Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 18

Freyr - 01.11.2003, Blaðsíða 18
♦ Holdstigun ——Hámarkshold Lágmarkshold ■ Mynd 1. Dæmi um holdastigun og samanburð við viðmiðunargildi. Nokkrar kýr i upphafi mjaltaskeiðs og margar kýr í lok mjaltaskelðs og geldstöðu eru of rýrar. skeiði hefur áhrif á afurðir þess næsta. I fóðrun hefur orku- og pró- teinstyrkur fóðursins og innbyrðis hlutfall orku og próteins mest áhrif. I upphafi mjaltaskeiðsins er átgeta ekki í samræmi við þarfir og kýrin leggur af. Svarið, sem bóndinn hef- ur, er að koma til móts við þarfimar með því að hækka orkustyrk fóð- ursins, þ.e. að auka hlut kjamfóðurs á kostnað gróffóðurs. Hár prótein- styrkur í fóðri hvetur til ntikilla af- urða og að gripurinn gangi enn frek- ar á eigin forða. Alkunna er að holdafar hefur mikil áhrif á afurðamagn og heilsufar mjólkurkúa. Kýr í góð- um holdum hafa tilhneigingu til að mjólka meira en rýrar kýr. Feit- um kúm er aftur á móti hættara við efnaskiptaröskun og fram- leiðslusjúkdómum en rýrum kúm. Til að ná viðunandi afúrðum og góðri heilsu þarf að fara milliveg. Holdastigun er aðferð til að meta fituforða mjólkurkúa. Kúm er gefín einkunn á bilinu 1-5 þar sem 1 táknar grindhoruð og 5 akfeit. Fimm staðir á kúnni eru notaðir til að meta holdin; a) þverþorn spjaldhryggjar, b) neðanverð rif- bein, c) mjaðmahnútur, d) halarót og e) setbein. Almennt er talið að heppilegustu hold séu á bilinu 3- 3,5. Aðferðinni er lýst í grein eftir Laufeyju Bjamadóttur sem birtist íFrey 12. tlb. 2001. Arfgengi mjólkurmagns (þ.e. sá hluti breytileikans sem stjómast af erfðum) er tiltölulega hátt. Við getum því búist við umtalsverðum framförum gegnum kynbótastarfið eða um 20-30 lítrum á kú á ári. Nythæð og FRAMLEIÐSLUSJÚKDÓMAR Fyrir skömmu var hér á landi Klaus Lonne Ingvartsen, sérfræð- ingur ffá Foulum í Danmörku. í fyrirlestri, sem hann flutti, tókst hann á við þá spumingu hvort há nyt leiði til aukinnar tíðni fram- leiðslusjúkdóma. Línurnar, sem hann dró upp, vom ekki skýrar. Margt bendir til að tiðni júgur- bólgu og blaðra á eggjastokkum hækki með aukinni nyt. Ekki er hægt að staðfesta tengsl hárrar nyt- ar og annarra sjúkdóma og er or- saka þeirra frekar að leita í lífeðlis- fræðilegu ójafnvægi sem hlýst af ófúllnægjandi fóðrun og aðbúnaði og að einhveiju leyti erfóum. Það er einnig reynsla þess sem þetta skrifar að framleiðslusjúk- dómar séu síst algengari á þeim búum sem ná hárri nyt enda má segja að það sé forsenda fyrir því að ná góðum árangri að kýmar séu heilbrigðar. Ohjákvæmilega er það þó meiri vandi og kallar á meiri gæðastjómun að fóðra kýr sem auka nyt mjög hratt eftir burð og ná mjög hárri dagsnyt. Gæðastjórnun á kúabúi Framleiðsluferli mjólkur á kúa- búi hefst á jarðrækt og endar ekki 118 - Freyr 9/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.