Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 6

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 6
ingu og fæmi þeirra sem vinna í greininni. Ahrif þess starfs ná út fyrir landssteinana þar sem veru- legur hluti nemenda á hestabraut kemur frá öðrum löndum. Landsmót LH sl. sumar var sig- urhátíð íslenska hestsins og sýndi miklar framfarir í greininni. Slík uppskeruhátíð er nauðsynleg hverri grein. Heiðursgestur móts- ins, Anna Bretaprinsessa, sá til þess að heimspressan fylgdist með mótinu. Hesturinn hefur á enn annan hátt orðið aflvaki í íslenskum sveitum. Islenskir hrossabændur hafa margir hverjir byggt upp glæsilega aðstöðu og erlendir auð- menn, sem hafa hrifíst af hestin- um, hafa keypt jarðir og byggt þær upp myndarlega. Eg bíð þá velkomna til landsins. Samdráttur hefur verið í útflutn- ingi á hrossum, sem vekja má til sumarexems, hestapesta og tolla- mála, auk þess sem ræktun ís- lenskra hesta vex í öðrum lönd- um. Markaður fyrir góð hross er þó alltaf fyrir hendi. Til að styrkja stöðu hestsins hef ég í samstarfi við utanríkis- og samgönguráðherra ákveðið að setja á stofn embætti umboðs- manns hestsins, til að samræma markaðsstarf og efla hestatengda ferðaþjónustu. Aform-átaksverkefni hefur unn- ið vel að markaðssetningu ís- lenskra búvara. það verk heldur áfram þó að Afonn verði lagt nið- ur. Mikil ímyndarvinna hefur átt sér stað með Iceland Naturally verkefnið í fararbroddi. Sam- starfsaðilar okkar í Bandaríkjun- um hafa komið hingað til lands og kynnt sér framleiðsluaðferðir og kynnst íslenskri náttúru. Það hef- ur skilað okkur miklu. I Perlunni sl. laugardal fór fram lokahóf matarhátíðarinnar “Food and Fun”. Þar rómuðu erlendir gestir íslenskt hráefni til mat- reiðslu, einkum lambakjötið og skyrið. Þar voru 60 erlendir blaða- menn, sem sérhæfa sig í að fjalla um mat og veitingahús. Ég heiti því að gera hvað ég get til að sá dagur komi að íslenskar vörur skipi það öndvegi á matvæla- markaði heimsins sem þeim ber. Nú er hafín undirbúningur að því að ísland verði skilgreind sem „sjálfbærasta eyja“ veraldar. Það ntun enn auka veg íslenskra mat- væla og ferðaþjónustu. Ég hef nýlega kynnt í ríkisstjóm endurskoðun á jarða- og ábúðar- lögum. Þar er gert ráð fýrir að viðskipti með jarðir verði gerð einfaldari og litið til Ijölþættari nýtingar lands en áður. Tvöföld búseta og eftirspum þéttbýlisbúa eftir í landi er vax- andi. Það hefur margar jákvæðar hliðar fyrir landbúnaðinn og lífið í landinu. Líf í sveit er landbúnað- ur. Komið er fram frumvarp um Matvælastofu. Þar er gert ráð fýr- ir að verkefni sem nú heyra undir þrjú ráðuneyti og að hluta undir sveitarfélög verði sameinuð í einni stofnun og sett undir eitt ráðuneyti. Ég er hlynntur þessu frumvarpi og tel að það eigi að vistast í landbúnaðarráðuneytinu. Sú fyrirmynd er þekkt í Dan- mörku og fleiri löndum. Ég hef haft mikla ánægju af að vinna með samtökunum “Lifandi landbúnaður - Gullið heima”. ís- lensar sveitakonur hafa verið að minna á sig og notað til þess skemmtilegar aðferðir sem duga. Þær eiga auðvelt með að nálgast neytendur og eru baráttusveit sem er að hefja stórsókn. Mér er ljós nauðsyn góðrar leið- beiningaþjónustu í landbúnaði og fagna meiri samvinnu búnaðar- sambanda sem gefur aukið færi á sérþekkingu starfsmanna. Ég fagna þannig Sunnuverkefn- inu hjá Bsb. Suðurlands og því að það fjölgar kandidötum frá Hvanneyri sem fara í framhalds- nám erlendis og koma til baka með víðsýni heimsmannsins. Einnig fagna ég því samstarfi sem er orðið á leiðbeiningamið- stöðvunum milli hinna ýmsu greina sem þjóna landbúnaðinum. Ég hef fylgst með því sem Líf- tæknifyrirtækið ORF er að gera. Ég hef trú á því sem það og fleiri aðilar eru að gera og efla mun ís- lenskan landbúnað. Aukin samvinna stofnana og fé- laga landbúnaðarins er nauðsyn- leg. ísland er lítið land og í raun eru allar stofnanir okkar litlar. Samruni þeirra er ekki lykilorðið, samvinna er á mörgum sviðum betri. Ég hef lagt mig eftir að treysta bönd þjóðar og landbúnaðar. Með samningum við garðyrkjubændur var starfsskilyrðum þeirra breytt. I stað tollverndar fá bændur nú beinar greiðslur vegna framleiðslu helstu tegunda grænmetis og keppa því á heimsmarkaðsverði á innlendum markaði. Verð til neyt- enda hefur lækkað og neyslan aukist. Ég áma Búnaðarþingi heilla í störfum. Islenskur landbúnaður vekur athygli um víða veröld með hágæða vörur og einstaka náttúru. Bændur gegna lykilhlutverki í byggðum Islands. Ávarp Davíðs Gíslasonar frá SVAÐASTÖÐLM Heiðursgestir við setningu bún- aðarþings vom hjónin Davíð og Gladys Gíslason, bændur á Svaðastöðum í Árborg í Man- itoba. Davíð flutti ávarp og sýndi myndir á tjaldi frá heimaslóðum sínum í Kanada, allt frá því á fyrrihluta síðustu aldar og til þessa dags. Þær sýndu m.a. notk- un bæði á hundum og hestum til dráttar á sleðurn á Winnipegvatni þar sem fiskur var veiddur gegn- | 6 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.