Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2006, Blaðsíða 29
Menning JJV FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 29 Sfftffi Bóksölulistar Danir yfir sig hrifnir af Karitas 1 Listarnir eru gerðir út frá sölu í Pennan- um Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 22.-28. febrúar. Skáldsagan Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur hlaut á dögunum glimrandi dóma í danska dagblaðinu Politken þar sem gagnrýnandinn Mette Winge segir bókina vera „fullkomlega skórkostlega skáldsögu". Bókin var sem kunnugt er tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs og kemur út í Svíþjóð 8. mars næstkomandi. Bókin er einnig væntanleg í Hollandi og Þýskalandi á árinu og nýlega var gengið frá samningum við stærsta forlag Dan- merkur, Gyldendal, um útgáfú á verkinu. í dómi Politiken segir að skáldsagan sé skrifuð af aðdáunar- verðu innsæi í hugarheim og líf kvenna og því hvaða áhrif listþörfin getur haft. Mette Winge segir enn- fremur: „Karitas án titils er í alla staði stórkostleg skáldsaga, marg- ■ÉnHMMM brotin og átakanleg en í sama mund skemmtilega kímin og rúmar í senn stórbrotnar persónur - og náttúrulýsingar. Maður getur ekki annað en glaðst yfir Bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs þeg- ar maður les bók á borð við Karitas án titils." í umfjöllun Eriks Skyum-Nielsen í Information um tilnefndar bækur er einnig farið afar lofsamlegum orðum um Karitas án titils. Hann lofar m.a. annars mjög hæfileika Kristínar Marju við að „ljá bókinni litbrigði og fyllingu" og hvernig „rödd Karitasar með viðkvæmum tilvísunum í list hennar" heyrist í milliköflum bókarinnar. Þetta finnst Skyum glimrandi vel gert og lyfta raunsæi bókarinnar í nýjar hæðb. Bók Auðar Jónsdóttur, Fólkið í kjallaranum, sem einnig var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur líka hlotið lof gagnrýnenda og í mjög jákvæð- um dómi í Politiken er hún m.a. sögð afar góð samtímaskáldsaga með sterkum og heilsteyptum per- sónulýsingum. AÐALLISTINN ALLAR BÆKUII SÆTIBOK 1. Islandsatlas HOFUNDUR Hans H. Hansen Sumarljós og svo kemur nóttin Jón Kalman Stefánsson íslenskur stjörnuatlas Snævarr Guðmundsson Myndin af pabba - saga Thelmu Gerður Kristný Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 6. Þriöja tákniö Yrsa Siguröardóttir ‘——_J 7. 109 japanskar Sudoku nr. 2 Gideon Greenspan 8. Sagan af bláa hnettinum - Andri Snær Magnason/Aslaug Jónsdóttir 9. Viö enda hringsins Tom Egeland 10. Fyrsta oröabókin mín Richard Scarry SKALDVIRK INNHUNI'NAK HeUdarútgáfur á myndasögum verða æ tíðari. Nú er að hefjast heildarútgáfa á sögunni um Bláskegg, Blueberry á norsku, og hugmyndir eru uppi að gefa út á ný Sígildar sögur á dönsku. Hetjur í bindum Blueberry var skilgetið afkvæmi spakettí-vestra Sergio ' Leone í myndasöguformi. Serían er upp- runnin í Frakklandi og hefur þaðan breiðst út um alla Evrópu. Þrjár sögur úr henni komu út á vegum Fjölva á þeim tíma þegar Þorsteinn ! Thorarensen fór mikinn í útgáfu myndasagna frá Frakklandi. Blueberry náði veikri stöðu á mark- aði hér. Heftin þrjú sem voru í harð- . spjöldum hafa síðan verið fáanleg á mörkuðum og tilboðspöllum, rétt eins og indíanasögur Kresse. Sögulegar myndasögur Á meginlandinu hefur Blueberry alltaf verið sterkur. Sögurnar eru feikilega vel teiknaðar ogsöguþráð- ur samofin myndlegri vinnslu og spörum samtölum. Sagan hefst á tíma borgarastríðsins og lýk- ur við annan sögulegan tíma- punkt í amerískri sögu: ein- vígið fræga fyrir utan OK , Corral í Tombestone 1881. Ji'ji Bálkurinn telur í allt 34 hefti sem öll eru fáanleg í frönsk- um og dönskum útgáfum. Askrift Nú hyggst útgáfuhring- urinn Egmond sem gefur út víða á norðurlöndum ráðast í heildarútgáfu Blueberry-bálksins á norsku og dönsku. Minna má á heildarútgáfu á dönsku versjóninni af Andrési önd sem greint var yrá hér á opnunni í fyrra. Verða þrjár sögur f hverju hefti og er það fyrsta væntanlegt í lok mars. Bæði er hægt að gerast áskrifandi að öll- um tólf bindunum fyrir tilboðsverð og kaupa þau stykki fyrir stykki á söluvef Egmond í Noregi: www.serie.no. Þá má benda áhuga- sömum á hinn glæsilega vef Dar- gaud: www.blueberry- lesite.com. Fjörutíu bindi Þá eru uppi áætlanir um að hefja á ný útgáfu á banda- I gáUfiM Htrrt CUlSSlCS I Blueberry liðþjálfi / borgaralegum klæðum. I J Hol,enskar útgáfur Umhverfis 1 jörðina ó 80 dögum og Ferðinni til ] tunglsinseftirVerne. rísku heftunum sem hér á landi voru kölluð Sígildar sögur og komu út í nokkrum heftum á sjöunda ára- tugnum en voru fyrir þann tíma flutt inn í bæði norskum og dönsk- um útgáfum undir heitinu Illustrer- ede Klassikere og urðu allt í allt 227 hefti. Aftur er útgefandinn Egmond en þeir hafa kannað áhuga á slíkri end- urútgáfu í kjölfar heOdarútgáfu sinnar á Lukku Láka. Illustrerede Klassikere kæmu út fimm hefti saman í einu bandi og yrðu þá 45 bindi. Klassík Illustrerede Klassikere voru myndasögur gerðar eftir völdum sí- gildum skáldsögum og goðsögum vestrænnar menningar. Þær urðu til á þriðja áratugnum og voru þeg- ar yflr var staðið teiknaðar beggja megin Atlantshafsins. Illustrerede Klassikere komu fyrst út í norræn- um útgáfum 1955 og fyrst í Dan- mörku á vegum Aller og seldust svo vel að þær komu fótum undir útgáf- una IK. Síðar breyttist það í Willi- ams forlag því enskir eigendur töldu það eiga möguleika á stækk- un utan Danmerk- ur. Á endanum lenti útgáfan í höndum Warner en þá var tími Illustrerede Klassikere löngu lið- inn. pbb@dv.isl 0* wertli ronrt ta M % illiilHiWi BMM Hanna Dóra syngur Ljóðabókina Á laugardaginn kl. 16 halda hjón- in Hanna Dóra Sturludóttir, sópransöngkona og Lothar Odini- us, tenór, ásamt önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara, ljóðatónleika í TÍBRÁ tónleikaröð- inni í Salnum. Á efnisskrá er ítalska ljóðabókin eftir Hugo Wolf. Á meðal ljóðanna í ftölsku ljóðabókinni em mörg fallegustu og vinsælustu ljóða Hugos Wolf. I iþessum ítölsku ljóðum, sem Paul Heyse safnaði og þýddi yfir á þýsku, er að finna öll tilbrigði ástarinnar, allt frá hamingjusamri ást til ástar- sorgar, sum í léttum dúr, önnur á alvarlegri nótum, fjölbreytt eins og lífið sjálft. Hanna Dóra og Lothar em bæði önnum kafin við störf í Þýska- landi en gefa sér þó tíma til þess að koma í-Salinn og flytja þenn- an fallega ljóðaflokk með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Hanna Dóra Sturludóttir Verðurásamt eiginmanni sfnum, tenórnum Lothar Odinius | og Onnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara ÍSálnum á Laugardagskvöldið. i- Sumarljós og svo kemur nóttin Jón Kalman Stefánsson ■ 2. Þriðja tákniö Yrsa Sigurðardóttir 1 3. Viö enda hringsins Tom Egeland i 4. Sálmabók Ýmsir höfundar 1 5. Tími nornarlnnar Árni Þórarinsson | Krosstré Jón Hallur Stefánsson Furöulegt háttarlag hunds um nótt Mark Haddon Sálmabók íslensku kirkjunnar (ný útgáfa) - Ýmsir höfundar 9. Blekkingaleikur Dan Brown 10. Veronica ákveöur aö deyja Paolo Coeiho SKÁLDVERK KIUUR 1. Alkemistinn Paolo Coelho j 2. Minningar Geishu Arthur Golden 1 3. Grafarþögn Arnaldur Indriöason | 4. Mýrin Arnaldur Indriöason L 5. Englar og djöflar Dan Brown 1 6. Da Vinci lykillinn Dan Brown 12 7. Karltas án titils Kristín Marja Baldursdóttir 8. Hroki og hleypidómar 9. Úlfurinn rauöi 10. Móöir í hjáverkum Jane Austen Liza Marklund Allison Pearson HANDBÆKUR FRÆDIBÆKUR ÆVISÖQUR 1. Islandsatlas Hans H. Hansen Islenskur stjörnuatlas Snævarr Guömundsson Myndin af pabba - saga Thelmu (kilja) - Geröur Krlstný Isi an) K Lost in lceland 109 japanskar Sudoku nr. 2 Biblía fallega fólksins Amazing lceland Endalaus orka 109 japanskar Sudoku nr. 3 10. Móti hækkandi sól Sigurgeir Sigurjónsson Gideon Greenspan Gillzenegger Sigurgeir Sigurjónsson Judith Millidge Gideon Greenspan Árelía Eydís Guömundsdóttir BARNABÆKUR 1. Sagan af bláa hnettinum - Andri Snær Magnason/Áslaug Jónsdóttir 2. Fyrsta oröabókin mín 3. HvarerValli? 4. Dýraríkiö 5. Ronja ræningjadóttir 6. Stubbarnir fara í gönguferö 7. Vísnabók um íslensku dýrin 8. lOOOgátur 9. Stubbarnir fara í hermileik 10. Gralli gormur og stafaseiöurinn Richard Scarry Martin Handford Penelope Arlon Astrid Llndgren Andrew Davenport Vaka Helgafell Vaka Helgafell Andrew Davenport mikli - Bergljót Arnalds ERLENDAR BÆKUR - ALLIR FLOKKAR 1. With No One As Witness 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. The Historian Honeymoon Velocity The Zahir Eldest Origin in Death In Cold Blood The Chairman lO.The Cell 2. With No One As Witness 3. No Place Like Home 4. Velocity 5. The Truth About Love 6. Honeymoon 7. Vendetta 8. Straight into Darkness 9. The Chairman 10. Origin in Death Elisabeth George Elizabeth Kostova James Patterson Dean Koontz Paulo Coelho Christopher Paolini J.D. Robb Truman Capote Stephen Frey Stephen King Elisabeth George Mary Hlggins Clark Dean Koontz Stephanie Laurens James Patterson Fern Michaels Faye Kellerman Stephen Frey J.D. Robb Listinn um erlendm kiljur er gerður út fré dreifingu dagana 22.-28, fehruar 2006 é vegum IJlaðadreifingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.