Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 4
34 FÖSTUDAGUR22. SEPTEMBER 2006 Menning DV Mikilvægtað stjórnvöld styðji útrásina „Þessi 12% endurgreiðsla á kostnaöi hefur skipt sköpum fyrir islenska kvikmyndagerð og haft afar jákvæð áhrif. Sumarþjóðir hafa enn hærri endurgreiðslu eins og tildæmis Irarsem bjóða 18% og sum fylki í Bandaríkjunum eru að bjóða allt að 25-30% tíl að reyna að halda i framleiðsluna þar. Hér hafa verið gerðar 1-2 myndir annað hvert ár en við erum stöðugt að vinna við auglýsingamyndir og við sjáum að sveitarfélög á Suðurlandi eru að fá inn verulegt fjármagn igegnum þetta. Hótel sem voru lokuð yfír veturinn eru nú opin allt árið og þar eru menn farnir að kunna að þjónusta svona tökugengi, sem skiptir gífurlega miklu máli. Stjórnvöld hérlendis virðast lika vera að taka við sér og sendiráðin erlendis hafa stutt við bakiö á kvikmyndagerðarfyrirtækj- um. Nú siðast sendiráöið á Indlandi en Eskimo models hefur unnið mikilvægt brautryðjendastarf þar og landað mjög góðum „foto shoot“-verkefnum hingað. Við horfum lika spenntir til endurskoð- unar kvikmyndalaganna núna í haust og vonumst til að stjórnvöld séu tilbúin að hækka endurgreiðsl- urnar eitthvað og jafnframt að þau séu tilbúin að styrkja kvikmynda- sjóðinn vegna innlendrarfram- leiðslu," sagði Jón Bjarni Guð- mundsson hjá Saga film. Ný kvikmyndaborg „Kvikmyndamiöstöðin i Malar- dalen mun hefja starfsemi i Janúar 2007. Þetta verður vonandl viðbót við sænska kvikmyndagerð og við erum ekki hræddir um að þetta dragi mátt úrhinum svæðastofun- um. Viö höfum horft til Danmerkur i þessu sambandi þvi þeir hafa mun lengri reynslu afþessu en við. Endurgreiðsluformið eins ogþið eruð með á Islandi er hins vegar spurning sem rikið verður að svara og kannski breytist eitthvað með nýrri ríkisstjórn," sagði Roger Mogert, borgarfulltrúi í Stokkhólmi. Hér á landi verður æ oftar vart ferðamanna, sem koma til að sjá tökustaði James Bond-myndanna, Batman-myndarinnar og Tomb Raider-myndarinnar, sem að hluta til voru teknar hér. Myndir Peters Jackson eftir Hringadróttinssögu hefur gert meira fyrir ferðamannaiðnaðinn á Nýja-Sjálandi en allir auglýsinga- bæklingarnir samanlagt. Lengi hafa Bollywoodmyndir, sem tekn- ar eru upp í Ölpunum, lokkað ferðamenn til Sviss og Austurríkis. Dagens Nyheter sagði frá því nýlega að útlend kvikmyndafýrir- tæki hefðu mikinn áhuga á að gera myndir í Svíþjóð en nær und- antekningarlaust hættu þau við sökum óheyrilegs kostnaðar við kvikmyndagerð þar í landi. Sérstakar héraðsskrifstofur eiga að selja kvikmyndalandið I Svíþjóð starfa í dag sérstakar hér- aðssöluskrifstofur sem vinna undir Sweden Film Comission. Þær senda fólk á kvikmyndahátíðir og ráðstefn- ur út um allan heim og reyna að lokka framleiðendur til landsins. AIl- ir starfsmenn hafa þó sömu sögu að segja, áhuginn er mikill enda marg- ir frábærir staðir fyrir kvikmyndatök- ur en það strandar allt á peningun- um, það er of dýrt. DN bendir á að á íslandi, í Englandi og bráðum í Nor- egi sé boðið upp á skattaafslætti, sem geri það mun léttara að fá framleið- endur til að bíta á krókinn. Sænska ríkisstjómin hefur þó hingað til ekki látið undan þrýstingi í þessa átt. Héraðskvikmyndasjóðir virka vel Hvarvetna í Evrópu eru starfandi sérstakir kvikmyndasjóðir sem sinna ákveðnum landsvæðum og standa fyrir allt að 25% íjármögnun kvik- mynda í álfunni. Svíar hafa byggt upp slíka sjóði á undanförnum árum og Film i vest, eða kvikmyndastofn- un Vestur-Svíþjóðar hefur náð hvað mestum árangri. I sumar er ver- ið að gera átta kvikmyndir á vestur- ströndinni en sú eina sem er að ein- hverju leyti íjármögnuð erlendis er sænsk-frönsk kvikmynd um daga Ahabs skipstjóra fram til þess tíma sem Hermann Melville segir frá í sögu sinni Moby Dick. Þetta er fyrsta fransk-sænska kvikmyndin í tuttugu ár. Héraðssjóðirnir bæði í Frakklandi og í Svíþjóð krefjast þess að hluti mynda sem þeir styrkja sé tekinn í þeirra héraði með starfsfólki þaðan. Vegna fjölda mynda sem verið er að gera í sumar á sænsku vesturströnd- inni hefur í sumum tilvikum gengið erfiðlega að finna hæft starfsfólk. - ■ mikilvæg „I öllum könnunum Ferðamála- stofu meðal erlendra ferðamanna, kemur fram að islensk náttúra erhelsta aðdráttarafl landslns. Atvinnu- og menningarlif hefur líka mjög mlkið að segja og þar með talið kvikmyndir, tónlist, viðburðir og fleira. Umfjöllun í erlendum fjölmiðlum er mikilvæg og er kvikmyndagerð áhugavert efni fyrir fjölmarga. Markaðssetning á íslandisem ferðamannalandi er fjölbreytt og Ferðamálastofa, lce- land Naturally og fyrirtækin beita margvíslegum aðferðum í markaðssetningunni á Islandi. Kvikmyndir eru auðvitað hluti af þessari mósaikmynd," segir Ársæll Harðarson hjá Ferðamálastofu. Víöa um Evrópu hafa verið opnaðar sérstakar héraðsskrifstofur, sem vinna að því að lokka bæði innlend og erlend kvikmyndafyrirtæki til að taka þar upp kvikmyndir. Kvikmyndafyrir- tæki verja álitlegum fjármunum á upptökusvæðum og skapa þar vinnu fyrir fagfólk en ekki síst hefur kvik- myndagerðin gífurlegra þýðingu fyrir ferðamannastraum á þau svæði þar sem upptökur hafa farið fram. Vilja gera Stokkhólm að kvikmyndahöfuðborg Norðurlanda Á sama tíma berast fréttir af því að Stokkhólmsborg og nágranna- byggðir ætli að leggja milljarð í upp- byggingu nýrrar kvikmyndamið- stöðvar í Málardalen, sem áætíað er að velti tveimur milljörðum inn- an fjögurra ára. Nýrri kvikmynda- miðstöð er ekki ætíað að keppa við hinar miðstöðvarnar en talið er að auðveldara verði að ná í fjár- festa í Stokkhólmi auk þess að þar séu meiri möguleikar vegna kvik- myndahúsa, hátíða og framleiðslu- aðstöðu. íslenska aðferðin vekur athygli Hér á landi hafa undanfarin ár verið teknar upp þó nokkrar erlend- ar kvikmyndir að hluta eða öllu leyti auk nokkurra sem eru í undirbún- ingi. Eftir að samþykkt var lagafrum- varp um að heimila endurgreiðslu til erlendra kvikmyndafyrirtækja, sem framleiða kvikmyndir hérlend- is hefur orðið stór aukning á slíkri framleiðslu. I fjárlögum 2005 voru áætíaðar greiðslur vegna þessa 534 milljónir en samkvæmt ríkisreikn- ingi voru greiddar út 307 milljónir, sem eru 12% af þeim kostnaði sem kvikmyndafýrirtækin lögðu í hér. íslensku fyrirtækin látin bjarga sér sjálf fslensk fyrirtæki hafa sérhæft sig í móttöku erlendra kvikmyndagerðar- manna og útvegað fagfólk og „stat- ista". Saga film og True North hafa farið þar fremst í flokki en Zik Zak, Pegasus, Basecamp og Filmus ásamt fleirum eru líka á þessum markaði með annarri framleiðslu. Kynning á íslenskri kvikmynda- gerð, vinnuumhverfi, reglum og tökustöðum nýtur þó enn takmark- aðs stuðnings og löngu tímabært að hér verði boðað til reglulegra kynn- ingarfunda fyrir erlend kvikmynda- fyrirtæki og bæði erlenda og inn- lenda fjárfesta. Svíarnir komu til að læra Iðnaðarráðuneytið hefur staðið fyrir kynningarverkefni í samvinnu við Kvikmyndamiðstöðina, sem kallast Film in Iceland og er ætíað að selja landið sem kvikmyndavett- vang. Nýlega kom sænsk sendinefnd til fslands og átti viðræður við iðn- aðarráðuneytið, Kvikmyndastofnun og fleiri enda hefur árangur íslend- inga vakið talsverða athygli erlend- is. Á meðan þeir vilja læra af okkur erum við lítið að leggja okkur eftir því sem þeir kunna. Hvorki Reykja- víkurborg né önnur sveitarfélög hafa lagt sig eftir þátttöku í verkefni iðn- aðarráðuneytisins og engir liðir eru á fjárhagsáætlunum þeirra til styrktar kvikmyndum. kormakur@dv.ls Clint Eastwood Við tökur á Flags ofOur Fathers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.