Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 50

Freyr - 01.05.2002, Blaðsíða 50
Árið 2001, ár búflðrslúkdðma f ESB r Arsins 2001 verður minnst í ESB sem árs búfjársjúk- dómanna. Upp í hugann koma myndir af skjögrandi kúm, ör- væntingafullum eigendum kjöt- verslana, sem stóðu tómar, snarkandi eldar þar sem verið var að brenna skrokka af kúm og kindum og dýr sem sætt höfðu slæmri meðferð í flutn- ingum og á uppboðsmörkuð- um. Kúariðukreppa 1 Aður sögðu menn að ESB yrði aldrei samt eftir mars 1996 er fyrsta áfallið varð þegar tengsl fundust milli kúariðu og Creutz- feld Jakobs veiki í mönnum. Auk Bretlands (en þar hafa nú komið upp yfir 200 þúsund kúa- riðutilfelli), þá urðu m.a. Sviss, Irland og Portúgal þama fyrri miklu áfalli. Hinar pólitísku afleiðingar urðu miklar. Þing ESB kom á fót eft- irlitsstofhun með neytenda- og matvælaöryggismálum, SANCO. Eftir dioxínhneykslið sumarið 1999 gaf embættismannaráð ESB út hvítbók um matvælaöryggi sem kom út snemma árs 2000. Yfir 80 tillögur í þeirri bók er nú verið að framkvæma, m.a. ný matvælalöggjöf og ný heilbrigð- islöggjöf. Kúariðukreppa II Kreppumar á 10. áratugnum urðu þó eins og stormur í vatns- glasi miðað við kúariðukreppuna sem hófst í nóvember 2000 og stóð mestallt árið 2001 og kom við flest lönd sambandsins. Veik- in var þá á dagskrá nær allra funda í ráðherraráði ESB. Að- ferð til skyndiprófana á búfé, sem fundin var upp, gerði það kleift að prófa mikinn fjölda gripa. Mest var áfallið í Þýskalandi þar sem yfirvöld veittu almenningi falskt öryggi með þvi að fúllyrða að landið væri laust við kúariðu, sem reyndist svo ekki standast. Neysla nautakjöts dróst saman um 70% og ráðherrar urðu að segja af sér. Arið 2001 fúndust 123 kúariðutilfelli í Þýskalandi. Frakkland varð einnig fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að kjöt frá smituðu býli hafði komist í smásöluverslanir. Þar í landi fundust 450 kúariðutilfelli á tímabilinu 1999-2001. Síðan hefur veikin fundist í hverju landinu eftir öðra, m.a. í Finnlandi og Austurríki í desem- ber 2001 sem voru talin í lítilli áhættu um að veikin kæmi þar upp. Jafnvel í Japan hafa þrjú fundist tilfelli. Ymsar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir dreifíngu sjúkdómsins. Frá ársbyrjun 2001 er t.d. bannað að nota kjöt- og beinamjöl í fóður dýra í kjöt- og mjólkurfram- leiðslu. Gengið er æ harðar eftir því að fjarlægja þá vefí sem einkum eru taldir dreifa smiti, svo sem mænuna, og tekin var upp rannsókn á öllu kjöti af nautgripum 30 mánaða og yngri. Sjaldan er ein báran stök A sama tíma og kúariðutilfell- um fór fækkandi í Bretlandi en fjölgandi í öðmm löndum ESB þá kom upp gin- og klaufaveiki í Norður-Englandi hinn 20. febrúar árið 2001. Liklegast er talið, en ekki sannað, að veikin hafí borist með matarúrgangi sem gefinn var svínum. Svínin smituðu síðan sauðfé sem dreifði smitinu með örskotshraða á búfjármörkuðuni og með flutningum um landið áð- ur en ljóst var að sjúkdómurinn haföi komið upp í landinu. Þann- ig er talið að 43 býli hafi þegar verið smituð hinn 20. febrúar. Alls kom smitið upp á 2030 býlum, síðast hinn 30. september 209I. Ahættan varðandi dreifingu gin- og klaufaveikinnar varð aug- ljós þegar veikin barst til Frakk- lands með flutningi á sauðfé þangað. Þar smituðust kálfar sem verið var að flytja til Hol- lands. Aður en það gerðist höfðu dýravemdarsamtök sýnt skelfí- legar myndir af flutningi búfjár á óásættanlegan hátt og misþyrm- ing þess á mörkuðum. Sjónarmið dýravemdar um að draga úr við- skiptum með lifandi búfé hafa nú fengið aukinn byr í seglin. Þá vakti aflífún og brennsla á bæði sjúku og heilbrigðum skepnum mikil viðbrögð almenn- ings og kröfúr komu upp um að leyfa bólusetningu gegn gin- og klaufaveiki sem á hinn bóginn er talin geta valdið því að veikin geti dulist lengur. A ráðstefnu í Bmssel í desem- ber sl. um gin- og klaufaveiki var samþykkt að auka þurfi eftirlit þannig að smitaðar hjarðir fínnist fljótt. Þá var talið nauðsynlegt að styðja lönd þar sem veikin er landlæg við að berjast gegn henni. Þá var samþykkt að virða meira sjónarmið dýravemdar og kanna betur félagsleg og hag- ffæðileg áhrif sjúkdómsfaraldra á borð við gin- og klaufaveiki. Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í ESB, hvorki varðandi kúa- riðu, gin- og klaufaveiki né bú- fjárflutninga. (Intemationella Perspektiv nr. 1/2002). | 50 - Freyr 4/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.