Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 Sport DV Rétt mynd af Allan Dyring Vegna mistaka í tæknivinnslu DV í gær var röng mynd birt með viðtali við Allan Dyring, nýjasta liðsmanni FH. Myndin sem birtist var af Ólafi Páli Snorrasyni sem framlengdi samning sinn við félagið á sama tíma og Dyring skrifaði undir sinn samning. Eru FH-ingar og lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. lan Jeffs til Örebro Viðar Elíasson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, staðfesti í gær við DV sport að Ian Jeffs, enski miðvallar- leikmaðurinn sem verið hef- ur í herbúðum ÍBV frá 2003, muni ekki leika með liðinu í sumar. Mun ÍBV hafa sam- þykkt tilboð ífá sænska 1. deilarliðinu örebro, en greint var frá því fyrr í mánuðinum ’- ” að ÍBV haf! hafnað tilboði ffá Svíun- um. Jeffs sagði í viðtali við DV sport síðast- liðið vor að hann hefði mikinn áhuga á því að komast að hjá liði á Norður- löndunum. - / C/ k Jónatan til Frakklands Handknattleiksmaðurinn Jónatan Magnússon hefur samið við franska 2. deildar- liðið St. Raphael um að ganga til liðs við félagið að núverandi tímabili loknu. Skrifaði hann undir tveggja ára samning en félagið féll úr frönsku úrvalsdeildinni síðastliðið vor og er sem stendur í þriðja sæti 2. deildarinnar. Ljóst er að þetta verður mikil blóðtaka fyrir KA en Jónatan er fyrir- liði liðsins og hefur verið ein helsta drifíjöð- ur þess síðast- liðin ár. Tveir íslendingar leika í frönsku úrvalsdeUd- inni, ÍR-ing- amir Ragnar Óskarsson og Bjarni Fritz- son. Deildanneistarar Hauka komust í lokaúrslit í körfuknattleik kvenna í l'yrsta sinn eftir 91-77 sigur á bikarmeisturum ÍS í oddaleik undanúrslita Iceland Express- deildar kvenna í lyrrakvöld. Haukar inæta íslandsmeisturum þriggja síðustu ára úr Keflavík í úrslitunum sem hefjast á laugardaginn. Megan og Helena léku sinn besta leik þegar mest lá viö Haukar þurftu á Megan Mahoney og Helenu Sverrisdóttir að halda í oddaleiknum gegn ÍS og það er óhætt að segja að þær stöllur hafi skilað frábærum leik og séð til þess að sigur vannst á hinu sterka og reynslumikla liði Stúdína. Saman skoruðu þær Megan og Helena 55 stig í þessum mikilvæga leik, tóku 24 ffá- köst, gáfu 13 stoðsendingar og hittu úr 20 af 21 vítaskoti sínu sem er stórkostieg nýting í jafn spennuþrungnum leik. Leikur Haukastelpa í upphafi bar eklci merki ungs aldurs, í upphafi eins stærsta leiks sem flestir leik- NJOTTU LIFSINS með HjpILBRIGÐUM LÍFSSTÍL manna liðsins höfðu spilað á ís- landsmóti, því liðið komst í 11-1 og vann fyrsta leikhlutann með 16 stig- um, 24-8, þar sem ÍS liðið klikkaði á 14 af 15 tveggja stiga skotum sínum. Haukaliðið hélt góðum tökum á leiknum út hálfleikinn og leiddi með 23 stigum, 53-30, þegar liðin gengu til leikhlés. Haukaliðið náði síðan mest 27 stiga forskoti, 64-37, þegar 13 mínútur voru til leiksloka og sig- urinn virtist í höfri. Stúdínur gáfust þó ekki upp og góður endasprettur þeirra sá til þess að Haukaliðið var ekki alveg öruggt með sætið í lokaúr- slitunum fyrr en leikurinn rann út. ÍS missti því af sæti í lokaúrslitum í oddaleik annað árið í röð. 14 stig eftir 13 mínútur Megan Mahoney hafði aðeins skorað 13 stig á 37 mínútum í 1. og 2. leikhluta, þar sem aðeins 30% skota hennar (6 af 20) höfðu farið rétta leið. Það var ljóst frá byrjun að slíkt átti ekki að endurtaka sig og Megan skoraði sitt 14. stig í leiknum eftir að- eins 13 mínútur og 17 sekúndur og var komin með 18 stig í hálfleik. Hún endaði með 30 stig og 15 fráköst. Helena Sverrisdóttir, 18 ára fyrir- liði Haukaliðsins, sýndi líka allt ann- an og betri leik en í fyrstu tveimur leikjunum þar sem hún nýtti aðeins 10 af 42 skotum sfnum. Helena stjómaði leik HaukaJiðsins af miklu öryggi, var aðeins einu frákasti og einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu og nú fóru 6 af 12 skotum hennar rétta leið þar af 3 af 5 þriggja stiga skotum. Þær Megan og Helena vom vissu- lega í aðalhlutverkum í leiknum en það var þó fyrst og fremst Hauka- vörnin sem lagði grunninn að sigrin- um og þar vom þær Pálína Gunn- laugsdóttir, Hanna Hálfdanardóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir í essinu sínu. Haukar skomðu þannig alls 34 stig úr hraðaupphlaupum í leiknum, flest eftir góð stopp í vöminni. Dugnaður og sigurvilji Con- lon Það var samt magnað að fýlgjast með dugnaði og sigurvilja Mariu Conlon í leiknum en á öðrum fætin- um skoraði hún 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Kappið var þó kannski meira en forsjáin, vill- urnar hrönnuðust upp og það virtist koma henni algjörlega á óvart þegar hún fékk sína finúntu villu þegar 5 mínútur vom eftir. Signý Her- mannsdóttir, sem var frábær í vöm- inni í öllum leikjunum, átti sinn besta sóknarleik í einvíginu og skor- aði 22 stig auk þess að taka 11 frá- köst og verja 3 skot. Signý varði alls 15 skot í leikjunum þremur. Það hefur aðeins vantað herslumuninn hjá ÍS að komast í úrslitin tvö síð- ustu tímabil en það sýnir vissulega styrk liðsins að Stúdínur em þær einu sem hafa náð að vinna Haukaliðið frá því í október. ooj&dv.is HAUKAR-ÍS 2-1 Stig: Haukar+12 (238-226) 3ja stiga körfun (S+1 (20-19) Vfti fengin: Haukar +22 (79-57) Fráköst Haukar+14(133-119) Tapaðir boltan Haukar-14 (47-61) Stigfrábekk: ÍS +28 (67-39) Hraðaupphlaupsstig: Haukar +32 (65-33) Stig úr teig: Haukar +7 (51-44) Hæsta framlag: Megan Mahoney Haukar 33,0 Helena Sverrisdóttir Haukar 25,7 Maria Conlon IS 23,0 Signý Hermannsdóttir IS 20,0 Helga Þorvaldsdóttir (S 12,0 Þórunn Bjarnadóttir (S 11,7 Flest stig: Megan Mahoney Haukar 74 Helena Sverrisdóttir Haukar 66 Maria Conlon (S 64 Flest fráköst: Megan Mahoney Haukar 42 Helena Sverrisdóttir Haukar 30 Signý Hermannsdóttir IS 30 Flestar stoðsendingar: Helena Sverrisdóttir Haukar 20 MariaConlon IS 15 Þórunn Bjarnadóttir (S 11 Signý Hermannsdóttir (S 11 Megan Mahoney Haukar 11 Flestar 3ja stiga körfur: Helga Þorvaldsdóttir (S 9 Helena Sverrisdóttir Haukar 5 Stella R Kristjánsdóttir (S 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.