Fylkir


Fylkir - 15.04.1955, Blaðsíða 2

Fylkir - 15.04.1955, Blaðsíða 2
2 F Y L K I R MÁLGAGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 'ÚTGEFANDI: SJÁLFSTÆÐISFÉLAG VESTMANNAEYJ A RITSTJÓRl og ÁBYRGÐARM.: EINAR H. EIRÍKSSON Sími: 308 _ Pósthólf: 102 Prentsmiðjan EYRÚN h.f. Ymmideilan óleyst enn, Enn situr við liið'sama í vinnudeilunni, sem staðið hefur síðan í byrjun marzmánaðar. Því miður bendir fátt til þess, að lausn sé á næsta leiti. Sátta- fundir eru haldnir öðru Iivoru án árangurs, og er svo að sjá sfem bilið milli deiluaðila minnki ekkert. Við hér í Vestmannaeyjum höfum orðið vör við áhrif verk- fallsins ekki síður en aðrir lands menn. Farið er nú að bera á skorti ýmissa nayðsynja sökum samgöngutregðu af völdum verk fallins í Reykjavík. Um tíma leit allalvarlega út, vegna þess að olía var á-þrotum hér í bæ. Öllum er fersku minni, er „Litlafell“ kom hingað með olíufarm, en varð að bíða hér dögum saman vegna veðurs. Þá var ástandið í olíumálunum hér þannig, að Rafveitan átti oh'u til fárra daga og við blasti stöðvun bátaflötans, vegna olíuskorts, eftir fáa daga. En svo bar við um þær mund- ir, að boð komu frá Reykjavík á vegum samninganefndar verka lýðsfélaganna þar, að stöðva skyldi afgreiðslu á olíunni úr „Litlafelli“ ef reynt yrði að losa farm þeSs hér. Skip þetta var sem sé komið á „svartan lista“,, .1. ■ ... • u eins og „Skeljungur",’en ,ÞyriH‘ einn mátti flytja olíu. Munur- inn var sá að tv<3 hin fyrrnefndu skip höfðu fengið farm sinn beint úr skipi, en „Þyrill" af tanka í Reykjavík. Þegar þetta gerðist, átti Raf- veitan olíu til tveggja daga og aðrar olíubirgðir á þrotum. — „Litlafell“ var sent með sinn farm austur á land og losaði hann þar, þrátt fyrir bann verk- fallsstjórnar. En hingað kom ,,Þyrill“ með olíu til bjargar. Það ætti að vera óþárft að draga upp mynd af því, hvernig ------- t ------------ Jóhanna ^ónasdóttir frá Nýjabæ. K V EÐJ UORÐ. Fimmtudaginn 31. marz s. 1. var til moldar borin hér í bæ húsfrú Jóhadna Jónasdóttir frá Nýjabæ. Á því heimili hafði hún alið aldur sinn. Þar fædd- ist hún, þar ólst hún upp og þar bjó hún búi sínu um 30 ára skeið. Þannig var æviferill henn ar ekki margbreytilegur. En þrátt fyrir það væri hægt að segja margt urn þessa hógværu og látlausu konu, sem vann verk sín í kyrrþey. Við vinir hennar, sem þekkt- um hana frá bernsku, vissum, lrvað í henni bjó. Eftir að hún missti föður sinn og þær mæðgur bjuggu saman, reyndi eðlilega mest á hana, þar sem hún var elzt af þrem syStr- um. Hún gekk jafnt að karl- rnanns- sem kvenmannsverkum. Hún gat larið út á tún og dreift áburðinum, stungið upp kál- garðinn, jafnvel tekið hamar og nagla og lagfært girðingar, mál- að glugga og annað, sem þurfti með. Svo gat luin tekið heklu- nálinu og saumnálina og unnið fínustu hannyrétir, enda kom henni vel í lífinu, hversu liöl- hæf hún var, þar sem hennar hlutskipti var að búa oft við fremur lítið af þessa héims gæð- um. hér hefið orðið umhorls, hefði eitthvað það skeð, sem tafði ,Þyril“, eða honum hefði hlekkzt eitthvað á. En það undarlegasta við þetta allt er þó, að kjörnir bæjarfull- trúar, sem er trúað fyrir því að sínu leyti að sjá heill og hag bæj arfélagsins borgið í hvívetna, skuli láta hafa sig til þess að taka við boðum slíkum sem |reim, er vitað er, að þeir fengu varðandi „Litlafell“, vitandi manna bezt um það, hvað í húfi var. En svo lágt geta sumir menn lagzt í þjónkun sinni við ímynd aðan, pólitízkan ávinning. Reiðin yfir úrslitum vinnu- deilunnar hér í vetur og vissan um fullkominn ósigur í því pólitízka brölti, sem nú fer fram í Reykjavík, stjórnar þess- um mönnum og gerðum þeirrá. Og það er ekki þeim að þakka, að hér urðu ekki stórvandræði af. Þau hjónin eignuðust 5 dæt- ur, sem allar lifa hana, einnig sáu þau uni móður Jóhönnu sál og heilsulausa systur. Heimilið var því erlitt og á þeim árum oft takmarkaðar tekjur, en ráð- deikl hennar og hagsýni gerðu krónu úr hverjum eyri. Oft sá ég hana taka flíkur, sem aðrir voru hættir að nota, spretta þeim og snúa og sauma úr þeim fínustu spariföt á börnin sín. Þannig gæti ég lengi haldið á- fram. Seinni árin átti hún við heilsu leysi að búa, en aldrei heyrðist kvörtun eða óánægjuorð um hlut skiptið, heldur hugsaði hún allt- af um þá sem'voru í kringum hana. Sérstaka umhyggju bar hún fyrir systur sinni, sem búið hef- ur við langvarandi sjiikdóm, og heimili sínu, sem henni var allt. Hagsýnin og þolinmæðin auð- kenndu jressa konu á svo eftir- minnilegan hátt, að ég vildi óska, að landið okkar ætti marg- ar mæður slíkar. Jóhanna sál, var fædd 29. október 1898, dáin 23. marz s. I. og var þá rúmlega 57 ára. Hún var gilt Sigurði Þorsteins- syni, sem lifir hana ásamt dætr- um Jreirra 5, sem allar eru uþp- komnar. Okkur vinum hennar finnst sætið autt og tómlegt gamla heimilið hcnnar, en þó mun söknuðurinn og tómleikinn verða mestur hjá manni hennar, sem mest stundaði hana síðustu árin, sem hún þurfti mjög hjálp ar með, þótt hún væri ekki altaf rúmlöst. Hún sagði við mig, er þessi orð rita, þegar ég talaði sfðast við hana í sjúkrahúsínu viku áður en hún dó og við minntumst á mann hennar: „Hann hefur verið mér nær- gætinn og hjálplegur í veikind, um mínum.“ Góður Guð blessi ykkur, ást- vinina, og ég er þakklát fvrir, að hafa fengið að kynnast þess- ari konu, sern skilur eftir svo huo- O næmar minningar. Vinkona. „Já eða nei” Sveinn Ásgeirsson, hagfræð- ingur, kom hingað til Eyja, mið- vikudaginn 6. þ. m. og efndi til upptöku á þætti sínum, Já eða nei, í Samkomuhúsinu um j kvöldið. Með Sveini komu rímsnill- ingarnir þrír, Jieir Guðmundur Sigurðsson, Helgi Sæmundsson og Karl ísfeld. Brástþeim ei boga listin nú fremur en áður, og botnuðu Jreir snarlega alla þá fyrri parta, er lyrir þá voru lagð- ir. Voru sumir þó í eríiðara lagi. Fórst þeim öllum ágætlega, og mátti vart á milli sjá, hver þeirra var snjallastur. Tvær voru umferðir í „Já eða nei.“ Voru spurningarnar eink- mn varðandi Vestmannaeyjar, svo sem „Var Magnús Vestmann fyrsíi alþingismaður Vcstmanna- evja?“ — „Voru Vestmannaeyj- ar í einstaks mannS eigu eftir 1250?“ — o. s. frv. Sigurvegari í bessari umferð varð Einar Þ. Jónsson frá Berjanesi, hér. Hlaut hann að verðlaunum trúlofunar hringa frá Kjartani Ásmuridss., gullsmið, í Reykjavík. í annarri umferð varð sigur- vegavi Lárus Bjarnason. Hlaut harn að verðlaunum frakka að eigin vali hjá fyrirtæki einu í Revkjavík. í síðari umferð var svo til ein- gönau spurt um efni úr Njálu. Mætíi helzt að því finna, að sourningarnar voru of einhæfar. I Þær hefðu mátt vera meira á víð og dreif í jzessari umferð, þar sem í fyrri umferðinni var líka svo tíl eingöngu spurt einhæft. Ekki var þess getið, hversu fbars’ir vísubotna-r bárust við fyrri hlutanum, sém sendur var út í salinn. En þeir voru nokkuð margir. Verðlaun íýrir bezt.a botninn hlaut Gunnar Sigurmundsson, prentari. Fer hér á eftir fyrri Iilutinn og botn Gunars: „Það cr dýrð og dásemd mest djarfur svifa um geiminn. Haf’ cg fleyg og fráan hest. rnér jinnst ég eigi heiminn.“ Verðlaunin fyrir vísubotninn voru vandað „Watcrman‘s“ - pennasétt.. Verður ekki annað sagt en Sveinn liafi veitt sigur- vegurunum góðar gjafir. Þrátt fyrir ýmsa ágalla á frarn- kvæmd upptökunnar, sem orsök- uðu óþarflega langar tafir, en þær verða ekki skrifaðar á reikn ing Sveins Ásgeirssonar og að- stoðarmanna hans, nema að litlu leyti, tókst þátturinn vel og lík aði gestum ágætlega skemmtun- in. Verður þátturinn fluttur í út varp síðar, væntanlega áður en langt um líður.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.