Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 21

Ægir - 01.10.2002, Blaðsíða 21
21 F J Ö L S K Y L D U L Í F S J Ó M A N N A slys þann 6. desember síðastliðinn þegar þegar stormur og stórviðri – með ógn og dauða, börðu troll- bátnum Svanborgu SH 404 mis- kunnarlaust utan í harða og kalda klettahamrana undir Svörtuloft- um á Snæfellsnesi. Þar urðu þrjár sjómannskonur ekkjur og fjórtán börn föðurlaus. Jú, það er árið 2002, en þrátt fyrir síaukna tækni gerast slysin enn og byggð- in bíður milli vonar og ótta, með mörg kvíðandi hjörtu. Að morgni hafði storminn lægt – nóttin að víkja fyrir degi – en djúp og til- finnanleg skörð voru höggvin í fjölskyldur og hóp ástvina þeirra sem fórust. Ég var ein af þeim mörgu sem fylgdust með þegar þessari harmafregn var sjónvarp- að. Ég sat með fjögurra ára dóttur mína í fanginu og horfði á frétt- irnar, eins og svo oft áður, þegar fyrstu myndirnar birtust af Svan- borgu SH þar sem hún slóst í sí- fellu utan í klettana í svo miklu vonskuveðri að mannlegur máttur fékk ekki rönd við reist. Hjartað hamaðist í brjósti mér og munn- urinn varð þurr. Allt í einu byrj- uðu tárin að falla og eitt þeirra féll á handarbak dóttur minnar, sem leit upp og sagði: „Mamma, af hverju ertu að gráta?” Ég grét af því að mér fannst svo óréttlátt að þessir menn myndu ekki fá að horfa á börnin sín vaxa og dafna. Ég grét, því ég vissi að ólýsanleg sorg gnýsti lítil barnshjörtu, rétt eins og því er sat í fangi mínu. Ég grét, því það hefði getað verið ég sem stæði í sporum þessara kvenna. Þegar litla dóttir mín var komin upp í rúm og undir sæng, útskýrði ég fyrir henni hvað gerst hafði og við báðum góðan Guð um að geyma þá sem áttu svo bágt og sérstaklega börnin sem áttu engan pabba lengur – og náttúrlega báðum við Guð um að passa pabba sem er á stóra skip- inu úti á sjó. Þetta kvöld lá ég lengi andvaka og bað. Ég held ég hafi aldrei beðið til Guðs með eins miklum krafti og einmitt þetta kvöld. Ég bað hann um að annast sárar fjölskyldur og ég bað hann um að umvefja þessa vesa- lings sjómenn örmum sínum. Lítum nú á annað atriði sem mig langar að minnast á. Söknuðurinn 2.Versin í Matteus segja okkur að Jesús svaf. Lærisveinarnir fundu sig einmana og hrædda. Þeim fannst eins og Jesú væri sama. En hann var í bátnum. Hann yfirgaf þá ekki. Oft erum við sjómannskonur einmana og söknum þess að hafa ekki mennina hjá okkur. Sérstak- lega á mannamótum þegar verið er að fagna einhverjum áföngum, eins og til dæmis brúðkaupum eða stórafmælum ættingja og vina. Á sumrin þegar ég sé pabbana bjástra við að grilla mat og krakkarnir að stússast í kring- um þá, meðan mömmurnar elda sósurnar og búa til salat – þá finn ég fyrir einmanaleika af því að það er enginn pabbi heima hjá okkur til þess að grilla og hafa fé- lagsskap af. En svo verður maður líka að reyna að horfa á björtu hliðarnar. Ég er þó að minnsta kosti einráð um hvaða tegund af kjöti á að grilla! Ákvarðanir og ábyrgð sjó- mannskonunnar Á flestum sjómannsheimilum koma upp þær aðstæður, fyrr eða síðar, að sjómannskonan þarf að taka ákvarðanir, í fjarveru eigin- manns síns. Það getur verið erfitt að hafa ekki hinn helminginn til þess að taka þátt í þeim því stundum geta þær ákvarðanir skipt sköpum fyrir velferð fjöl- skyldunnar. Þá finnst sjómanns- konunum allt hvíla á sér því það er enginn annar til þess að treysta á. En eitt er það sem flestar sjó- mannskonur eru sammála um og það er að þó að yndislegt sé að fá eiginmennina heim, þá fylgir því mikil röskun á heimilislífinu. Við erum búnar að búa okkur til ákveðið skipulag, eins og til dæmis í sambandi við uppeldi barna okkar. Þá reynir oft á aðlög- unarhæfni og skilning hjóna á þörfum hvors annars og barnanna auðvitað líka. Rútínur og reglur raskast, því auðvitað er spenna og tilhlökkun í að fá pabbana heim og allir þurfa að fá athygli eftir langa fjarveru þeirra. En auðvitað eru kostirnir líka til eins og gallarnir. Sjómannslíf- inu fylgir viss rómantík og spenna. Á sumum sjómannskon- um sér maður það hreinlega hvenær karlarnir eru heima. Þær eru óvanalega vel til hafðar og léttar í lund, sem er kannski ekki Hjartað hamaðist í brjósti mér og munnur- inn varð þurr. Allt í einu byrjuðu tárin að falla og eitt þeirra féll á handarbak dóttur minn- ar, sem leit upp og sagði: „Mamma, af hverju ertu að gráta?“ Ég hef þrisvar sinnum farið á námskeið hjá Slysavarnaskóla sjó- manna þannig að ég veit það fullvel að eldur um borð í skipi er eitt af því alvarlegasta sem hent getur sjófarendur. Þórunn Halldórsdóttir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.