Fylkir


Fylkir - 10.01.1980, Blaðsíða 5

Fylkir - 10.01.1980, Blaðsíða 5
FYLKIK 5 æfingar bæði hjá eldra og yngra fólki. Og með æfingunni kemur árangurinn því styrkleikanefnd B.S.I. hefur flutt þau Birgi Olafsson, Elínu K. Þorsteinsd. og Kristínu Garðsd. í A flokk og eru þau fyrstu félagar úr T.B.V. sem ná þeim árangri. Með tilkomu íþróttamiðstöðv- arinnar hefur gerbreyst aðstaða hjá þessu áhugasama fólki eins og reyndar öllum þeim sem stunda innanhúsíþróttir. Það sést best á því að á æfingar félagsins mæta allt að 30-40 krakkar. Blak. A síðastliðnu ári var í fyrsta skipti sent lið í blaki til þátttöku í íslandsmótinu. Allan kostnað af ferðum þessum greiddu leik- menn sjálfir. Þar sem þetta er ný íþrótt hér hjá okkur var ekki hægt að ætlast til mikils því æfingatímar voru af skornum skammti. Það er eins og hjá mörgum öðrum að peningahliðin er mikil höfuðverkur en blak- menn ætla sér að halda ótrauðir áfram og láta engan vilbug á sér finna, þó á móti blási. Þeir fengu hingað til Eyja tvö af sterkustu liðum landsins til þess að kynna þessa íþrótt og var það lofsvert framtak. Tveir Eyjamenn eru í Iands- liðinu í blaki. Þau eru: Anna Guðný Eiríksd. og Haraldur Geir Hlöðversson. Sund Sund er sú íþrótt sem aðstæðurnar hafa breyst hvað rnest við tilkomu nýju sundhall- arinnar enda áhuginn mikill. Bæði krakkarnir og ekki síður foreldrar þeirra hafa sýnt ótrú- lega elju til þess að ná settu marki. Sundfólk okkar hefur tekið þátt í mörgum mótum á árinu og árangurinn verið mjög góður. Hingað liafa komið keppendur ofan af landi og þreytt keppni við okkar fólk. A unglingameistaramót íslands á Sauðárkróki í ágúst sl. fóru 16 keppendur ásamt 2 foreldrum og þjálfara. Fyrst var farið í tveggja daga æfingabúðir að Varmalandi í Borgarfirði fyrir mótið og varð árangurinn eftir því góður, því krakkarnir komu heim með 4 gullverðlaun, 4 silf- ur og 3 brons. Sýnir þetta gleggst árangurinn sem náðst hefur í sundinu. Vestm.meistaramót fór fram 8. des. og var keppt um titlana Sundkóngur og sunddrottning og þá titla hlutu: Smári K. Harðarson og Arni Sigurðsson spm voru jafnir að stigum og Sigfríð Björgvinsdóttir. Golf Það þarf ekki að hafa mörg orð um golfáhugann hér í Eyj- um. Aðstaða hér er með því besta sem þekkist hér á landi og það er óhætt að segja að áliug- inn sé ótakmarkaður. í júlí var haldið hér unglingameistara- mót íslands og þótti það takast með afbrigðum vel. Meistaramót G.V. var í júlí og sigurvegari að þessu sinni var Gylfi Garðarsson. Einnig var Gylfi valinn í unglinga- landsliðið. Sigurvegari í kv.fl. varð Jakobína Guðlaugsd. sem sigrar í all tlestum keppnum sem hún tekur þátt í. Kylfingar hér láta hvorki veður né vega- lengdir aftra sér þegar golf er annarsvegar. Þessi íþrótt er stunduð allt árið, hvernig sem viðrar og láta menn sér ekki muna um smá ferðalag. hvort sem er hér innanlands eða erl- endis, til þess að slá þá hvítu sér til dægtastyttingar. Það mættu fleiri taka þá sér til fyrirmynd- ar. Lyftingar Þegar talað er um lyftingar þá dettur manni helst í hug sterkir menn og kraftar. Hér í Eyjum eigum við nóg af slíkum mönnum, því þeir lyfta varla lóðinu í keppni án þess að setja met. Það sést best á því að þeir hafa sett um 40 Vestm.eyja met og tæp 30 ísl. met. Þessi stór- kostlegi árangur er mest einum manni að þakka, Óskari Sigur- pálssyni. Það má segja að hann hafi gert „kraftaverk”. „Kraftaverkakarlinn” í mótum lijá lyftingamönn- um hér taka gjarnan fatlaðir þátt og er það lofsvert framtak. Aðstaða hér í íþróttamiðstöð- inni fyrir fatlaða er mjög góð því húsið er það eina á landinu sem fatlaðir komast allt án hindrunar. Á Evrópumóti í kraftlyfting- um fóru tveir keppendur frá I.B.V. Það voru þeir Gunnar Steingrímsson sem varð fimmti í sínum þ.fl. og Óskar Sigur- pálsson sem varð þriðji í sínum fl. Á meistaramóti ísl. í kraftl. sem haldið var í Laugardalshöll fóru 6 keppendur frá Í.B.V. og urðu þrír þeirra íslandsmeist- arar, Kristján Kristjánsson, Gunnar Steingrímsson og Ósk- ar Sigurpálsson og Jóhann Gíslason varð í öðru sæti í sín- um fl. I landsliö ísl. sem keppti á Norðurlandamótinu sem hald- ið var í Rvk. í sept. sl. voru þrír þeir sömu og urðu ísl. meist- arar. Kristján Varð í 4. sæti og Gunnar líka en hans fl. var einn sá sterkasti í mótinu. Þó svo að Gunnar lenti í 4. sæti stórbætti hann ísl. metið og setti Norður- landamet í R.L. 320 kg. Óskar varð í öðru sæti. Á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Dayton í Ohio í nóv. sl. voru þeir þremenning- arnir enn á ferð. Kristjáni gekk ekki vel og var talsvert frá sínu besta. Gunnari gekk hins vegar mjög vel, hann lyfti 300 kg. í H.B. (ísl.met), í pressu á bekk lyfti hann 180 kg. (ísl.met), í réttst. lyftu lyfti hann 330 kg. sem er Evrópumet. Hann lyfti samtals 810 kg. og bætti sinn fyrri árangur um 32,5 kg. Þetta er því frábær árangur hjá Gunnari. Óskar varð í 5. sæti í sínum fl. og lyfti 815 kg. samanlagt. Á þessu sést að okkar menn í þessari íþróttagrein eru komnir á heimsmælikvarða og vert að hrópa húrra fyrir þeim. Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um farsœlt nýtt ár þökkum viðskiptin á liðnu ári Prentsmiðjan 6VRÚN H.F. • • • • • _ _ _ J • • • • L • ••••••••• • ••••••• • ••••••••' • ••••••••• >•••••••••1 • ••••••••• >•••••••••1 • •••****** !••••• • • • • I I • • * * • • I lii! '■‘liOt . oVoii , _ . _ v j c u o < WKV.W, d i J ud O ■ ÚL/UUl , o u u o . uuuoo , v v v v j • • ooooooouoo vlv.v.v.v. vlvlvvv.vv vvvvvvvvvv ••••••••••( I fyigd með framförum Viðskipti okkar við íslenskan sjávarútveg eru byggð á 60 ára reynslu og þekkingu, á kröfum og þjónustu vaxandi tækniþjóðfélags -allt frá veiðafærum til tækniútbúnaðar. FRA SkagfjöríTI randersholm Togvírar Polyvírar Snurpuvírar Dragnótavírar Vinnuvírar KRISTJÁNÓ. SKAGFJORÐ HP Hólmsgata 4. Box 906. Sími 24120. Reykjavík. Hið harðsnúna sundlið Týs ásamt þjálfara.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.