi okkar. Ótrúlega stór hluti þjóöarinnar segist trúa á álfa, fjöldi fólks er til f aö ræða krúttlega um mikilvægi þess aö komast f ósnortna nátt- úrn og nær öll teljum viö mennt- un afar mikilvæga. Einhvern veg- inn myndi Iffshamingja þjóöar- innar hljóma sennilegri ef hún væri sprottin vegna þeirra krúttf- myndar, sem viö höfum sannfært okkur um aö eigi viö okkur. Svo virðist þó alls ekki vera. Hamingja okkar er augljósleg sprottin af einhverj-um allt öörum meiöi. Út- koma könnunarinnar hljómar samt mjög f stfl viö þau áfonm stjómvalda aö draga úr náms- framboði f Háskólanum á Akur- eyri. Þaö er jú ríkisstyrkt mennta- stofnun og f hugum okkar er mun mikilvægara fyrir rfkiö aö styrkja og lána fyrir stóriðjum á hálendinu. k „Lcelcnirinn rannsakaði hann hdtt og lágt og sagði hann vera 75% öryrlcja. Afi hélt nú ekki ogskellti hurðuni. Hann ætlaði ekki aðfara að gerast hreppsómagi d miðjum aldri.“ Afí dó á laugardaginn Einu sixuii, einhvern tíma í kring- um ‘94 eða ‘95, sat ég hjá afa mínum og spurði hann út í ástandið í þjóðfélaginu. Vinstri menn- irnir sem afi kaus alltaf voru búnir að vera að kvarta sáran yfir fátækt og at- vinnuleysi í fjölmiðlunum. Ég hélt að afi væri nú heitur og jafnvel brjálaður yfir því hvemig væri komið fyrir þeim verst settu. Hann leit á mig og fussaði lítillega og sagði: „Ég hef aldrei haft það betra en eftir að ég fór á ellilífeyr- inn og svo er þetta fólk að væla.“ Þessi kynslóð er hægt og hægt að deyja út. Fólkið sem byggði þetta óbyggUega land. Við munum aldrei aftur sjá fólk eins og afa og ömmu. Amma dó fyrir um fjórtán árum. Afi hefði orðið níutíu og eins í ágúst. Ég held að hann hafi verið sáttur. Hann lést í litlum bæ á Suður- Englandi. Þar eyddi hann síðustu ævi- kvöldunum því ekki vildi hann verða hreppsómagi aftur og vera á framfæri hins opinbera. Hann var einn af þessum stoltu hugrökku mönnum sem kölluðu ekkert ömmu sína. Var smá- gutti þegar hann missti föður sinn og var settur á hreppinn vestur í Grund- arfirði. Alltaf þegar ég var hjá afa leið mér eins og ég væri að hitta goðsögn í lif- anda lífi. Hann átti níu böm og varð auðvitað að sjá þeim farborða. Hann vann erfiðisvinnu alla tíð. Var alltaf með í bakinu víst. Svo einhvem tíma þegar nútíminn hafði hafið innreið sína á íslandi fór hann til læknis til að láta athuga í sér bakið. Læknirinn rannsakaði hann hátt og lágt og sagði haxm vera 75% öryrkja. Afi hélt nú ekki og skellti hurðixm. Hann ætlaði ekki að fara að gerast hreppsómagi á miðjum aldri. Haim hélt áfram að virma erfið- isvinnu, verkamaimavixmu, og gerði það í tuttugu ár í viðbót. Þá mátti haxm ekki vinna lengur lögum samkvæmt. Ég mim sakna afa. Enda held ég að ég muni aldrei kynnast öðmm eins hörkunagla. EGILL HELGAS0N ER í miklu stuði þessa dagana. Skrifar greinar af mikl- um móð á Vísi.is. Frábært lesefni í alla staði. Hann hefúr verið á Grikklandi undanfarið og ritað nokkurs konar ferðasögu. Hann og Kári, sonur hans, heimsóttu munkaklaustur um daginn og litli guttinn heillaði munkana upp úr skónum. Þeir hafa líka notið sín á ströndinni og baðað sig í sólinni og athyglinni sem litíi guttinn fær. ÞAÐ ER SAMT ALDREI langt í þjóð- málaumræðuna þegar Egill er annars vegar. Pistlamir fjalla ekki bara um ferðamannalífið í Grikklandi. í síðasta pistli fjallar Egill um Jón Ásgeir og Davíð Oddsson. Hann horfði á frétt af Stöð 2 á Vísi.is um þátt sem gerður var um Jón Ásgeir í Bretlandi. Hann tjáði sig um stjómmálalífið á fslandi en viðbrögð Davíðs Oddssonar við því „Og drykkjarvöru- bransinn - sem Bjögg- arnir voru fyrst og síð- ast í - einn uppá- haldsiðnaður mafí- unnar." Fyrst og fremst styrktu Egil í þeirri „trú að Davíð sé á leið út úr pólitík." EGILL SEGIRAÐ UNDIREINS og „Davíð birtist í þessum ham fellur fylgi Sjálf- stæðisflokksins." Og hann Egill fer víðar. Liggur ekki á þeirri skoðun sinni að lagabálkur Davíðs um fjöl- miðla var settur ffam í fljótfæmi. „...illa smíðaður og hugsanlega af ill- um hvötum.“ ÞAÐ ER HINS VEGAR forvitnileg pæl- ing hjá Agli í nýja pistlinum um mun- inn á því hvemig fjallað er um póli- tíkusa og viðskipamógúla í fjölmiðl- um á íslandi. Nú er ekki lengur farið vettlingatökum um stjómmálamenn í fjölmiðlum líkt og gert var á árum áður. Nú taka allir fjölmiðlar hart á stjómmálum og reyna í það minnsta að láta þá vera ábyrga fyrir orðum sín- um og gjörðum. EN ÞEGAR KEMUR AÐ viðskiptafrétt- um em þær iðulega óskiljanlegar og oftast undir rós. Guardian skrifaði til dæmis grein um íslenska viðskipta- jöfranna og þar er greint ff á viðskipta- ferli Bjögganna í Rússlandi og ekkert verið að skafa utan af því að Péturs- borg - þar sem þeir störfuðu aðallega - sé höfuðvígi rússnesku mafiúnnar. Og drykkjarvömbransinn - sem Bjöggamir vom fyrst og síðast í - einn uppáhaldsiðnaður mafíunnar. ÞETTA KEMUR ALLT FRAM í breska dagblaðinu Guardian. Egill fer í gegn- um greinina á síðunni sinni. Hvemig Bravó, bmgghús Bjögganna, hafi stöðugt stækkað en aðrir í bransanum átt erfitt uppdráttar. „Einn hafi verið skotinn til bana í eldhúsi sínu, annar hafi dáið í kúlnahríð þegar hann steig út úr Mercedes-bifreið sinni, en eitt bmgghúsið hafi brunnið til gruirna eftir óhapp með logsuðutæki.“ ( L0K GREINARINNAR SKRIFAR Egill meðal annars þetta: „Nú geta menn sagt að þetta séu getsakir hjá hinu virðulega blaði Guardian. Jú, þetta er í hæsta máta spekúlatívt, en svona vangaveltur þykja lögmætar í alvöm fjölmiðlum erlendis." Við á DV getum ekki annað en skrifað undir það. mikael@dv.is Paranoja á hæsta stigi Ólína enn í stuði Jón Einarsson ftamsóknarmaður og tiður gestur i Silfri Egils skrifar af istriðu um mótmæli þremenninganna á Nordica Hótel. Hann setur skyrskvettumar í sam- hengi við hryðjuvericaógnina og bendir réttilega á að hér á fslandi springa sprengjur ekki á útimörkuðum eða veitingastöðum. „Þess vegna læt ég f mér heyra þegar fólk er farið að fremja hryðjuverk i nafni ofstælds. Það er ekld ásætt- anlegt að skvett sé súrmjólk hér á fólk vegna virkjunar- framkvæmda, ekki frekar en sprengjutilræði við al- menna borgara í frak eða Afganistan vegna frétta um niðuriægingu Kóransins. Þeir sem mæla þessu bót em að segja að hryðjuverk sé í lagi. En þau enr ekki í lagi. Og þaðerengin afsökun þótt skaðinn sem hér varð sé ekki sá sami og í frak eða Afganistan. Það er súrmjólk í dag, brennandi heit súpa á morgun, svo tærandi sýra, þá dínamit og svo koll af kolli, stig af stigi magnast ógn- in... Gott og vel. SamkvæmtJóni Einarssyni er ekki langt i að virkjunarandstæðingar vigvæðist, hlaði byssurnar og varpi sprengjum á Alþingi. Flestum heilvita mönnum hlýturþó að þykja það ótrúlegt. I rauninni voru þetta sárasaklaus mótmæli miðað við það sem víða gerist erlendis. Og jafnvel sakleysislegt miðað við þaðsemgerst hefur hér heima. Það var ekki verið að henda Molotov-kokteili í sendiráð eða banönum i Alþingið. Ætli Jón Einarsson vilji ekki senda þá Óla Pál og Paul Welch í Guantanamo-fangelsið enda hryðjuverkamenn afhæstu gráðu... í Fréttablað- inu í gær var lítil sæt ffétt af Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara á ísafirði. Hún ætlar að láta yfirfara próf enskukenn- arans Ingibjargar Ingadóttur en hún segir engar kvart- anir hafa borist. Líkir þessu við ein- elti og segir að um svipað mál sé að ræða og kom upp í desember í fyrra. í því máli náðist dómssátt í apríl. Formaður Félags framhaldsskóla- kennara hefur sent inn kvörtun til menntamálaráðherra. Vonar að þeir slái á fingur Ólínu. Annars er annað dómsmál í upp- siglingu. / lok fréttarínnai er sagt að „ekki náðist í Ólínu Þorvarðardótt- ur“en það þýðiroftast að einhver hafí ekki viljað ldta ná í sig. Við á DVhöfum auðvitað sagt ófáar fréttir af málefnum Ólínu fyrír vestan. Yfírlýsingar hafa flogið á báða bóga, útíeitt. En það má. velta því upp hvort það sé ekki frekar íhlutverki skólameistara að stilla til friðar og þjappa hópnum saman en að standa f sífelldum ill- deilum við starfsfólkið sitt? Ólfna Þorvarðadóttir Aftur komin (sama ham og I fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.