Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.2003, Qupperneq 30

Freyr - 01.08.2003, Qupperneq 30
Skógrækt bænda, hvernig og til hvers? Forsagan 1996-2000 I janúar 1996 stofnuðu um 25 bændur og aðrir áhugasamir aðilar. þ. á m. skógræktarfélög í Dýrafírði og Önundarfirði, félag sem ætlað var að kanna möguleika landeig- enda á að ráðast í skjólbeltafram- kvæmdir og skógrækt á jörðum sínum í takt við það sem stóð til boða annars staðar á landinu. Hér var einkum horft til stærri og skipulagðari framkvæmda en áður höfðu tíðkast. Upphafið má þó rekja til vangaveltna og umræðna í heilt ár þar á undan. Einni grundvallarspurningu yrði þó að svara í byrjun, en það var hvort og þá hvaða not hefð- bundinn búskapur gæti haft af þessari búgrein. Ráðnir voru tveir starfsmenn i hlutastarf til að kom- ast að þessu og undirbúa fram- haldið; Arnlín Óladóttir, skóg- fræðingur, og Sæmundur Kr. Þor- valdsson, æðarbóndi. Starfsmenn lögðust í lestur og athuganir á öllu sem að þessum málum lýtur, s.s. skjóláhrifum á ræktun, búfjárhald og húshitun, auk könnunar á búskaparháttum, veðurfari, gróðurfari vaxtarskil- yrðum, og athugunum á vexti trjá- lunda á svæðinu. Reynsla af öðr- um verkefnum af svipuðum toga var einnig könnuð rækilega. Verkefninu tókst með dyggri að- stoð Búnaðarsambands Vesttjarða að fá nokkurt ljánTiagn næstu tvö ár með íjárveitingum á fjárlögum (alls kr. 4 milljónir króna) auk samtals einnar millj. krónur frá sveitarfélögum á svæðinu og tekna vegna uppgræðslu vamargarða of- an Flateyrar á ámnum 1998-99. eftir Arnlíni Oladóttur, Kristján Jónsson, Umrætt landsvæði hefur ekki verið talið með “búsældarlegri” svæðum landsins, og starfsemi ríkisstofnana á ræktunarsviði hafói að mestu farið hjá garði undanfama áratugi og því ekki að vænta áhuga eða árangurs nema með einarðri vinnu, vilja og tiltrú íbúanna sjálfra. 1 desember 1996 vom tilbúnar tillögur að svoköll- uðu umhverfisverkefni fyrir land- eigendur, þar sem dregnar vom saman upplýsingar um aðstæður og birtar tillögur sem byggðu á möguleikum sem taldir voru vera fyrir hendi og uppfyllt gætu þarfir og væntingar. Þessar tillögur gengu í stuttu máli út á að breyta búskaparskil- yrðum til batnaðar með trjá- gróðri. Starfssvæði Skjólskóga á Vestfjörðum. Dökki hluti myndarinnar er starfssvæði gömlu Skjólskóga. | 30 - Freyr 6/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.