Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDACUR 17. MARS2006 Fréttir DV Þjófar rændu hægðalyfjum Birgir Rúnar Benedikts- son var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjaness á mið- vikudag fyrir þjófnað í félagi við Kristján Mika- el Róbertsson. Þeir brutust inn í bát í lok desem- ber í fyrra og rændu lyfjum, þar á meðal hægðalosandi lyfjum. Báðir eru þeir kunnugir íslenska réttar- kerfmu því Kristján hefur margoft verið dæmdur fyrir fíkniefnamisferli og fyrir að hafa höggvið mann með sveðju fyrir tveimur árum. Birgir hefur hlotið nokkra refsidóma fyrir fíkniefna- misferli. Birgir var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi. Bjartsýni á heittvatn Jarðvísindamenn ís- lenskra orkurannsókna eru mjög bjartsýnir á að nægt vatn fáist úti á Gálmaströnd til upphitunar á Hólmavík og bæj- um í Tungusveit: „Kirkjubólshreppur hafði forgöngu um að leita að jarðhita við sunnanverðan Steingrímsfjörð og var meðal annars borað í landi Þorpa úti á Gálmaströnd. Ljóst er að þar er 100-110°C heitt vatnskerfi á um 700-1000 m dýpi en ekki tókst í þeim áfanga að skera sprunguna sem heita vatnið er í,“ segir á strandir.is um stöðu málsins. Kirkjubóls- hreppur og Hólmavíkur- hreppur verða sameinaðir í vor. „Það sem ber hæst er náttúru- lega að herinn sé að fara," segirJóhann Ceirdal, skóla- stjóri og bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ.„Þetta er mál sem menn hefðu getað undirbúið mun auHHmmmrmHtmm Landsíminn efþeir hefðu horfst í augu við veru- leikann. En það er annars engin ástæða til að örvænta því hér eru margir mögu- leikar." Menntaskólinn á Egilsstöðum á að taka ábyrgð á dansleikjum nemenda, segir Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður Norður-Múlasýslu. Ástríður segir stór böll vera ofviða átján ára unglingum og vill breyta reglum. Elín Káradóttir, formaður ung- mennaráðs Fljótsdalshéraðs, segir gott að draga úr unglingadrykkju en óttast að menntaskólaböllin beri sig síður verði tíundubekkingum úthýst þaðan. Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður Norður-Múlasýslu, segir menntaskólanema ófæra um að standa sjálfir að dansleikjahaldi. Firra sig ábyrgð „Við erum að reyna að ná utan um þessi flöskuböll sem hafa verið haldin í nafni nemendafélags menntaskól- ans en skólinn hefur viljað firra sig allri ábyrgð á þessum böllum," segirÁstríður við DV. „Þannig að krakkarnir hafa verið að sækja um að halda þessi böll í nafni nemendafélagsins og fengið leyfi. Reynslan hefur verið mik- ið fyllerí og það er hlutur sem við viljum ná utan um.“ Að sögn Ástríðar hafa skólayfirvöld „Unglingar á þessum aldri gætu bara ekki staðið undir þeirri ábyrgð að halda svona dansleiki. Auk þess er það brot á reglum," segir í fundargerð um málflutning Ástríðar Grímsdóttur, sýslu- manns á Seyðisfirði, sem mætti á fund ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs til að ræða reglur um menntaskólaböll. Haft er eftir Ástríði að fram til þessa hafi regl- ur verið brotnar í tengslum við menntaskóladans- leiki í sýslunni. Fyrst og fremst ætlaði hún að koma dansleikj- unum í réttan farveg og sporna við ung- lingadrykkju. Elín Káradóttir Dýrtað halda böll og erfitt að missa elstu nemendur grunnskól- ans úr gestahópnum.segir formaður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs. ekki síður áhuga á því en sýslumaður að ná betur utan m mennta- „Það gerír okkur erf~ iðara fyrir eftíundu- bekkingar fá ekki að koma." skólaböllin. Því hafi verið gerð drög að reglum um menntaskólaböll. Það séu sambærilegar reglur og gildi um menntaskólaböll í Reykjavík. Nánast eftirlitslaust „Við viljum að skólinn sé ábyrgur. Átján ára unglingar eiga ekki að vera ábyrgir fyrir 200 til 300 manna ung- mennaballi sem er nánast eftirlits- laust," útskýrir sýslumaður sem svar- ar því til að hingað til hafi mennta- skólanemarnir „sloppið blessunar- lega vel“ frá böllunum. Fólk undir tví- tugu sem standi fyrir dansleik með hljómsveit þar sem ballið sé opið öll- um geti þó misst tök á aðstæðum. „Þetta er enn á umræðustigi. Við erum að reyna að finna farveg sem allir eru sáttir við,“ segir sýslumaður. Eiturlyf slæm fyrir orðsporið „Persónulega finnst mér mjög gott að minnka unglingadrykkju því hún getur leitt til eiturlyijaneyslu sem alls ekki er góð fyrir orðspor skólans okk- ar," segir Elín Káradóttir, formaður ungmennaráðsins. Elín bendir á hinn bóginn á að fram til þessa hafi nemendum í tíunda bekk grunnskólans verið leyft að koma á þau menntaskólaböll sem haldin séu eftir áramót - á'því ári sem tíundu- bekkingar verði sextán ára. Nú standi meðal annars til að draga úr því. „Það er dýrt fyrir okkur að halda böll með hljómsveitum. Það þurfa helst að mæta 250 til 300 manns svo það gangi upp. Þannig að það gerir okkur erfiðara fyrir ef tíundubekking- ar fá ekki að koma. Það hefur þó verið rætt um að hver nemandi í mennnta- skólanum megi bjóða með sér einum tíundabekkingi en það yrði þá eftir ákvörðun skólans hverju sinni," segir Elín. gar&dv.is Menntaskólinn á Egils- stööum Menntaskólanem- ar halda böll I elgin nafni en standa ekki undir ábyrgð- inni segir sýslumaður. Ástríður Grímsdóttir „4 tjón ára unglingar eiga ekki að veraábyrgir fyrir200 til 300 manna ungmenna balli sem er nánast eftirlitslaust, “ segir sýsiumaður Norður-Múiasýsiu. Diza ehf er lífsstilsverslun sem selur bútasaumsefni. prjónagarn og fatnað fyrir konur sem vilja skapa sér og sinum huggulegt umhverfi og fatlegan fatnað tit að njóta þess í. Diza flytur! Léttum okkur flutninginn með rýmingarsölu i nokkra daga. Fullt af bútasaumsefnum. lopa. garni. bókum ofl.ofl. Ath. opið laugardag 18.mars 10-18 ‘Diza Ingólfsstræti 6 • www.diza.is opið 11-18 virka daga • 12-16 taugardaga Segir grundvöll fyrir innrás ekki hafa verið til staðar Borgar segir stuðning við Íraksstríð mistök „Stjórnvöld í lýðræðisþjóðfélög- um þurfa að réttlæta stríðsrekstur- inn fyrir þegnum sínum og ef stuðn- ingsins er aflað á röngum forsend- um, þá er það alvarlegt mál," segir Stefán Pálsson Fagnarþví að ungirsjálf- stæðismenn hafi séð Ijósið. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og vísar til ákvörðunar ríkisstjórnar íslands 18. mars 2003 um að skipa sér á bekk með „hinum staðföstu þjóðum" sem voru yfirlýstir stuðn- ingsaðilar innrásárinnar. „Grund- völlur innrásarinnar, sem var meint gereyðingarvopnaeign, var ekki til staðar og eftir á að hyggja gerðu allir mistök." Tilefni orða Borgars var fundur sem haldinn var af málfundafélag- inu Framtíðinni í Menntaskólanum í Reykjavík um veru hersins á íslandi og aöild íslands að NATO síðastlið- inn mánudag. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæð- inga, sem hélt framsögu á fundinum ásamt Borgari segist fagna því að ungir sjálfstæðis- menn hafi séð ljósið, þótt seint sé. „Meirihluti þjóðarinnar sá í gegnum þetta og var á móti þessu stríði og það á grunni sömu upplýs- inga og allir aðrir höfðu, en betra er seint en aldrei."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.