Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Díana drenllisin Kóngurinn lenti í árekstri Karl Gústaf Svíakonungur komst í hann krappann í um- ferðinni nálægt Norrköping í vikunni. Bifreið konungsins skall aftan á öðrum bll. Enginn slasaðist í árekstr- inum en lög- reglan lok- aði vegin- tíma. Bílstjóri Karls Gústafs var ekki nógu fljótur að hemla eft- ir að bíl- stjóri bílsins fyrir framan hafði neglt niðurtil að keyra ekki á hjól- reiðamann. Bílstjór- inn gerði sér lltið fyrir og hringdi á annan bíl fyrir konunginn sem gat því haldið áfram ferð sinni til Stokkhólms. Haraldur ver ^H^dótturina Haraldur Noregskonung- ir hélt langa ræðu yfir fjöl- miðlamönnum er hann var spurður út í sögu- sagnir varðandi óléttu Mörthu Louise prinsessu.Haraldur, sem var viðstaddur opnun menningar- sýningar í Oslo byrjaði rólega þegar blaðamað- ur spurði hann um dótturina. „Hver lýgur svona að þér?" spurði kóngurinn brosandi en hélt svo áfram á alvarlegri nótum. „Ég þoli ekki svona yfirgang. Þessar spurningar eru út hött." Séð og í Noregi hefur beðist afsökunar á fréttunum um hina meinta óléttu. Gengur í það heilaga - aftur Soldáninn af Brunei mun halda stóra veislu í næsta mánuði til að fagna brúðkaupi sínu.Veislan verð- ur haldin á stærsta hóteli heims en soldáninn,sem er 58 ára,valdi sér fréttakonu sem aðra eiginkonu sína. Hassanal Bolkiah var eitt sinn talinn einn sá ríkasti í heimi, metinn á meira en 40 milljarða bandaríkja- dollara, en eignir hans eru taldar fara dvínandi. Hann skildi við flug- freyju árið 2003 en fjölkvæni er leyfilegt í landinu. Hann er enn giftur fyrstu eiginkonu sinni. Ástfangin í sveitinni Letizia prinsessa og Felipe Spánarprins hafa eytt slðustu dög- um í sveitum Austurríkis. Hjónakornin sáust í litlu þorpi þar sem amma prinsessunnar býr. Letizia, sem er 33 ára, mun eignast fyrsta barn þeirra hjóna eftir þrjá mánuði. Hún hefur heimsótt ömmu sína á hverju sumri síðustu árin og lætur greini- lega nýjar skyldur ekki stoppa sig. Felipe prins er að heimsækja gömlu konuna í annað skiptið en parið eyddi þar nokkrum dögum ásamt fjöskyldu Letiziu eftir að hann hafði beðið um hönd hennar. Viktoría mætti í grímubúningi Krónprinsessa Svía mætti held- ur betur uppábúin í afmælisveislu um daginn.Veislan var grímuball og prinsess- an valdi for- láta kjól í Marie Antoinette- stíl.Verðandi drottningin vakti mikla athygli er hún mætti á staðinn ásamt yngri systur sinni, Madeleine, og bróður þeirra, Karli Philip. Systkinin voru öll í stíl en eins og vanalega fékk Vikt- oría mestu athyglina. Prinsessan verður líklega að velja sér hefð- bundnari föt fyrir helgina en þá mun hún hitta unga umhverfis- fræðinga allstaðar að úr heiminum. Saman á ný Jóakim prins og Alexandra sam- einuðust að nýju þegar þau fylgdu hinum tveggja ára Felix á leik- skólann í sólskin- inu í Kaupmanna- höfn.Hjónakorn- in fyrrverandi höfðu fylgt Niko- lai syni sínum ( skólann í síðustu viku en þau hafa greinilega lagt allan ágreining sln á milli niður. Jóakim hélt á syninum en Alex- andra fylgdi þeim. Hún var mun frjálslegri í fasi en vanalega og hafði greinilega valið þægileg föt fram yfir dragt (sólskininu. Karl Bretaprins Leggur pólóskóna á hilluna. Karl Bretaprins hefur ákveöið að leggja pólóskóna á hilluna eftir 40 ára leik. Prinsinn ætlar að taka því rólega í ellinni og eyða tímanum með Camillu eiginkonu sinni. Margir telja að Camilla hafi bent Karli á að Díana væri tilvalið kvonfang til að eignast erfingja með. Bretar eru smám saman að taka Camillu í sátt en vilja hana ekki sem drottningu sína. Karl Bretaprins orðinn nam Karl Bretaprins ætlar að eyða ell- inni í rólegheitunum. Prinsinn hef- ur ákveðið að gefa pólóið upp á bát- inn vegna aldurs enda erfiður leikur sem reynir á. Prinsinn er orðinn 56 ára og hefur stundað íþróttina í meira en 40 ár. í kjölfarið hefur hann þjáðst af bakmeiðslum sem hafa nú dregið úr ánægjunni við leikinn. Þannig mun Karl hafa meiri frítíma sem hann mun án efa eyða með ástinni sinni, Camillu Parker- Bowles. „Ég er orðinn allt of gamall fyrir þennan leik," sagði krónprinsinn í síðasta mánuði. Talsmaður hans tók í sama streng stuttu seinna. „Karl ætlar að leggja skóna á hilluna eftir sumarið. Þetta hefur verið skemmtilegur kafli í lífi hans en hann veit að hann er ekkert ung- lamb lengur." Kvendjöfull eða hin eina sanna Bretar hafa smám saman tekið Camillu í sátt. í gegnum tíðina hefur almenningsálitið á henni skipst í Karl og Camilla Camilla héltsértilhlés eftir andlát Dlönu þar til Vilhjálmur bauð henni í te. tvennt. Á meðan hluti Breta litu á Camilu sem kvendjöful sem hefði eyðilagt hjónaband Karls og Díönu talið hana hans emu hafa aðrir sönnu ást. Camilla og Karl hittust fyrst á sjötta áratugnum. Camilla taldi að Karl myndi aldrei biðja hennar og gekk því að eiga Andrew Parker- Bowles. í kjölfarið giftist Karl lafði Díönu Spencer í júlí 1981. Sumir segja að þar sem Karl og Camilla voru ávallt bestu vinir hafi Camilla bent honum á að Díana væri tilval- inn kvenkostur fyrir hann. Fljótlega kom í ljós að Karl og Camilla voru meira en vinir og þeg- ar Karl og Díana skildu árið 1992 fylgdi skilnaður í kjölfarið hjá Park- er-Bowles-hjónunum. Eftir dauða Díönu hélt Camilla sig í fjarlægð og var í litlu sambandi við prinsinn þangað til Vilhjálmur sonur hans bauð henni í kaffi. Eftir það fóru Karl og Camilla að sjást saman opinberlega. Þrátt fyrir að Bretar séu að taka Camillu í sátt vilja fæstir þeirra að hún verði næsta drottning landsins. Zara Phillips ætlar ekki að að stofna fjölskyldu með kærastanum á næstunni Of ung til að binda sig Hin breska Zara Phillips segist allt of ung til að ganga í það heilaga og eignast börn. Prinsessan er 24 ára en hún er dóttir Önnu prinsessu. Hún hefur átt í löngu ástarsambandi við rúgbíspilarann Mike Tandall. í viðtali við breskt timarit viðurkenndi Zara að hún væri afar ástfangin en sagði ekki koma til greina að binda sig. „Ég er svo ung! Einhvern tímann mun ég gifta mig og stofna fjöl- skyldu en alls ekki strax," sagði Zara í viðtalinu en bætti við að sam- bandið við Mike væri þó afar alvar- legt. „Okkur kemur vel saman og við eigum ekki í neinum erfiðleik- um með að sýna almenningi hvað við erum ástfangin. Hann er frábær, skemmtilegur og fyndinn og elskar Zara Phillips Mun keppa á slnu stærsta móti tilþessa um helgina en hún vonast til að ná lágmarkinu fyrir ólympiuleikana. vinnuna sína." Zara, sem er sú 11 í röðinni eftir bresku kórónunni, sagði að þau virtu íþróttaáhuga hvors annars en viðurkenndi að oft væri ekki mikill tími afgangs. Dótturdóttir drottn- ingarinnar keppir á sínu stærsta móti til þessa um helgina en Zara vonast til að ná lágmarkinu fyrir ólympiuleikana. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.