Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 23

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 23
FYLKIR 23 komið var aítur til Moskvu. Leningrad er sjáanlega miðstöð lista og menningar. Þar er höll Katrinar miklu yfirfull af alls- konar gersemum, málverkum, listmunum allskonar og dýr- gripum. Virðast fulltrúar kommúnista, umbjóðendur íslandi og í Rússlandi, jafnvel þó tekið sé tillit til að menn þar í gegnum álagningu á neyslu- vörur sínar jafnt og annað greiða öll sín opinberu gjöld. Svo gífurlegur var verðmun- urinn. Um borð í verksmiðjuskipi í Tallin öreiganna, hafa sérstaka nautn af að sýna erlendum gestum allar þessar gersemir sínnar og liggur við að þeir gerist næsta barnalegir í útskýringum sínum og frásögn af sögu þessara muna. Þar er skrautinu öllu við haldið eins og það var í tíð keisaradæmisins og meta þeir sjáanlega mikils þennan arf fyrri tíma, þó að þeir af stjómmálaástæðum hafi talið sig þurfa að gera alla keis- arafjölskylduna höfðinu styttri að byltingunni 1917 aflokinni. Ég hafði haft þann sið, að fara eldsnemma á fætur á þeim stöðum sem við gistum, jafnvel áður en fylgdarliðið var komið á kreik, til þess að skoða mig um í ró og næði. Þetta gerði ég einnig í Leningrad og rakst þá á opna matvöruverslun, sem annars var mjög erfitt að koma auga á. Verslunin var yfirfull af fólki og dreif ég mig þangað inn til að athuga verðlagið. Verð á vörum var þama mun hærra og í tilfellum margfallt hærra en þá var hér á landi, nema á brauði og kartöflum, sem virtist álíka og hjá okkur. Ég þorði að sjálfsögðu ekki að skrifa neitt niður hjá mér inni í versluninni, sérstaklega þegar ég veitti því athygli að með mér var fylgst af starfsfólkinu, en gerði það þegar heim á hótelið kom. Er ég hræddur um að mörgum sannfærðum kommúnistanum hér heima myndi bregða í brún ef honum gæfist kostur á að bera saman kaupmátt launa á Aftur komið til Moskvu Frá Leningrad var haldið aftur til Moskvu eftir að flogið hafði verið með okkur um Rússland næstum þvert og endilangt og taldist mér til að við hefðum verið samtals um 15 klst. á flugi í þessari hring- ferð okkar. Þegar til Moskvu kom lá fyrir okkur boð um kvöldverð í Kreml daginn eftir, með fulltrúum stjómvalda þó að sjálfir toppamir væru þar ekki mættir. Verður að segja að það var nú kvöldverður í lagi. Skrautprentaður matseðill með hvorki meira né minna en 10 réttum, en flest af því aðeins smáréttir, einn munnbiti eða svo. Borðbúnaður var allur úr ekta silfri og krystal og þurfti hver maður næstum heilan meter af borðplássinu svo borðbúnaðurinn kæmist fyrir við hliðina á hverjum diski. Miðað við allt skrautið og stórfengleikann gátum við átt von á því að vera að sigla inn í eina af hinum frægu veislum Rússa, þar sem skálað er í botn, hvort heldur er um kampavín eða Vodka að ræða og glös- unum í hvert skipti hent aftur fyrir sig og út í vegg. En svo reyndist sem betur fer ekki. Þarna fór allt mjög hófsamlega fram. Okkur var tjáð áður en sest var að borðum að ætlast væri til að dmkkið væri í botn eftir að ræður hefðu verið Ráðstefna í Leningrad fluttar og beðið væri um að skála fyrir Rússlandi, íslandi, friði í heiminum eða vináttu- tengslum íslands og Ráðstjórn- arríkjanna. Lifðum við þetta allir mjög vel af, enda maturinn bæði mikill og góður og borð- hald langt. Var þessi veisla undir lok hins yfirgripsmikla prógramms heimsóknarinnar og þurftum við svo sannarlega ekki að kvarta undan að þar hefði ekki allt gengið fyrir sig slétt og fellt og samkvæmt áætlun. Áður en farið var frá Moskvu voru íslensku fulltrúarnir boðnir í sendiráð okkar þar og hjá aðila, sem þar var mættur fengum við skýringu á því hvers vegna þess hefði svo stranglega verið gætt að hver og einn héldi sig að þeirri bifreið, sem hann var upphaflega settur í. En að- spurður tjáði hann okkur að við gætum gengið út frá því sem gefnu, að mikrófónar og upp- tökutæki hefði verið í öllum bifreiðunum því ekki einu sinni erlendu sendiráðin væru óhult um að slík tæki væru ekki í íbúðum þeirra. Hringl okkar á milli bifreiða hefði sjánlega getað ruglað kerfið hjá þeim þegar farið var að spila spól- urnar með samtölum okkar. Að lokum Fegar litið er til baka yfir svona ferðalag er að sjálfsögðu margs að minnast. Skipulag allt hjá Rússum í sambandi við móttöku gesta er mjög gott og í föstum skorðum og viðurgern- ingur allur með ágætum. Eftir þeim upplýsingum sem við fengum og vitað er, eru Sovétríkin sennilega eitthvert auðugasta land í heimi hvað landgæði snertir. Rússar hafa í landi sínu bókstaflega allar tegundir málma. Akurlendi er þar mikið og gott og skóglendi nær ótakmarkað. Fiskveiðifloti þeirra er stór og afkastamikill og fiskimið þeirra við norð- urströnd landsins auðug mjög og fengsæl. Landgæði þessi virðast þó ekki nýtast í neinu samræmi við það sem annars- staðar gerist, t.d. í Bandaríkj- unum og Kanada þar sem ein- staklingsframtakið er ríkjandi. Er þetta mest áberandi í land- búnaðarframleiðslunni, þar sem Rússar verða árlega að kaupa einmitt frá þessum lönd- um milljónir tonna af korni til að geta brauðfætt þjóð sína. Ekki verður hjá því komist í ferðalagi um Sovétríkin að veita því athygli að fólk þar virðist mun þvingaðra og meira inn í sjálfu sér er gerist í vestrænum löndum. Er þetta í sjálfu sér ekkert óeðlilegt þar sem rússneska þjóðin hefur í áratugi og jafnvel í aldaraðir búið við herstjórn. Fyrst á keisaratímabilinu og ekki síður eftir byltinguna 1917 þegar alræði öreiganna tók völdin í sínar hendur og allur almenn- ingur var sviftur sjálfræði sínu bæði til orðs og æðis. Áður en ég fór þessa ferð var skoðun mín að þjóðskipulag það, sem rússneska þjóðin býr við myndi ekki hæfa okkur. Eftir heimkomuna var ég alveg sannfærður um að slíkt skipu- lag myndi valda stöðnun og afturför í þjóðlífinu og að við myndum aldrei ótilneyddir sætta ^kkur við slíkt eða um- bera það nema í stuttan tíma, svo miklir frjálshyggjumenn sem íslendingar eru. Guðl. Gíslason -------------------------s Atvinnurckcndur til lands og sjávar önnumst alhlida bókhaldsþjónustu ÚTVEGSÞJÓNUSTAN «■ ^Bókhalds C&fyrírgreidsluskrifstofa GRANDAGARÐUR 3, PÓSTHÓl P 96ft 121 RPYKJAVÍK. SÍMI: 29288 JAÐARSBRAUT 35, PÓSTHÓLF 123, 300 AitHANESI. SÍMI 2370 Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Prentsmiðjan 6VRÚN H.f.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.