Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 27

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 27
NAUTGRIPIR margar fremur lágt próteinhlutfall í mjólk þannig að í þeim samanburði eru dætur Almars 90019 flestar líkt og árið áður. I þessu sambandi er réttað benda á að Negri 91002 er einn nauta úr þeim árgangi á þessum lista, dætur Krossa 91032, sem margar voru enn öflugri afurðagripir, hafa of margar orðið alltof skammlífar í framleiðslunni. Þá má benda á það að nautaárgangurinn frá 1993 verður augljóslega ein stór eyða í þessum samanburði. Á næsta ári má síðan vænta þess að dætur nautanna fré 1994 taki yfir- höndina á þessum lista. Fram hefur komið að veruleg fjölgun varð á kúm sem skiluðu miklum afurðum árið 2004 frá því sem áður hefur verið. Þetta sést skýrt þegar skoðaðir eru efstu afurða- hóparnir. Hlutfallslega mest er aukningin á toppnum vegna þess að nú eru það 24 kýr sem ná 10 tonna markinu um mjólkurmagn en þær voru sjö árið 2003 og nokkrar þeirra er að finna í þessum sama hópi í ár. Listi um þessar 24 kýr er sýndur í töflu 2. Það hefur alloft verið rætt að eðlilegasti grunnur samanburðar um afurðir sé magn verðefna (mjólkurprótein og mjólkurfita) fremur en mjólkurmagnið. Annmarki þess að nota þennan grunn hér á landi er að það eru því miður alltof margar kýr sem annað tveggja vantar alveg efnamælingar úr mjólk hjá eða mælingarnar eru alltof strjálar. Að þessu sinni er samt í fyrsta sinn einnig birt tafla um afurðahæstu kýr landsins þegar þeim er raðað á grunni magns verðefn- anna. Það er gert með þeim fyrirvara að hjá einhverjum af þessum kúm eru of litlar upp- lýsingar um efnahlutföllin og efnamagn og þess vegna metið á grunni staðalgilda. Tafla 3 sýnir þær kýr á landinu sem náðu þeim mörkum að framleiða 750 kg verðefna eða meira árið 2004. Enn einu sinni er ástæða til að benda á það að engin ein aðgerð er möguleg til að auka árangur ræktunarstarfsins hér á landi eins og að bæta grunn efnamælinganna með því að allir skýrsluhaldarar sendi sýni til ákvörðunar á efnahlutföllum og frumutölu mjólkurinnar reglulega til RM. Á þessu er I dag því miður alltof mikil brotalöm. í þessu samhengi eru regluleg skil á mjólkurskýrsl- um einnig lykilatriði. TOPPKÝRNAR Það sem vekur athygli þegar töflur um af- urðamestu kýr landsins eru skoðaðar er hve hlutur kúnna úr Austur-Landeyjum er þar mikill. Það kemur hins vegar ekki að óvart þegar horft er til hins glæsilega framleiðslu- árangurs í nautgriparæktarfélaginu þar í sveit árið 2004 sem fjallað er um í grein um skýrsluhald nautgriparæktarinnar í 1. tbl Freys á þessu ári. Úr Austur-Landeyjum kemur kýrin sem skipar efsta sætið í báðum þessum töflum. Það er Gláma 913 í Stóru-Hildisey II. Þess má geta að árið 2003 var hún í þriðja sæti með mjólkurmagn af kúnum f landinu. Þessi kýr bar um áramótin 2003/2004 og síðan aftur í desember. Framleiðsluferillinn fellur því eins vel að almanaksárinu og mögulegt er um leið og kýrin er með afbrigðum tíma- sæl. Hún fer hæst í rúmlega 52 kg dagsnyt og er í 50 kg nyt fyrstu þrjá mánuði mjólk- urskeiðsins. Hún mjólkar samtals 12.762 kg mjólkur á árinu sem er mesta mjólkurmagn sem er þekkt hjá íslenskri mjólkurkú á al- manaksárinu til þessa. Magn mjólkurpró- teins er 418 kg og magn mjólkurfitu 500 kg þannig að samanlagt magn verðefna er 918 kg. Þessi kýr er fædd 1999 að Teigi í Fljóts- hlíð en kemur að Stóru-Hildisey II þegar mjólkurframleiðsla leggst af í Teigi. Þessi kýr er dóttir Krossa 91032 en margar dætra hans hafa verið með afbrigðum mjólkur- lagnar. ( öðru sæti með efnamagn er nágranni Krossu, Svört 59 á Voðmúlastöðum, en samanlagt magn verðefna hjá henni er 889 kg en hún mjólkaði á árinu 2004 10.008 kg af mjög efnaauðugri mjólk því að magn Tafla 3. Kýr sem skiluðu 750 kg eða meira af verðefnum árið 2004 Nafn Númer Faðir Númer Mjólk MF+MP Nafn bús Gláma 913 Krossi 91032 12762 918 Stóru-Hildisey, A-Landeyjum Svört 59 Kani 97160 10008 889 Voðmúlastöðum, A-Landeyjum Gígja 256 Hafur 90026 11677 864 Einholti, Mýrum Hryðja 227 11013 815 Einholti, Mýrum Grýla 541 9648 814 Hofsá, Svarfaðardal Smella 331 Smellur 92028 10731 810 Stóru-Hildisey, A-Landeyjum Skrauta 15 Tuddi 90023 9370 797 Miðhjáleigu, A-Landeyjum Áma 20 Skutur 91026 10205 796 Miðhjáleigu, A-Landeyjum Hetta 248 9176 790 Þrándarholti, Gnúpverjahreppi Frekja 284 Nagli 97005 11047 784 Akri, Eyjafjarðarsveit Hosa 71 Smellur 92028 10616 766 Heggsstöðum, Andakíl 307 10185 765 Hólmi, A-Landeyjum Stelpa 59 Óli 88002 8949 761 Gilsárteigi, Eiðaþinghá Örtröð 719 Hutmann 95788 8203 759 Læk, Hraungerðishreppi Sigrún 63 Óli 88002 9519 757 Krossi, A-Landeyjum Sóley 482 8357 756 Ólafsvöllum, Skeiðum 575 Krossi 91032 10167 752 Bjólu, Þykkvabæ Stjarna 221 Stígur 97010 10178 751 E-Leirárgörðum, Leirársveit Skonsa 311 Nári 97026 8788 750 Skeiðháholti, Skeiðum Tafla 4. Kýr með 130 eða meira í kynbótamatinu í mars 2005 Nafn Númer Faðir Númer Einkunn Nafn bús Líf 188 Negri 91002 146 Leirulækjarseli, Borgarbyggð Sóley 482 141 Ólafsvöllum, Skeiðum 575 Krossi 91032 137 Bjólu, Þykkvabæ Rauð 159 Smellur 92028 135 Nýjabæ, Bæjarsveit Huppa 241 Búi 89017 133 Kirkjulæk, II Fljótshlíð Turbó 212 Hvanni 89022 133 Kotlaugum, Hrunamannahreppi Ljómalind 157 Arnarson 95901 133 Varmalandi, Skagafirði Hillarý 315 Stígur 97010 132 Brakanda, Hörgárdal Smuga 298 Almar 90019 131 Hólshúsum, Gaulverjabæjarhreppi Gloppa 117 Almar 90019 130 Krossholti, Kolbeinsstaðahreppi Hosa 71 Smellur 92028 130 Heggsstöðum, Andakíl Frekja 284 Nagli 97005 130 Akri, Eyjafjarðarsveit FREYR 06 2005 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.